Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

föstudagur, september 23, 2005

Heitt og gott

Það var aldeilis sofið vel í nótt, enda var gærdagurinn vel nýttur. Fyrri parturinn var notaður í lærdóm, þar sem að blessað málfræðiverkefnið var klárað og lesið aðeins upp (öruggast að tilkynna hvað maður er duglegur að læra, svona fyrir mömmu og Hjördísi...), farið niður í skóla og verkefninu skilað, borguð gomma af peningum fyrir blessaða líffræðibókina sem loksins var komin. Þá var haldið heim á leið og drifið sig yfir til Jökuls og Evu að hjálpa þeim við að flytja. Þar voru svo borðaðar dýrindis skinkuormapítsa og chillifrikadellapítsa (án efa skrítnustu pítsur sem ég hef fengið) og þessu auðvitað skolað niður með ísköldum bjór. Síðan var setið á spjalli fram á kvöld og fengið sér smá gammeldansk í stóru tána...
Annars var ég að frétta af einhverju kuldakasti heima á fróni, get látið ykkur vita að hér er enn 20 -22 stiga hiti og sól, einstaklega notarlegt að hjóla um á stuttermabolnum í blíðunni, þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu að þið pantið ykkur ferð hingað út í sólina til mín... :)

3 Comments:

At september 24, 2005 3:54 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

að heyra "orma" er nóg fyrir mig... OJBARASTA!!!

 
At september 24, 2005 3:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já sammála Hjördísi, alveg nóg að lesa það.....vibbi:)

 
At september 24, 2005 9:09 e.h., Blogger Ranna said...

Hehe voða eruð þið viðkvæm, þetta voru bara svona skinkuræmur sem litu út alveg eins og ormar... Ekki það að ég hafið verið að éta orma...

 

Skrifa ummæli

<< Home