Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

föstudagur, september 16, 2005

Klukk!

Jæja búin að fá upplýsingar um hvernig þessi klukkleikur virkar, þannig að hér koma 5 stykki af usless upplýsingum um mig:

1. Ég hef alltaf verið frekar lofthrædd, sérstaklega í stigum. Það tók t.d. mikið á að labba upp stigana í effelturninum í París um árið með Írisi og Hjördísi... En þetta er nú samt að lagast með aldrinum, held samt að álversvinnan mín í sumar hafi bætt þetta svakalega þar sem að þar var ég klifrandi upp og niður langa og mjóa stiga í skipunum, held ég sé bara næstum laus við lofthræðsluna...

2. Ég elska kisur en er hins vegar ekki eins hrifin af hundum. Ég gæfi mikið fyrir að geta haft hjá mér eina litla hér úti í danmörku. Það má reyndar hafa gæludýr hér á Kollegíinu en ég gæti ekki tekið hana með heim um jól og sumur, og þekki engan enn sem komið er sem væri til í að taka hana í fóstur í fríum...

3. Ég á alveg ótrúlega auðvelt með að sofna hvar og hvenær sem er, ef ég er þreytt er ekkert mál fyrir mig að sofna sitjandi á stól og ég sofna nær undantekningarlaust strax þegar ég legst á koddan, ekki mikið koddaspjall á þessum bæ, þá er ég löngu sofnuð.... Sef líka yfirleitt mjög fast, hef svarað í símann og talað við fólk án þess að muna eftir því, eða um hvað ég var að tala...

4. Ég er alveg hörmulegur kokkur, enda var það mottó mitt að ná mér í einhvern kokk áður en ég myndi flytja að heiman. Það tókst ekki, en vona að einhver kunni að elda hér á Kollegíin sem ég get troðið mér upp á, get vaskað upp í staðin. Mér hefur tekist að brenna pítsu sem ég átti að fylgjast með í ofninum (heimabakaða pítsan hennar Hjördísar, hún var ekki mjög ánægð), mér tókst líka að klúðra því að sjóða vatn, það er víst frekar erfitt að klúðra því, en tókst það samt...

5. Er algjör matargikkur, borða ekki kartöflur (nema franskar), ekki ost (nema bræddan á pítsu og samlokur), ekki tómata, ekki fisk (nema harðfisk, rækju og humar), og margt margt annað. Það er t.d. ekkert langt síðan ég byrjaði að borða papriku, lauk og svoleiðis, borðaði einu sinni bara kál og gúrku-ekkert annað grænmeti. Er samt aðeins að koma til...

3 Comments:

At september 16, 2005 5:30 e.h., Blogger Hjördís said...

Já ert sko öll að koma til!!! breyttist svoldið mikið meðan þú bjóst með mér....

 
At september 16, 2005 7:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

þú ert nú bara nýflutt út rannslan mín, gef þér MAX hálft ár í að finna cock-inn..
annars verðuru bara að koma aftur heim, veit nefnilega af einum slíkum (kokki)á lausu þannig að það vandamál væri úr sögunni. djöfull held ég samt að kokkur yrði leiður á að búa með manneskju eins og þér.. þ.e. matarlega séð!! en þú bætir það auðvita upp með yndislegheitum ;o)kissoknús

 
At september 16, 2005 8:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

heh... þú þorðir nú samt upp í síló :) hehe ég kannast við það að kunna ekki að elda... kallanir verða bara að kunna það eða að við verðum það ríkar að við getum bara ráðið kokk í eldhúsið :) hafðu það gott þarna... hugsaðu til mín með bjórnum !!! heh kv Magnea

 

Skrifa ummæli

<< Home