Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

mánudagur, febrúar 05, 2007

17 dagar!

Jæja þá er þessu janúar-skólafríi mínu að ljúka, skólinn tekur við á morgun. Verða mikil viðbrigði að þurfa aftur að fara vakna fyrir hádegi, en það hefur ekki gerst síðan 19. janúar! Sem betur fer byrjar skólinn á morgun ekki fyrr en kl 14.00 þannig ég ætti að ná að komast á fætur :o)
Annars átti ég hið fínasta laugardagskvöld með nokkrum strákum, byrjaði á því að rúlla 4 strákum upp í póker, síðan var haldið á barinn í bjór og fótboltaspil þar sem Rannslan hélt áfram uppteknum hætti og var ætíð í vinningsliðinu :o) Að lokum var svo kíkt í færeyskt afmælispartý þar sem að ég komst að mörgu skemmtilegu um Færeyinga frændur okkar, eru líkari okkur en mig grunaði, og fékk þessa fínustu æfingu í færeyskunni minni :o)
Annars hefur maður svo bara beðið eftir því að fá fréttir af Kristínu bekkjarsystur, en á von á að hún pungi út eins og einni stelpu á næstu dögum, daman ætlar eitthvað að láta bíða eftir sér, held það séu komnar 2 vikur fram yfir settan tíma...þannig daman hlýtur nú að fara láta sjá sig!
Styttist í að skvísurnar komi hingað til mín, 17 dagar! Hef öruggar heimildir fyrir því að þær séu farnar að hittast hvert kvöld til að dusta rykið af ryðgaðri skóladönskunni...ekki veitir af, því ekki mun ég tala annað en linamjúkt baunamálið við þær dömur. En ætla þó að gefa þeim nokkur orð og frasa sem verða að vera á hreinu fyrir Köbenkomu:
1) Fire øl, tak! (duglegar ad blæda á línuna)
2) Hvor finder jeg cykletaxi...
3) I hvilken retning er Amager...
4) Jeg taler ikke nogen dansk, er kun en fuld islænding...(svona ef løggan kæmi á svædid)
Ættuð að komast lífs af með þessa frasa á hreinu...
En segjum þetta nóg í bili frá Baunini í Köben ;o)

föstudagur, febrúar 02, 2007

Tóri enn...

Eftir langa og góða afslöppun eftir prófin hefur danska baunin tekið við sér og ákveðið að blogga aðeins. Prófin gengu sæmilega, munnlega aftakan var ekki eins slæm og ég bjóst við, náði þeim fja... allavega. Eftir síðasta prófið var tekið hressilegt djamm á hinum fræga Kagsaakollegíbar ásamt fjölda Íslendinga og skálað fyrir próflokum. Ef marka má heilsuna daginn eftir var kannski aðeins of vel tekið á því...en grunar að þetta hafi þó bara verið smá upphitun miða við það sem koma skal 22. febrúar þegar Eyjaskvísurnar 3 Hjördís, Eyrún og Dröfn koma til Köben, ekki nema 20 dagar í þær :o)
Síðustu 2 vikur hafa svo liðið í mjög mikilli afslöppun og leti, HM hefur þó séð um að halda mér gangandi, horft á flest alla leiki sem hafa verið sýndir hér í Danmörkinni...hef þó bara fengið að sjá 2 Íslenska leiki...en maður reddar sér með því að hringja bara heim í gegnum sype og fá lýsingu gegnum símann :o)
Get þó viðurkennt það að Danmörk - Ísland tók mikið á hvort sem talað er um andlega eða líkamlega, mikið hoppað og öskrað í þeim leik. Ætla ekki að reyna að lýsa þeim ömurlegheitum að þurfa vera föst í baunalandinu eftir það tap, danirnir í blokkinni minni höfðu nú samt vit á því að nefna þennan leik sem minnst...greinilega farnir að þekkja skapstyggð Rönnslunar þegar íslenskar íþróttir eiga í hlut. Fannst því ekki leiðinlegt að sjá Dani tapa gegn Pólverjum eftir 2x framlengdan leik...lét þó sem minnst á því bera á meðan leiknum stóð, þar sem ég hefði þá sennilega verið líflátin á staðnum með alla öskrandi Danina í kringum mig...
Annars er lítið um fréttir út Danmörkinni, skólinn að hefjast aftur í næstu viku og svo er andlegur og líkamlegur undirbúningur hafinn fyrir komu stelpnanna...grunar að það verði mun meira fréttnæmt efni í blogg eftir að þær yfirgefa borgina :o)
Med venlig hilsen, danska baunin.