Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

sunnudagur, apríl 02, 2006

Búið að ráða bót á djammleysinu ;o)

Sælir lesendur góðir, það er víst kominn tími á fréttaskeyti úr Danmörkinni :o)
Af mér er allt það fínasta að frétta, nóg að gera í skólanum, maður er svona aðeins farin að leiða hugann að prófum og prófundirbúiningi, svona svo maður fari ekki yfirum af prófstressi í maí höfum við vinkonurnar ákveðið að byrja snemma á þessum leiðindum og taka góða törn núna í apríl...
Annars hefur Rannslan ákveðið að virkja aftur upp gömul sundgen og reyna að vera duglega að skella sér í sund, fór um daginn með Kristínu í sund og það var alveg æði, fann strax gamla sundæfingarfílinginn þegar ég kom inn í húsið og fann sundlyktina í loftinu. Áttaði mig þó fljótlega á því að ég var ekki alveg í sama forminu og í gamladag, tók því bara létt á því á fyrstu æfingu en stefnan er sett á að endurheimta sem mest af fyrra formi...sjáum svo bara til hvernig það gengur ;o)
Á föstudaginn voru Eva og Jökull svo elskuleg að bjarga mér frá djammleysi síðustu vikna og halda party (samt ekkert spes fyrir mig...) Frábært kvöld, sem byrjaði með æðislegum mexikóskum mat og svo djamm og gleði fram eftir kvöldi, var nú samt ekki að nenna í bæinn, heldur vorum bara í partýi fram á morgun ;o)
Held ég hafi lítið meir af fréttum, nema að Rannslan er orðin löggildur bílstjóri hér í Köben, skellti mér í smá bílferð á föstudaginn á bílum þeirra Evu og Jökuls, eitthvað sem ég hélt ég myndi seint gera, ekki alveg besti bílstjórinn hvað þá hér úti þar sem eru HJÓL út um allt, og þau eiga þar að auki forgang allsstaðar!! En ég lifði það af og það sem meira er, keyrði engann hjólreiðamann niður í þessari ferð ;o)
Hef ákveðið að vera með niðurtalningu í þjóðara í hverri færslu sérstaklega fyrir hann Skúla fúla :o) En þar sem að ekki er enn komin dagsetning á prófin mín og ég veit því ekki enn hvenær ég kem heim, hef ég ákveðið að telja bara niður í þjóðhátíð, eitthvað verður maður að hafa... en nú eru aðeins 123 dagar :o)
Rannslan kveður í bili úr vorinu í Köben...

8 Comments:

At apríl 03, 2006 10:05 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

bara allt að gerast!!
endilega láttu vita hvenær þú kemur heim svo við getum skipulagt partý að því tilefni;)

 
At apríl 03, 2006 10:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

já b.t.w. ég hitti pabba þinn og hann sagði mér að Halla hefði látið ræna sig úti!!!
og það sem meira er að ég held að hann hafi verið að hjálpa þér við að koma okkur vinkonunum með þér í skíðaferð!!!!!

 
At apríl 03, 2006 11:43 e.h., Blogger Hjördís said...

heyrðu ég verð nú bara að fá að segja að ég er hálf fegin... jafnvel heil fegin að hafa ekki þurft að fara með þér í þessa fyrstu ökuferð !!

 
At apríl 03, 2006 11:45 e.h., Blogger Hjördís said...

heyrðu og já... svo er hægt að telja niður í árgangsmót... þú kemur heim e-r staðar þar í kring ;) :p

 
At apríl 05, 2006 5:59 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sakna tín elskan ;)

 
At apríl 05, 2006 5:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ, hvað segiru? er það álverið í sumar? -magnea

 
At apríl 13, 2006 8:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Minnið mig á að fara EKKI með ykkur í bústað á næstunni ;)

 
At apríl 13, 2006 8:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

þetta comment átti víst að vera við síðustu færslu á undan þessari, en ok ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home