Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

föstudagur, október 26, 2007

Kuldi í Köben

Hún Dröbban mín var að óska eftir fleiri örfærslum hjá mér, fer víst alveg með hana þessi ritgerðarstíll hjá mér...og hér kemur því eitt stykki örfærsla fyrir Kúbúfarann :o)
Það er greinilegt að veturinn er kominn hingað til Köben, maður kappklæðir sig á morgnanna til að lifa hjólaferðina af niður á lestarstöð. Er búið að vera krónískt kalt á tánum í viku, en gróf upp skíðasokka og hafa þeir reddað tánum mínum frá kalblettum!
Annars er maður bara í því sama gamla, skólast og skrifa ba-ritgerð. Reyndar einhver slappleiki í Rönnslunni í dag, en vona að ég hristi það úr mér þar sem mér er boðið í afmæli á annað kveld. Styttist í að Halla sys komi, því var haldið á fund með Hildi frænku í dag eftir skóla til að skipuleggja smá dagskrá fyrir dömuna. Hitti líka Ólöfu frænku sem er í skólaferð hér í Köben. Rosa dugleg í þessum frænkuhittingi!
En þori ekki að hafa þetta lengra í bili, þar sem þá gæti þetta ekki lengur talist örfærsla....
Knús og kossar úr kuldanum í Köben, Baunin

9 Comments:

At október 28, 2007 8:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

sko þig! alveg ánægð með þetta : )

sendi þér kveðju í kuldan, hér er ágætis veður..

ætti maður að kaupa sér kuldagalla fyrir ferðina til köben?

 
At október 29, 2007 2:40 e.h., Blogger Hjördís said...

snjór og jóló hér ef þú vildir vita :)

 
At október 29, 2007 3:23 e.h., Blogger Ranna said...

já ættuð kannski að huga að því að hafa með ykkur kuldagallann, reyndar eitthvað búið að hlýna núna undanfarið...
Engin snjór þó hér í Köben, sem er kannski ágætt því danir kunna ekki að akta í snjó!

 
At október 29, 2007 10:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að heyra frá þér skvísa,, það er bara kalt á klakanum, hálka og ég á sumardekkjum og svona :)

 
At október 31, 2007 12:14 f.h., Blogger Regnhlif said...

ótrúlegt! Þrjár færslur á viku!:)

 
At október 31, 2007 10:46 f.h., Blogger Ranna said...

haha Hlíf...sá hvað ég lenti neðarlega í bloggkeppninni hjá þér þannig ég ákvað að bæta mig ;o)
Mátt búast við færslu á næstu dögum, fær maður ekki plús fyrir að henda inn myndum??

 
At nóvember 22, 2007 12:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Hæ, takk fyrir kveðjuna :)
gangi þér rosalega vel með ritgerðina :)

kv.SifSig

 
At nóvember 26, 2007 5:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig væri að fara að blogga ungfrú????

 
At nóvember 27, 2007 11:35 e.h., Blogger Hjördís said...

jæja BA skrifari ?

 

Skrifa ummæli

<< Home