Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

miðvikudagur, september 21, 2005

Afmæli

Ef það er eitthvað danskt lag sem ég kann núna þá er það danski afmælissöngurinn! Ég er búin að vera tæpar 3 vikur í skólanum og það eru 3 búnar að eiga afmæli, september greinilega afmælismánuður dana. Sú sem á afmæli kemur svo alltaf með eitthvað nammi handa öllum bekknum og svo syngja allri þennan svaka langa afmælissöng fyrir afmælisbarnið, og þá líður mér alltaf eins og ég sé komin aftur á leiksóla, get svarið það...
En fyrst við erum að tala um afmæli þá átti hún Hjördís vinkona afmæli í gær, fær hér bestu afmælisóskir, las á síðunni hennar að dagurinn hefði verið frábær þó svo að það hafi vantað mig... sem er gott, maður er þá ekki ómissandi :)
En aðalástæður fyrir miklu bloggleysi undanfarið er að Rannslan hefur verið niðursokkin í danska málfræði, vonandi að það sé að kvikna eitthvað ljós þar, er komin með alveg nóg í bili. En best að fara að klára blessaða málfræðiverkefnið sem á að skila á morgun...

2 Comments:

At september 21, 2005 6:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér vel með verkefnið, vildi að ég gæti hjálpað þér með þetta, sendi þér fallegar málfræðihugsanir ;)

 
At september 21, 2005 6:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

sæl sæta.
já það var voða gaman í smá pjásuhitting, nú eruð þið sara báðar í rassgati frá menningu rvk, en þið voruð með okkur í huga::
kissoknús

 

Skrifa ummæli

<< Home