Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

miðvikudagur, september 06, 2006

Sumrinu lokið

Jæja þá er íslenska sumarið á enda og baunin sest að nýju á skólabekk á danskri grund. Verð að segja að það var mun skárra en ég hafði gert mér í hugarlund að koma aftur hingað út, danskan lét ekki svo illa í eyrum og veðrið og bjórinn góður að vanda ;o)
Fyrsti skóladagurinn var á þriðjudag, þar sem mætt var í skólann kl 10 og setið í fyrirlestrum til kl 17 hjá 2 kennurum sem mætti nú alveg fara að endurnýja, ekki langt þar til þeir komast á eftirlaun allavega...kallgreyið talaði svo lágt og hægt að maður átti í mestu vandræðum með að halda sér vakandi í þessa 3 tíma sem fyrirlesturinn stóð yfir, og kellan lítil og þybbin GRYBBA, greinilegt að hún ætlar ekki að láta neinn vaða yfir sig þessi elska... þannig danskir þriðjudagar verða ekki verulega spennandi næstu mánuðina...
Lífinu hefur síðan verið tekið með statískri ró að dönskum sið, lítið stress...helst þessi fjandans landsleikur sem við vorum að tapa núna rétt í þessu! Get ekki sagt að ég sé stolt af því að vera íslendingur hér í danmörku í dag eftir þessa spilamensku! Kemur sér vel að stelpurnar í bekknum eru ekki mikil fótboltanörd þannig að ég ætti alveg að geta komist í gegnum skóladaginn á morgun, þ.e.a.s. ef nýju kennararnir gera mér ekki lífið leitt, verður spennandi að sjá hvaða gúrú þeir senda á okkur á morgun, geta allavega ekki verið mikið eldri en þessir 2 sem við fengum á þriðjudag.
Med venlig hilsen danska Baunin

4 Comments:

At september 07, 2006 10:08 e.h., Blogger dröfn said...

æææ elskan mín! gamlir kennarar, bjór og boltinn í beinni.. fjúff þvílíka gleðin þarna í danó!
mér finnst ömó að þú hafir misst að næstu helgi.. FRAT!!
enn ég er spennt að fá þig aftur í bloggheiminn og heyra fleiri sögur : )
það er póstur í bígerð!
knús

 
At september 09, 2006 12:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Rannveig... ég tippa á að þú verðir orðin OF dönsk eftir þessi 4-5 ár.... bara mín spá :)

öfunda þig ekki lítið af Búlgaríu efti 12 daga !!

 
At september 09, 2006 10:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gott að þú hefur það gott í danaveldinu systa ;) Ég er nú samt farin að sakna þín strax hafðu það gott sæta :o)

 
At september 09, 2006 11:49 e.h., Blogger Ragna og Ómar said...

Sæl Ranna,
Þú veist ekkert hver ég er en ég rakst á síðuna þína þar sem ég var að leita að félagi talmeinafræðinga á Íslandi. Ég er ein af þessum fáu Íslendingum sem hafa tekið talmeinafræðina í Kaupmannahafnarháskóla, þannig að ég varð bara aðeins að kommenta hjá þér. Það mætti nú endurnýja margt fleira auk kennaranna í prógramminu. En þeir eru bestu skinn þegar maður kynnist þeim aðeins, þá sérstaklega jólasveina Lars:)

Bestu kveðjur og gangi þér vel,

Ragna Laufey

 

Skrifa ummæli

<< Home