Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

mánudagur, september 12, 2005

FLUTT INN!

Haldiði ekki bara að Rannslan sé flutt inn í herbergið sitt á Kagså Kollegíinu!!! Fékk lyklana afhenta í dag eftir að ég kom heim úr skólanum. Þannig að það var ekkert annað að gera í stöðunni en að bruna í Ikea og kaupa rúm, skrifborð og hillur, heim aftur og flytja allar töskurnar og farangurinn frá Jökli og Evu yfir í herbergið MITT, skrúfa saman húsgögn, stinga ísskápnum í samband (verst að eiga ekki til bjór til að stetja í kæli), og nettengja tölvuna. Þið verðið að viðurkenna að þetta gerist nú ekki mikið betra!
Rannslan svífur allavega á rósrauðu skýi eins og er, þar til hún finnur könguló...

1 Comments:

At september 13, 2005 12:05 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

og í vikunni fer Hjördís í að finna sér ferð til kóngsins köben...vei vei vei..
*partýkall*

 

Skrifa ummæli

<< Home