Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

föstudagur, nóvember 30, 2007

Að kafna í lærdómi

Hæ hó, það leynist víst eitthvað lífsmark hér á KK 80, en þó annsi takmarkað. Við Atli erum þessa dagana gjörsamlega að kafna í verkefnum, ba-skrifum og próflestri! Þannig að það skýrir að einhverju leiti bloggleysið. Annars erum við búin að hafa það rosa gott, búin að fá alveg heilan helling af gestum til okkar sem hafa náð að draga okkur frá bókunum og blása smá lífi í okkur. Halla sys kom til okkar um mánaðamótin, er óhætt að segja að daman hafi komið til að versla og djamma...og held við höfum alveg náð markmiðum okkar í þeim efnum, enda leið ekki sá dagur að ekki væri strunsað í búð og fengið sér öl á eftir ;o)
Helgina sem hún var hér, var þegar jólabjórinn kom til Köben, þvílíkt stuð í bænum og svona, set inn nokkrar myndir svo þið fáið nasaþef af stemmaranum. Eftir að Halla sys fór komu svo hinar einu og sönnu skonsur. Þær tóku sannkallað powershop enda sprungu töskur, og aðrar voru orðnar svo fullar að ég þurftu að bjarga þeim fyrir horn með aukatösku!! Skilst þó að það hafi helst verið þessar íslensku sem shoppuðu svona mikið, Saran fór víst ekki með mikið nýtt heim... Þær komu svo hingað til okkar Atla síðustu nóttin og gistu, bara kósý og gaman. Sömu helgi og stelpurnar voru hér kom Ásta Halla föðursystir í heimsókn til Köben með familíuna. Maður bauð auðvitað frænkunni í mat, og auðvitað fann maður hana á tjúttinu líka, enda ekki úrættis þessi elska :o)
En held ég sé búin að telja upp alla gesti sem ég hef fengið í mánuðinum, biðst forláts ef einhver hefur gleymst.
Annars teljum við Atli bara niður í jólafríið enda verður ekki mikið pústað fyrr en við fljúgum heim á Klaka 21. des. Verður ansi ljúft að koma heim á hótel Mömmu, fá góðan mömmumat, smákökur og bara njóta þess að vera heima á Íslandi.
Ætla henda inn myndum, þegar ég hef orku í það....svona svo þið getið aðeins skoðað myndir af lífinu héðan, þó svo ég sé svona hrikalega óduglega að blogga fyrir ykkur.
Hilsen úr geðveikinni í Köben

3 Comments:

At desember 01, 2007 6:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja loksins kom bloggið :) Gott að heyra að þið skötuhjú séuð á lífi þarna í Danmörkinni... :) ÉG hlakka svo til að fá ykkur heim og hmmm jámm ég er ekki enn byrjuð í prófum en strax komin með próf lookið og orðin vel mygluð!!! En hafið það gott og við sjáumst svo í júlefíling eftir 3 vikur :P

 
At desember 03, 2007 10:35 e.h., Blogger dröfn said...

Þetta er sko flottasta örblogg sem ég hef séð! og það skemmtilegasta!
Ferðin til þín var frábær í alla staði og það verður æði að fá þig hingað á klakann!

knús og kossar til ykkar skötuhjúa og hlýjir straumar í prófalestri!

 
At desember 07, 2007 6:47 e.h., Blogger Hjördís said...

sem minnir mig á þá... ég þarf að kaupa nýja tösku !!

 

Skrifa ummæli

<< Home