Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

miðvikudagur, desember 12, 2007

9 dagar í Ísland!

Hó hó hó hvað segir fólkið?
Af okkur er allt gott að frétta héðan úr lærdómnum í Köben. Rannslan er á síðustu metrunum með Ba-ritgerðina....þetta er semsagt vonandi að hafast, búið að vera langt og strangt ferli, en ótrúlega gaman að sjá loks fyrir endann á þessu.
Annars er nú bara kominn jólafílingur í okkur, farin að hlusta á jólalög og búin að versla allar jólagjafir :o) Hér vantar þó allan jólasnjó...vona bara að það verði eitthvað eftir á Klakanum þegar við komum heim. Okkur er farið að hlakka rosa mikið til að koma heim og komast í smá pásu frá skólanum.
Jóli virðist loksins hafa fattað að ég sé flutt til Danmörku, þar sem að hann kom við í mínum glugga í nótt. Skellti reyndar gjöfinni í jólasokk og hengdi á svefnherbergishurðian. En rosalega var ég nú ánægð með Jóla gamal, sérstaklega þar sem hann troðfyllti sokkinn af gjöfum ;o)

En segjum þetta nóg í bili úr lærdómnum í Köben.