Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Nóg af fréttum :o)

Sælt veri fólkið! Búin að liggja í mikilli bloggleti síðan í fyrra....en þar sem Tuðklúbburinn Jóhannes er komið í málið, var ekki annað þorandi en að bæta úr þessu bloggleysi. Af okkur skötuhjúum er bara allt gott að frétta. Héldum áramót hér úti, voða rólegt og kósý.





Prófin dundu svo á okkur í janúar, og gekk nú bara nokkuð vel að komast í gegnum þau :o)
Atli byrjaði aftur í skólanum í byrjun febrúar, en Rannslan byrjar ekki fyrr en í lok febrúar. Rannslan er einnig farin að vinna, þar sem að það verður eitthvað lítið af skóla hjá henni þessa önnina (skortur á kúrsum í skólanum). Er að vinna við það sem kallast hjemmeplæje uppá dönskuna, væri hægt að þýða það sem heimaaðhlynning, þó ekki hlynna að sjúklingum, heldur er þetta gamalt fólk sem þarf hjálp með einhverja ákv. hluti. Rönnslunni líkar þetta bara mjög vel, vinnutíminn góður, búin kl 3 á daginn og hef þá frí það sem eftir er af deginum.
Það er búið að vera nóg að gera í félagslífinu hjá okkur Atla (enda svo hrikalega vinsæl hér í dk), síðasta helgi var undirlögð af matarboðum, vinaboðum og afmælisboðum! Ekki frá því að maður hafi verið hálf eftir sig eftir helgina. Við Atli enduðum svo þessa svaka helgi á því að fara saman út að borða á sunnudagskvöldinu í tilefni af því að við erum búin að vera saman í 1 ár!! ;o)

Rannslan lét svo gamlan draum rætast og keypti sér nýtt hjól, þetta er hin fínasta glæsikerra og er nú brunað um allt eins og vindurinn, Atli rétt heldur í við gelluna.



Held að þetta séu helstu fréttir af okkur hér í dk, man allavega ekki eftir fleiru í bili. Gæti meira en vel verið að ég hendi inn nokkrum myndum af lífinu hér í Köben næstu daga, ættuð að geta skoðað þær í albúmi 6 þegar þær verða komnar inn.Vona að þetta nægi bloggþyrstum lesendum í bili og að Tuðklúbburinn Jóhannes dragi sig í hlé...

Hilsner fra Köben.

6 Comments:

At febrúar 13, 2008 12:37 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ frábært að fá fréttir af ykkur, þetta hlýtur að vera flottasta hjólagellan í Danmörku. kiss kiss kv Systa

 
At febrúar 13, 2008 2:56 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

frábær mynd af ykkur:)
hvenær á svo að kíkja heima?!?!

ekki hægt að tuða yfir neinu en læt í mér heyra ef myndirnar verða ekki komnar fljótlega inn!!!!

kv.Rúna

 
At febrúar 14, 2008 6:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sælar frænka, tú ert sko lang flottust á tessu hjóli ;) En hvad segiru um ad tid komid bara til okkar á midvikudagskvöldi kl. 20! Karlarnir geta horft á boltan hér, allaveg fékk ég tá tilkynningu ad tad mætti sko alls ekki missa af leikjum kvöldsins ;) Láttu mig svó vita hvort tetta hljómi ekki bara vel. Eigum vid svo ekki ad stefna á tad ad gera eitthvad saman eina helgina, ég meina eitt kvöld!??

 
At febrúar 15, 2008 8:41 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gaman af fá að sjá myndir frá ykkur skötuhjúum í Danmörkinni. Fottar myndir af ykkur frá því á áramótunum enda með eindæmum myndarlegt par ;o) Vonandi skemmtirðu þér vel í nýju vinnunni, og farðu svo varlega á nýja hjólinu óþarfi að vera fljúgandi á hausin á því eins og því gamla heheh :)Kveðjur af Hrafnistu (er í vinnunni atm, ekki mætt sem vistmaður ennþá)knús knús og saknaðarkveðjur frá mér :)

 
At febrúar 18, 2008 3:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Tuðklúbburinn leggst nú í dvala þar sem búið er að sinna tilmælum hans :-) Kveðja, Smári Jökull

 
At mars 07, 2008 9:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Å madur ad byrja ad hafa åhyggjur af thvi ad thu talar um sjålfa thig i thridju personu i gegnum næstum thvi heilan post?

 

Skrifa ummæli

<< Home