Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

miðvikudagur, desember 12, 2007

9 dagar í Ísland!

Hó hó hó hvað segir fólkið?
Af okkur er allt gott að frétta héðan úr lærdómnum í Köben. Rannslan er á síðustu metrunum með Ba-ritgerðina....þetta er semsagt vonandi að hafast, búið að vera langt og strangt ferli, en ótrúlega gaman að sjá loks fyrir endann á þessu.
Annars er nú bara kominn jólafílingur í okkur, farin að hlusta á jólalög og búin að versla allar jólagjafir :o) Hér vantar þó allan jólasnjó...vona bara að það verði eitthvað eftir á Klakanum þegar við komum heim. Okkur er farið að hlakka rosa mikið til að koma heim og komast í smá pásu frá skólanum.
Jóli virðist loksins hafa fattað að ég sé flutt til Danmörku, þar sem að hann kom við í mínum glugga í nótt. Skellti reyndar gjöfinni í jólasokk og hengdi á svefnherbergishurðian. En rosalega var ég nú ánægð með Jóla gamal, sérstaklega þar sem hann troðfyllti sokkinn af gjöfum ;o)

En segjum þetta nóg í bili úr lærdómnum í Köben.

8 Comments:

At desember 14, 2007 12:30 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

..ég bý nú bara á völlunum og ekki hefur jóli komið við hér!

Ég efast ekki um það einu sinni að þú farir á mis við snjóinn, rokið og nístingskuldann! bbbrrrr...

Hlakka til að sjá ykkar sætu fés, það verður bara gaman. -hvað nærðu svo að stoppa lengi?

knús og kossar!

 
At desember 18, 2007 3:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég bíð og bíð enn eftir jóla :(

 
At desember 21, 2007 2:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

til lukku með að vera búin að skila ritgerðinni.. nú bíður maður bara spenntur eftir jólunum!!!

kv.Eyrún

 
At desember 24, 2007 10:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Bíddu Rannveig... hittiru e-r Adam á Kastrup ??? hmmmmmmmm tell me more

 
At janúar 21, 2008 1:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

jæja kelling koma svo með blogg!!!

 
At janúar 27, 2008 11:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

JÁ, HVAÐ ER AÐ FRÉTTA EIGINLEGA?

 
At febrúar 07, 2008 8:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já sæll á að blogga eða?????

 
At febrúar 08, 2008 1:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Tuðklúbburinn fer að einbeita sér að þessari síðu ef þú ferð ekki að blogga kona !

 

Skrifa ummæli

<< Home