Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

miðvikudagur, mars 15, 2006

Verslað í Köben

Jæja jæja komið að því að blogga um dvöl Hjördísar hér í Köben... Hjördís mætti á svæðið á hádegi á fimmtudag þar sem ég tók á móti henni á Hovedbanegaarden, hún alveg ótrúlega klár að rata alein þangað uppeftir frá flugvellinum, enda er hún víst með Gps radar í rassg...! Mikið var Rannslan nú fegin að hitta loks Hjördísi sýna, það virðist hins vegar koma yfir mig mikill klaufa- og ljóskuandi þegar ég er með Hjördísi og var það ekki lengi að koma í ljós, mér tókst að labba harkalega á handriði á lestarstöðinni (skil ekki hvernig ég missti af því, það er sko risastórt!) og fá risastóran marblett og þar að auki hrinja næstum niður stigan að klósettunum, og auðvitað lá Hjördís alveg í kasti...þetta var víst það sem koma skyldi um helgina, Rannveig að fara á kostum í klaufaganginum og ljóskukommentunum ;o)
Við tókum þá ákvörðun að skella töskunni hennar Hjördísar bara í geymslu á lestarstöðinni og halda beinustu leið á strikið að kíkja í búðir :o) Þar var sko labbað og labbað og skoðað og skoðað og keypt og keypt... eftir þennan mikla verslunarleiðangur var farið að leita eftir einhverju að eta, ákváðum við að skella okkur á kínverskan veitingarstað... God sáum strax eftir því þegar við komum inn, frekar sjabbí eitthvað svona, stólarnir og borðin að hrynja í sundur en það sem var það allra fyndnasta var að á "Matseðlinum" sem aðeins bauð upp á að kaupa 3 rétti saman, eða hlaðborð... stóð að maður ætti vinsamlegast að taka aðeins eins mikið og maður borðaði ef maður færi í hlaðborð því að ef maður skyldi eftir mat yrði maður rukkaður tvöfalt!!! Eftir þessa lestningu laumuðum við okkur út við lítinn fögnuð hjá gamla barþjóninum...Voru fljótar að finna betri stað þar sem við fengum þennan dýrindis mat, þar sem að við vorum hálf dasaðar eftir allt verslunarröltið var haldið heim á leið í rólegheitin... þurftum reyndar að snúa við á miðri leið þar sem greyið taskan hennar Hjördísar gleymdist á Hovedbane...
Á föstudeginum skelltum við okkur svo í Field's að versla meira, og fórum beint þaðan yfir til Malmö til Smára, sú ferð varð ansi skrítin og skemmtileg, skelltum okkur strax í partý upp á Kollegí til Smára, þar voru komin saman allra þjóða kvikindi en vildi svo vel til að við vorum 5 íslendingar :o) Þar fór rannsla ljóska á kostum við mikinn fögnuð Hjördísar og Smára, en náði þó ekki að toppa hinn sænska Erik, sem gerði hosur sínar óspart grænar fyrir Hjördísi, stelandi úr glasinu hennar, einstaklega vel málaður um augun og huggulegur, en því miður lukkaðist þetta þó ekki hjá þeim :o( Síðar um kvöldið var síðan haldið á skemmtistað, furðuleg tónlist þar en þó ekki eins furðuleg og klæðnaðurinn á drengjum staðarins og furðuleg lykt sem sveif um loftið (fremur vond). Strákar í Svíþjóð klæðast víst aðeins NÍþröngum gallabuxum, niðurþröngum og alles(innvíðum eins og Íris myndi orða það), held að það séu ekki mikil not fyrir tólin á þeim eftir að hafa klæðst þessu allt kvöldið! Við stöllur ákváðum að drífa okkur svo bara heim með lest um nóttina, fengum þennan fína indverska leigubílstjóra sem tjáði okkur að hann væri frá Reykjavík, snæddum kebab og franskar með sesonal í nýstingskulda, en strákarnir á kebabstaðnum vorkenndu okkur svo mikið að þeir komu með ofn til þess að við gætum hlýjað okkur á höndunum, algjörar dúllur... Í lestinni til baka gerðist eitt alveg óborganlegt atriði...við vorum sestar inn, að enda við að klára matinn okkar, fullt af fólki komið inn í vagninn og lestin að leggja af stað, haldiði þá ekki bara að einn farþeginn lyfti pennt upp löppinni og gjörsamlega þrumi þessu rosa prumpi yfir vagninn þannig að allt nötraði!!! God, ég hélt að ég yrði ekki eldri! og þessi ógeðis fýla sem kom um 15 mín seinna, á ekki orð til að lýsa henni, maðurinn hefur verið byrjaður að rotna að innan hlýtur að vera!
Jæja upp rann laugardagur, við vöknuðum snemma til að ...versla en ekki hvað! Skelltum okkur á strikið, hittum svo Smárann sem kom yfir til Köben til að sækja veskið sitt sem hafði gleymst í töskunni hennar Hjördísar kvöldinu áður, fórum svo heim og fundum okkur til fyrir djamm kvöldsins. Áður en haldið var í bæinn fórum við til Evu og Jökuls þar sem Tópaspelinn sem Hjördís kom með var kláraður, tókum svo leigubíl í bæinn með þennan frábæra 60 ára leigubílstjóra sem var með hnakkatónlistina í botni allan tímann og gólaði hástöfum með, hef sjaldan lent í öðru eins! Þó svo að mikið hafi verið búið að velta fyrir sér á hvaða staði við ættum að fara var raunin sú að aðeins var farið á einn stað, tjúttað og sprellaði við dani, Rannslan komin upp á bekki að dansa, Hjördís fékk á meðan þá skemmtilegu spurningum hvort hún væri gift og hvort það væri ástæðan fyrir því að hún laðaði að sér alla þessa kallmenn! Ekki heyrt það fyrr að það laði að kallmenn... hittum líka íslenska stráka sem tóku stjórnina í tónlistarmálum og skelltu sér upp á svið til að taka lagið þar sem hljómsveit staðarins var víst ekki alveg að gera sig, ansi gott og fróðlegt djamm, tókum þó engan hjólataxa, enda kannski heilsu okkar fyrir bestu :o)
Sunnudagurinn var notaður í almenna þynnkuleti, skellt sér í þynnkuborgara á makkann og komið svo heim að pakka, Hjördís hélt svo heim á leið á mánudagsmorgun... Vona þó að það verði stutt í næstu ferð hennar hingað út, fullt sem við eigum eftir að gera, t.d. kanna alla þessa djammstaði sem við vorum búnar að planleggja að kíkja á...
En nú er víst kominn 15. mars og kominn tími til að fara hægja á sér í djamminu og byrja að lesa eitthvað af viti fyrir þennan skóla... Hér í baunalandi er ennþá SKÍTAKULDI, danir eiga bara ekki orð yfir þessu veðurfari, það byrjaði aftur að snjóa í dag, gamli snjórinn ekki einu sinni farinn!! Vona að það fari nú eitthvað að hlýna hér hjá mér svo ég geti farið að monta mig af veðurblíðunni við ykkur klakabúa, en kveð í bili enda bloggið orðið endalaust langt... over and out - Rannslan ;o)

7 Comments:

At mars 16, 2006 12:50 f.h., Blogger Hjördís said...

hahahaha æj já!!

Rannveig... leigubílstjórinn var EKKI frá Indlandi... sem er þó í Asíu... úffff

en ég átta mig betur og betur á því hvað það er kalt í DK... hér er nebla bara hlýtt og bráðum verðum við komin á kvartara!!

Ætla að reyna að kíkja á þig í Mai..

kyss kyss mössum skólana okkar núna !!

 
At mars 16, 2006 1:04 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Og ÞÚ ert að tala um ruglið sem MÉR dettur í hug að gera/skrifa!! ;)

 
At mars 16, 2006 7:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hahahahah!!!! greinilega góð helgi að baki, alger snilld : ) flott líka að lenda í prumpupúkanum!! en hvað var eiginlega með taxagaurinn?? indverskur (sem er þó í asíu) en samt sem áður frá reykjavík?? whoooot?

 
At mars 18, 2006 2:20 e.h., Blogger Hjördís said...

já skooooo hann var frá Bankog en fyrst sagðist hann vera frá Reykjavík en Rannveig hélt... hahaha æ flókið... þetta var bara fyndið :p

 
At mars 18, 2006 2:25 e.h., Blogger Hjördís said...

var að lesa þetta aftur.. þetta með prumpið er náttúrulega óborganlegt... ligg í kasti hérna !!

 
At mars 18, 2006 6:41 e.h., Blogger Ranna said...

haha Hjördís bara kommentar og kommentar...gaman að þessu...sorry að ég sé svona léleg í landafræði en er Bankok ekki einhver borg á indlandi, aða var það Tælandi??

 
At mars 21, 2006 9:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ skvís, maður verður eiginlega abbó út í alla gestina sem koma til þín, ég væri sko alveg til í langa helgarferð til Köben, en BABABABA heitir það víst og gengur fyrir :(

Vinnu alkin okkar er enn að vinna jafnmikið, nýjast á dagskrá hjá mér er að hvetja til að vinna ekki meira en aðra hvora helgi í sumar :)

Hafðu það sem best skvís og við sjáumst svo í maí-júni býst ég nú við :)
KvEva

 

Skrifa ummæli

<< Home