Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

miðvikudagur, október 18, 2006

Leti í haustfríinu

Já ekki hægt að segja annað en Rannslan liggi í leti þessa dagana, haustfrí í skólanum og hef nýtt það til hins ýtrasta til þess að sofa og gera akkúrat ekki neitt! Lýg því nú reyndar þar sem ég er búin að fara 2x í CBS að læra, lesa upp það sem hafði tapast niður við djamm undanfarinna vikna tel það nú bara nokkuð gott þar sem að það er rétt að skríða í fimmtudag í þessari fríviku minni...Gerði svo heiðarlega tilraun í dag til þess að losna við þetta þunnyldisútlit sem hefur fylgt mér síðustu vikur og skellti mér í klippingu í dag og losnaði við hárlubban sem ég var komið með og komin með knallstutt hár...fer svo í meira fínerí á morgun, plokk og lit, hlakka sko mikið til, ekki frá því að þunnyldið sé að hverfa á braut :o)
Annars er maður að komast í ágætis Halloween fíling hér í danmörkinn, búið að troða mér í skreytinganefnd fyrir Kagsåfestina sem verður hér á laugardag og vorum við að skera út grasker og svona fínerí. Er farin að hlakka nokkuð til helgarinnar, þetta verður heljarinnar skemmtun og djamm með öllum íslendingum kollegísins...getur ekki endað öðruvísi en vel :o)
Latabaunin kveður í bili, set svo inn fréttir af djammi helgarinnar þegar ég verð búin að ná heilsu í næstu viku ;o)

3 Comments:

At október 19, 2006 1:14 f.h., Blogger Hjördís said...

Rannveig mín þú átt eftir að enda snodduð með þessu áframhaldi :-)

 
At október 23, 2006 5:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

jiii hvað maður verður greinilega að skella sér í talmeinafræði í Köben.. hljómar alla vega ógisslega skemmtilegt, alla vega helgarnar og fríin!
hafðu það gott..

 
At október 25, 2006 2:30 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ elskan gott að þú hefur það gott í Köben ;) Héðan úr borginni er lítið að frétta nema lærdómur á virku dögunum og svo tjútt um helgar ;) EItthvað verður maður að gera til að lesa ekki yfir sig ;)
En kossar og knús af klakkanum

 

Skrifa ummæli

<< Home