Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

fimmtudagur, mars 15, 2007

Danir í menningarsjokki

Sá mig neydda til að koma með eins og eitt fréttaskeyti úr danmörkinni, eftir að mér fóru að berast póstar um það hvort ég væri enn á lífi! Jújú Rannslan lifir enn góðu lífi hér í Köben, svosem ekki mikið fréttnæmt héðan eftir að íslensku skonsurnar yfirgáfu borgina. Þarf auðvitað ekki að taka það fram að þessir 5 dagar sem þær dvöldu í borginni voru hreint út sagt frábærir í alla staði! Enda eðalskvísur þar á ferð, margar skemmtilegar sögur til af þeirri ferð, en ætla þó að taka þann pól í hæðinni að vera ekki að birta þær hér á alheimsnetinu, annars kom kúbufarinn Dröfn með hinn fínasta pistil um dk ferðinna. Er þó ekki frá því að köbenbúar og þá aðalega danskir drengir séu enn í hálfgerðu menningarsjokki eftir framgöngu íslensku skonsanna hér í Köben, við erum víst ekki eins dannaðar og dönsku dömurnar, og ég sem hélt ég væri að verða svo dönsk... Best að halda sig bara við íslenska brussuskapinn, enda erum við íslensku miklu hressari og skemmtilegri en þessar dönnuðu dömur :o)
Eftir að skonsurnar yfirgáfu borgina var slakað á í nokkra daga og reynt að sinna blessuðum skólanum sem skildi...En ranna var ekki lengi í afslöppun, matarboð, stelpnapartý með singstar og þess á milli var kollegíbarinn aðeins heimsóttur...þannig að það er ljóst að þessi marsmánuður sem átti að vera svo rólegur og afslappandi hefur eitthvað farið fyrir ofan garð og neðan hvað það varðar...
En nóg af djammsögum í bili...nú situr Rannslan sveitt við ba-verkefni samhliða djamminu, þannig að það er ljóst að eitthvað verður að víkja...spurning hvað það verður ;o)
Styttist svo í að Baunin komi heim á klaka, á flug heim 29. mars þar sem ég mun eyða páskunum heima, ásamt því að taka starfsnámið mitt. Verð heima þar til 15. apríl, allir að koma sér í gang með að plana skemmtilega dagskrá fyrir dönsku Baunina :o)
Segi þetta nóg í bili af fréttum úr sumarveðrinu í Köben.
Venlig hilsen, danska Baunin :o)