Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

fimmtudagur, mars 27, 2008

Marsfréttir úr Dk

Godt dag, Godt dag!! Hvordan har vi det så í dag.... Hvað segir fólkið. Loksins nennir Rannslan að setjast niður og skrifa smá fréttapistil handa Klakabúum. Af okkur Atla er allt gott að frétta, búið að vera nóg að gera í mánuðinum, heimsóknir og ferðalög ásamt vinnu og skóla. Mánuðurinn byrjaði á því að við fengum mömmu og pabba í heimsókn til okkar. Það var auðvitað frábært, farið í tuskubúðir með múttu á meðan pabbi og Atli kíktu á græjurnar. Elduðum góðan mat og kíktum út að borða á Nyhavn með Hildi frænku og Mads kærastanum hennar, mjög vel heppnað kvöld!
Á laugardegi fyrir páska tókum við Atli okkur til og tókum okkur dagsreisu til Svíþjóðar. Byrjuðum á að fara upp til Helsingør sem er hér í Danmörku, löbbuðum þar út og kíktum í búðir. Fórum svo yfir til Helsingborg í Svíþjóð með ferjunni. Þar var margt skemmtilegt að skoða, fórum meðal annars á Elvis kaffihús/matsölustað og fengum heimsins stærsta hamborgara með djúsí feitum frönskum (ekki skrítið að kóngurinn hafi dáið snemma). Löbbuðum svo um bæinn, fórum upp í kastala þar sem útsýnið var frábært, sáum m.a. yfir til Danmerkur! Frá Helsingborg var svo haldið til háskólabæjarins Lundar, þar skoðuðum við auðvitað háskólann og Dómkirkjuna þeirra. Að lokum var brunað til Malmö þar sem ýmislegt var skoðað, m.a. risastórt eggjalistaverk, Turn torso byggingin og margt fleira. Eftir þetta ferðalag var svo lestin tekin heim til Herlev. Myndir af ferðinni eru komnar inn í Albúm 7 ásamt fleiri myndum af okkur hér í dk.
Á Páskadag var svo haldið í heljarinnar dinner til Bjössa niður á Amager. Þar voru saman komnir 11 Íslendingar í páskamat þar sem deilt var niður á fólk hvað það ætti að koma með, við Atli sáum um að koma með Íslenskt læri og var það einkar vinsælt. Þetta var rosa gaman og ekki laust við að maður hafi borðað yfir sig...
Annars er held ég ekki mikið að frétta af okkur skötuhjúum, vika í að Rannslan haldi í helgarferð uppá klaka :o) Verður ljúft að koma heim og hitta familíið og vinina.
En segi þetta nóg í bili, endilega kíkið á myndirnar sem ég sett í albúm 7, væri líka gaman að fá komment á þær :o)

mánudagur, mars 03, 2008

Íslandsferð í apríl

Sælt veri fólkið, kominn tími á að segja smá fréttir héðan úr Köben. Af okkur er allt gott að frétta, Rannslan loks byrjuð í skólanum og líkar bara vel, gott að brjóta aðeins upp vinnuna með smá skóla. Annars eru helstu fréttir að Mútta og Pabbi ætla að koma í heimsókn til okkar Atla yfir helgina og hlakkar mig ekkert smá mikið til! Loksins fær maður að sýna þeim Kagsåhöllina okkar :o)
Þar sem Rannslan er orðin svo múruð eftir alla vinnuna ákvað hún að skella sér í smá helgarferð heim til Íslands, enda orðið alltof langt síðan maður hefur hitt vinkonurnar og tekið almennilegt Klakadjamm :o) Rannslan mun mæta á Klakann 3. apríl og dveljast til og með 7. apríl, býst við móttökunefnd og lúðrasveit á flugvellinum :o)
Annars bara allt gott að frétta, Atli gerði sér lítið fyrir og rúllaði upp fótboltamóti sem þeir tóku þátt í síðustu helgi. Að launum fyrir fyrsta sætið fékk hann flugmiða heim og til baka, nokkuð góður kallinn :o)
Held ég hafi voða lítið annað að segja í bili héðan úr Danmörkinni, bara farið að vora hér hjá okkur, allavega enginn snjór og læti eins og heima. Væri nú voða gott ef sumarið kæmi bara snemnma til okkar hér í Köben :o)