Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

sunnudagur, apríl 30, 2006

Loksins kominn MAÍ :o)

Jebb jebb það er víst alveg á hreinu að það er kominn tími á eins og eitt stykki danskt fréttaskeyti... Held þessi bloggleti mín tengist því að ég hef verið að bíða eftir að aprílmánuður kláraðist...þannig að nú eru vonandi bjartari tímar framundan í blogginu með hækkandi sól í maímánuði :o)
Það eru víst nóg af fréttum af Rönnslunni, spurning hvar maður eigi að byrja á þessu og hvað sé prenthæft hér á netinu... ;o)
Allavega... Rannslan skellti sér í klippingu um daginn til íslenskrar konu sem sér um að klippa íslendingana hér á kollegíinu, jebb veit þetta er eins og lítið þorp hér :o) Allavega var ég orðin svo ógeðslega leið á síða faxinu sem ég var komin með að ég ég fékk mér stutt, og leyfði henni svo að ráða litavalinu á hárinu...úkoman var rauðbrúnt :o) Ég er allavega mjög sátt og hef ekki enn fengið neikvæð komment á þetta þannig að þetta getur ekki verið mjög slæmt :o)
Eftir frekar djammlausan seinnipart aprílmánuðs, að undanskildu einu föstudagskvöldi hjá Evu og Jökli (saga kvöldsins ekki birtingarhæf hér á alheimsnetinu), sér Rannslan fram á bjarta tíma í maímánuði! Næstu helgi lendir Bryndís hér á danskri grunudu og ætlar að aðstoða Rönnsluna við að trylla lýðinn yfir afmælishelgina okkar, en eins og alþjóð veit eigum við báðra afmæli 7. maí :o)
Fimmtudeginum efti að Bryndís fer ætlar Rannslan svo að leggja land undir fót og skella sér til Höllu sys sem býr þessa dagana á Salamanca á Spáni :o) Þar hefur yngri útgáfa Rönnslunar semsagt haldið til síðustu mánuði undir þeirri yfirskrift að hún sé þar til þess að læra spænsku...en þar sem að ég þekki nú mitt heimafólk er það vitað mál að hún hefur haldið uppi djammstuði þar síðan hún kom ásamt 2 öðrum eyjadömum, skilst að þær séu orðnar vel þekktar í borginni :o) Þar mun Rannslan dveljast fram á sunnudag, og geri ráð fyrir því að ærlega verði slett úr kaufunum á börum borgarinnar, milli þess sem verslunargötur borgarinnar verða þræddar :o)
Þá hafið þið það lesendur góðir, Maímánuður verður semsagt skemmtanamánuðurinn mikil, allavega fyrrihlut hans... reikna nú svo með því að trappa þetta aðeins niður þegar ég kem heim frá Spáni þar sem að þá fer að líða að prófum, og yndislegur próflesturinn mun taka við... En reikna nú samt með að taka eins og eitt tjútt á eurovison, enda kollegíið morandi í íslendingum og ef ég þekki þá rétt verður slegið upp eins og einu stykki eurovisionpartýi :o)
Held ég segi þetta gott í bili, best að fara undirbúa sig andlega fyrir danskan fyrirlestur sem ég á víst að halda kl 9 í fyrramálið...þegar hann verður búinn verður bara gleði gleði fram til 15. maí!!!
P.s. hér er búið að vera sól og blíða síðustu daga, þó svo að hitinn hafi kannski ekki verið voða hár nú um helgina, þannig að sumarið er komið til Köben og kominn tími á að fara fjárfesta í sólarvörn, tala ekki um þegar maður skreppur niðureftir til Spánar... Vona að þið hafið það gott í svalanum heima á klaka ;o)

8 Comments:

At maí 01, 2006 4:59 e.h., Blogger dröfn said...

jeiiii.... var farin að halda að rannslan ætti secret loverboy einhversstaðar í köben, eða jafnvel bara á botni einhverjar vínflöskunnar, algjörlega í tómu tjóni!!
virkilega spennandi tímar framundan með gleðina í fararbroddi.. bara gaman!!
hlökkum öll rosalega til að fá þig heim rúslan mín.
knúsi knús, Bröbban þín

 
At maí 01, 2006 6:01 e.h., Blogger Hjördís said...

en það var ekki kominn mai :-)

oh já júní verður sko ekki síðri en mai !! bara gaman :-)

 
At maí 01, 2006 11:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Má ég segja söguna af partýinu sem þú fórst í hjá Evu og Jökli ? Finnst skömm að því að heimurinn missi af svona skemmtilegri sögu, allavega hló ég nógu mikið þegar Hjördís sagði mér hana :-)

Kv. Smári Jökull

 
At maí 02, 2006 12:28 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Auðvita veit alþjóð hvaða merku pæjur eiga afmæli 7 maí. Ég hef mikla trú á að þið eigið eftir að standa ykkur með sóma á afmælisdeginum.

 
At maí 02, 2006 12:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já við verðum sko okkur og öðrum Íslendingum til sóma, á því leikur enginn vafi! :) skilst að við séum boðnar í "græju"-partý og alles, ekki veitir af ;)

Hlakka ýkt til, bara 3 vinnudagar eftir!!! :D

 
At maí 02, 2006 11:21 e.h., Blogger Ranna said...

Hehe NEI Smáir minn þú mátt ekki segja þessa sögu... hún er ekki prenhæf á netinu!

En jebb ég og Bryndís munum verða öllum Íslendingum til mikils sóma hér á afmælisdaginn, eins og ég er nú alltaf hér í Köben ;o)

 
At maí 03, 2006 10:50 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég get ekki alveg tekið undir með þér að þú sért alltaf til sóma í köben!! ég veit ekki betur en þú sért í straffi í öllum hjólatöxum landsins!!!
....ef það er eitthvern tíman tími til að haga sér illa og hafa afsökun fyrir því, þá er það um afmælishelgina;)

 
At maí 03, 2006 12:49 e.h., Blogger Regnhlif said...

Oh. Öfunda þig geðveikt af því að fara til Salamanca. Það er uppáhaldsstaðurinn minn í öllum heiminum. Systir þín þekkir örugglega allt þarna en ég mæli með því að þú farir á Jackos, ódýrir drykkir í lítersglösum, og á chupitería (ódýr skot) og á Irish, alltaf gaman þar, og og og... æ. Mig langar að fara þangað!!

 

Skrifa ummæli

<< Home