Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

föstudagur, september 16, 2005

Kaffihúsahittingur

Ohh var að koma heim frá kaffihúsahittingi inni á Kongens nytorv, þar sem við íslensku stelpurnar sem erum í talmeinafræðinni hittumst yfir bjór. Þetta var nú frekar fyndið, þekkjumst ekkert en gjörsamlega spjölluðum á okkur gat (ef hægt er að segja það), gaman að heyra í þeim sem eru komnar lengra og geta miðlað smá reynslu til okkar nýgræðinganna... en annars var best að komast aðeins út, fá sér einn stórann Carlsberg Classic og spjalla á íslensku!
Á morgun verður svo farið á kynningu í skólanum og sennilega haldið í eitthvert teiti um kvöldið sem tutorarnir okkar ætla að halda fyrir okkur, þannig að morgundagurinn lofar góðu...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home