Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

sunnudagur, september 17, 2006

Pottapartý og stuð :o)

Jæja best að koma með smá fréttir úr sólinni hér í Köben ;o)
Allt fínt að frétta, búin að vera bongó blíða síðustu daga, ekki amalegt að vera á stuttermabol og kvartbuxum fram á kvöld... Þessi einmuna veðurblíða var líka vel nýtt á föstudagskvöldið, þegar Rannslan skellti sér á óvænt en skemmtilegt djamm hér á Kagså. Skellti mér á Kollegíbarinn með 3 strákum sem búa hér á kollegínu, fengið sér bjór og spilað fótboltaspil... hljómar þetta nokkuð strákalegt djamm?? Allavega var Rannsla mjög fegin þegar Eva kom fljúgandi inn um bardyrnar, eftir stutt djamm í bænum :o) Mikið stuð og mikið blaðrað það sem eftir var af kvöldinu, stungum strákana af í smá stelpupartý en enduðum svo kvöldið á að taka eitt gott pottapartý heima hjá Evu með stelpum og strákum ;o) Þar var Rannslan í því hlutverki að draga fólk ofan í pottinn í fötunum og sprauta á þá sem ætluðu ekki að hætta sér ofaní...Fínasta upphitun fyrir Búlgaríuferðina mína sem ég legg í á fimmtudaginn, grunar að það verði nóg af sundlaugar og pottapartýum þar, allavega nóg af djammi og tjútti, hlakka alveg geggjað mikið til!!!
Hilsen, Potta-Baunin

miðvikudagur, september 06, 2006

Sumrinu lokið

Jæja þá er íslenska sumarið á enda og baunin sest að nýju á skólabekk á danskri grund. Verð að segja að það var mun skárra en ég hafði gert mér í hugarlund að koma aftur hingað út, danskan lét ekki svo illa í eyrum og veðrið og bjórinn góður að vanda ;o)
Fyrsti skóladagurinn var á þriðjudag, þar sem mætt var í skólann kl 10 og setið í fyrirlestrum til kl 17 hjá 2 kennurum sem mætti nú alveg fara að endurnýja, ekki langt þar til þeir komast á eftirlaun allavega...kallgreyið talaði svo lágt og hægt að maður átti í mestu vandræðum með að halda sér vakandi í þessa 3 tíma sem fyrirlesturinn stóð yfir, og kellan lítil og þybbin GRYBBA, greinilegt að hún ætlar ekki að láta neinn vaða yfir sig þessi elska... þannig danskir þriðjudagar verða ekki verulega spennandi næstu mánuðina...
Lífinu hefur síðan verið tekið með statískri ró að dönskum sið, lítið stress...helst þessi fjandans landsleikur sem við vorum að tapa núna rétt í þessu! Get ekki sagt að ég sé stolt af því að vera íslendingur hér í danmörku í dag eftir þessa spilamensku! Kemur sér vel að stelpurnar í bekknum eru ekki mikil fótboltanörd þannig að ég ætti alveg að geta komist í gegnum skóladaginn á morgun, þ.e.a.s. ef nýju kennararnir gera mér ekki lífið leitt, verður spennandi að sjá hvaða gúrú þeir senda á okkur á morgun, geta allavega ekki verið mikið eldri en þessir 2 sem við fengum á þriðjudag.
Med venlig hilsen danska Baunin