Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

sunnudagur, febrúar 19, 2006

Amma dreki í Köben!

Jæja þá er enn ein crazy helgin liðin! Veit ekki hvernig þetta á eftir að enda hérna hjá mér, sennilega líður ekki á löngu þar til ég verð orðin þekkt í miðbæ köben fyrir djamm og djúserí með snarbiluðum Íslendingum :o)
Að þessu sinni var það Ásta föðursystir (öðru nafni amma dreki), ásamt Rönku (öðru nafni amma ísbjörn) vinkonu sinni og Kristínu dóttur hennar sem að máluðu pöbbana rauða með mér...Hins vegar tók amma dreki af mér loforð um að blogga pent og fínt um helgardvöl hennar hér í Köben, þar sem hún er nú komin langt á fimmtugsaldurinn og vill ekki verða höggvin af ættratrénu, því verður því allra svæsnasta sleppt hér ;o)
Laugardagskvöldið byrjaði allavega snemma í góðum kínverskum málsverði heima í íbúð hjá Kristínu og Kára, sem var skolað niður með ísköldum bjór og nokkrum tópasskotum. Þar var horft/hlustað á Eurovision í gegnum netið og úrslitunum fagnað ógurlega. Eftir keppnina var aðeins hitað betur upp með bjór og tópast ásamt ýmsum fleiri brjóstastyrkjandi veigum sem voru þar á boðstólum... Þá drifu gellurnar sig niður í bæ, en Kári greyið var skilinn eftir heima til að passa. Það voru einstaklega hressar og föngulegar dömur sem skunduðu í bæinn þetta laugardagskvöld, amma dreki skar sig vel út í eiturgrænum jakka, nískupúkabuxum og aumingjastígvélum, amma ísbjörn, ein stresshrúga, einnig klædd í nískupúkabuxur (þetta er víst það flottasta í tískunni hjá þessum fertugu...), hoppandi hérahopp hér og þar, ásamt því að leggja sig í líma við að labba ekki niður runna og ljósastaura, en það hafið verið stundað nokkuð í ferðinni :o) Við Kristín skemmtum okkur svo konunglega með þessum 2 eðal-ömmum! Það var rölt á milli ýmissa írskra pöbba og tékkað á stemmingunni, amma dreki steig síðan trylltan pissudans á miðju Ráðhústorgi, held ég hafi sjaldan séð nokkuð fyndnara! Hún var einnig staðráðin í að koma mér út, og voru þær 3 búnar að finna hitt fínasta mannsefni handa mér og gekk allt eins og í sögu þar til að við komumst að því að hann var HOMMI...eða það héldum við allavega í fyrstu, amma dreki komst síðan að því að það var um misskiling að ræða, en það víst aðeins of seint...(ef þeir eru ekki rónar þá eru þeir hommar! held ég gefist bara upp...)
Amma dreki var síðan æst í að taka hjólataxa heim eftir að hafa frétt af svaðilförum mínum um síðustu helgi, það var þó ekki hættandi að taka kappaksturinn á þetta þar sem að sú gamla gæti fengið fyrir hjartað... En þetta varð nú samt soldið skondin hjólataxaferð, þar sem að ég og amma dreki sátum í vagninum, fundum okkur ungan strák til að hjóla með okkur, og hjólarinn sem átti hjólið fékk að sitja í fanginu á okkur ömmu dreka, létum svo greyið strákinn borgar fyrir ferðina, þó svo að hann hafi séð um að hjóla með okkur! Held að ég verði ströffuð næst þegar ég ætla að taka hjólataxa...orðin þekkt á meðal þessara fáu hjólataxahjólara...
En ætli þetta sé ekki orðið nógu gott af sögum helgarinnar, aðrar sögur eru ekki prenthæfar, hvað þá til birtingar á netinu...ég þakka bara fyrir frábæra helgi, bíð spennt eftir hvað gerist næstu helgi, mamma og pabbi á leið hingað út til mín...

Ég var víst klukkuð af góðri vinkonu, en ætla að geyma það til morguns, hef ekki orku í að svara þeim lista núna... Svo er maður bara orðinn heimsfrægur heima á íslandi, farnar að birtast djammmyndir af mér í aðal glanstímariti landsins, Fréttablaðinu! Heitir aðdáendur geta skráð sig í kommentakerfið og ég sendi þeim áritaða mynd :o)

mánudagur, febrúar 13, 2006

Hvar eru hjálmarnir!

Sniff sniff þá er frábærasta helgi ever liðin, þvílík og önnur eins snild! Föstudagurinn rann upp og Tommi og Eyrún, ásamt fylgdarlið Appelbúðarinnar mættu til Kóngsins Köben til að trylla lýðinn. Eftir ágætis búðarráp var skundað niður á Nyhavn á hótelið þeirra, komið við í Maria kiosk og keyptur kaldur öllari til þess að svala verslunarþorstanum. Þau skötuhjú fóru svo út að borða með Appelliðinu, en ég græjaði mig fyrir kvöldið, var svo sótt af einum úr títtnefndu Appelliði :o)
Þá var skundað á djammið, byrjað á fínum stað á strikinu og svo fært sig yfir á Köbenhavners jasshous, þar sem að Rannslan kíkti á nokkra róna, en ekkert gekk ;o) og því voru teknir nokkrir frábærir danstaktar, með og án slæðu...
Eftir þetta megafjör var skundað heim á hótel, en þar sem við drottningarnar vorum orðnar svo dauðað í löppunum eftir tjúttið og búðarrápið ákváðum við að taka taxahjól heim.
Það er svona hjól með vagni aftaní og blæju yfir, þar sem 2 geta sitið, yfirleitt eru þetta pör sem taka svona, sitja voða rómó og láta hjólarann hjóla með sig í rólegheitum um stræti borgarinnar, en það varð nú aldeilis ekki raunin hjá okkur Eyrúnu... Strákarnir voru nú fyrst með einhverja kallrembustæla og sögðu að þeir ætluðu sko bara að labba, en leið og það kom annað svona taxahjól, voru þeir ekki lengi að hoppa uppí, og þá hófst nú fjörið ;o) Okkar taxahjólari var rétt að koma sér af stað í rólegheitum með okkur drottningarnar, þegar við heyrum fyrir aftan okkur "follow that car". Við vorum ekki lengi að kveikja á perunni og upphófst ægilegur kappakstur heim á hótel.
Ég var víst mjög æst í að vinna þessa keppni eins og Eyrún og barði greyið hjólarann okkar óspart áfram og gargaði "faster, farster, can´t you go faster!!" Milli þess sem ég barði greyið áfram var ég í því að fylgjast með hinu taxahjólinu sem strákarnir voru í, það gekk ekki alveg nógu vel með blægjuna svona yfir okkur, þannig að okkur tókst einhvernvegin að rústa henni, þannig að hún flögraði þarna fram og til baka, vorum búnar að koma henni einhvernvegin framfyrir okkur, þannig að ég gat fylgst vel með því hvar strákarnir voru og haldið þeim í skefjum með því að ýta þeim alltaf aftar, þegar þeir komu of nálægt, milli þess sem ég reglulega barði hjólarann okkar áfram (hann komst ekki úr sporunum greyið). Á einstaka stöðum rak ég síðan upp ógurleg gól, þar sem að mér fannst vagninn alltaf vera að velta í beygjunum, (hjólarinn keyrði jú á ofsahraða (15 km/klst eða svo)) og spurði Eyrúnu í sífellu um hjálmana, hvar í andsk. hjálmarnir væru, hvort við ættum ekki að hafa svoleiðis á höfðinu!
Þegar við komum niður á hótel ætlaði hjólarinn okkar ekki að geta stunið upp verðinu því hann náði varla andanum af þreytu, á meðan hjólarinn hjá strákunum lá enn í hláturskasti með þeim 2. En semsagt unnum við drtottningarnar þennan æsispennandi kappakstur, enda kom ekki til mála að láta 2 stráka vinna okkur dömurnar!
Á laugardeginum var síðan vaknað í hlátursþynnku og gærkvöldið rifjað upp ásamt því að þramma strikið fram og til baka og versla sig upp fyrir næsta djammkvöld. Um kvöldið var haldið á þorrablót Íslendingafélagsins, þar sem var alveg feiknar stuð, sixtees spilaði undir trylltum dansi mörghundruð íslendinga, meðal annars rönnslunnar, var farin að dansa upp á stólum, en sem betur fer fór ég ekki upp á borð, það hefði ekki getað endað vel, nógu erfitt var að halda jafnvægi á stólnum. Eftir að íslendingaballinu lauk, var komið við á nokkrum börum á leiðinni heim á hótel, og auðvitað tekinn hjólataxi heim, en sem betur fer fyrir hjólaran, höfðum við Eyrún engan að keppa við, þannig að það var bara tekin rólegheit á þetta. Þegar heim við komum heim á hótel fannst okkur ekki vera kominn háttatími og ætluðum að starta eins og einu góðu partýi, þar tók partýhaldari á móti okkur á skær APPELSÍNUGULUM boxernærbuxum og náttúrulegri/lifandi lopapeysu (það skal tekið fram að hér er ekki verið að tala um Tomma!) Held ég hafi ekki séð hana Eyrúnu hlægja jafn ógeðslega mikið áður, hún gjörsamlega lippaðist í gólfið úr hlátri, ekki skánaði það þegar partýhaldari náði í eitt stykki stutt handklæði til að fela lifandi lopapeysuna sína... við fengum síðan að sjá hverslags úrvals stílisti hann var þar sem hann átti APPELSÍNUGULAN bol og APPELSÍNUGULA sokka í stíl, endaði í ágætis spjallpartýi. En APPELSÍNUGULUR tvímælalaust litur helgarinnar :o)

Vill bara þakka fyrir alveg frábæra helgi, hún hefði ekki getað heppnast betur, það er alveg á hreinu. Bíð spennt eftir næstu ferð ykkar hingað út! Styttist reyndar í Hjördísi, grunar að það verði álíka skemmtilegt :o)
En held þetta sé komið nóg í bili af fréttum úr djammsinsKöben ;o)

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Kommunikationshandicap

Verð bara að deila með ykkur reynslu minni af einum furðulegasta skólatíma sem ég hef setið um æfina, og er ég nú samt ýmsu vön frá síðustu önn hér úr baunalandi! Ég mætti semsagt í minn fyrsta tíma í Kommunikationshandicap í dag, sem myndi þýðast yfir á íslensku sem samskiptafötlun, eða fötlun sem hefur áhrif á samskipti. Tíminn byrjaði nokkuð vel þar sem að ég var alveg í skýjunum yfir að skilja loks kennarann almennilega, þar sem að fyrir áramót var ekki nokkur leið fyrir mig að skilja hvað kom út úr þessum gamla, danska barka...danskan greinilega öll að koma :o)
En Ranna var ekki lengi í Paradís! Eftir stutta kynningu á námskeiðinu var útdeilt eyrnatöppum til okkar og við beðin um að stinga þeim í eyrun og hafa allan tímann, til þess að geta upplifað hvernig heyrnardaufir upplifa umhverfi sitt! og ég sem var svo ánægð með að skilja fjand... kallinn heyrði nú varla neitt sem hann sagði og hvað þá skildi! En þetta var ekki það eina... Eftir smá stund dró hann upp nokkur stykki bambusprik og svona augnleppa (eins og gamlar kellur nota til að geta sofið í birtu, svona stór leppi með teygju sem maður setur aftur fyrir haus). Allavega nú áttum við að skipta okkur niður í hópa, 3 og 3 saman, einn átti að vera blindur og heyrnalaus (semsagt skella augnleppunum á sig, eyrnatöppunum í eyrun og hafa bambusstafinn að vopni, hann gengdi víst hlutverki blindrastafs...), einn átti að vera heyrnalaus (semsagt troða eyrnatöppum í eyrað) og svo var einn sem fékk að hafa öll skynfæri í lagi, hann átti að sjá um að gæda þann blinda og heyrnalausa, við áttum svo að skipta reglulega um hlutverk. Svo var þessum hópum sagt að drífa sig út að labba um skólann og skólalóðina, get svarið það að mér hefur sjaldan liðið jafn kjánalega, út um allan skóla æddu misklárt fatlaðfól, klessandi á, berjandi bambusstöfum (blindrastöfum) til og frá um gólfin, hrópandi í tíma og ótíma HA HA, HVAD SIGER DU?!! Enda 2 í hópnum heyrnadaufir með eindæmum... Hallast samt að því að af þessu þrennu hafi verið best að vera blindur og heyrnalaus, maður sá þá allavega ekki furðusvipina á öðrum skólafélögum sem vissu vart hvað á sig stóð veðrið þegar þeir voru óvart lamdir með bambursstaf eða rekist allharkalega utan í þá!! En það er ekki hægt að segja annað en að þetta nám mitt sé MJÖG fjölbreytt og áhugavert! :o)

Að lokum vildi ég óska uppáhaldsfrænkunni minni heima henni Birnu Steingrímsdóttur til hamingju með 13 ára afmælið! Ótrúlegt hvað tíminn flýgur, finnst eins og það hafi verið í gær þegar hún mætti í heimsókn til eyja í pysjuveiðar og var dregin í heilsugöngur með Bínu frænku... Færð allavega koss og knús frá Rönnu frænku í Köben :o)

Bið að heylsa í bili, fatlað fól í baunalandi

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Ölpeningur!

Smá pæling hér, ég hef nú alltaf verið á móti því að spilia með peninga og ekki verið mikið í þeim geira, fer til að mynda aldrei í spilakassa, enda með eindæmum óheppin í þeim málum. En núna í janúar lét ég til leiðast og ákvað að vera með í veðmáli niðri í vinnu um úrslit í leikjum á Em í handbolta, og haldiði ekki bara að ég hafi verið að fá þær fréttir hingað út að ég hafi grísast til að giska á réttar tölur í leik Dana og Spánverja og þar með unnið mér inn 10.800 krónur!! Get nú ekki sagt annað en að það eigi eftir að koma sér MJÖG vel þegar maður kemur heim í JÚNÍ, skítblankur og allslaus. Skipa hér með hann Smarta í Straumsvíkinni sérstakan fjárgæslumann minn, treysti því að hann geymi og ávaxti Ölpeninginn minn vel og eyði honum ekki öllum í hádegispóker (Tek ekki við Dollurum frá Hannesi, til baka!)
Annars var ég að henda inn myndum af Djamminu í Janúar, Albúm 2 hérna hægramegin á síðunni... Ætla svo að taka mér tak og reyna að setja inn eitthvað af gömlum myndum síðan fyrir áramót, maður er að verða soddan tölvunörd ;o)

mánudagur, febrúar 06, 2006

Risin úr dvalanum!


jæja sælir lesendur góðir (ef það eru einhverjir eftir), þá er maður mættur aftur til baunalands og víst mál til komið að rísa upp úr Íslandsbloggleysis-dvalanum!!
Eins og flestir vita hef ég verið heima á Klaka síðan 7. jan í "jóla" fríi. Var svo ljónheppin að fá vinnu þennan tíma, þannig að það kom inn smá peningur sem var þó að mestu notaður í djamm og djúserí, þar sem að ég þurfti að vinna upp allmargar djammlausar helgar frá því úr danmerkurdvölinni. Held ég sé bara ekki frá því að það hafi að mestu tekist að vinna það djammleysi upp á þessum rúmum 3 vikum á klakanum, allavega var mamma gamla farin að hallast að því að ég kæmist bara ekkert aftur út, þar sem að það væri svo mikið að gera í djamminu hjá mér! En það rétt slapp. Allavega var þessi tími sem ég átti heima alveg frábær, byrjaði á því að skella mér á tónleika 7. jan í Laugardagshöllinni, beint í partý á Brávallagötuna og svo í bæinn, heimferðin gat ekki byrjað betur, og hér eftir var ekki aftur snúið, æðislegt að hitta stelpurnar, kíkja í partý, fara í frábært þjóðhátíðarupphitunarpartý sem Smári Jökull og vinir hans héldu (sjá mynd fyrir ofan), vera fastagestur á hinu Huggulega Hressó, skella sér í vísindaferð með viðskiptafræðinni, fara í drykkjukeppni á Pravda, kíkja í nokkur Vökupartý, skreppa á Stælinn, taka nokkra Laugara ásamt fullt fullt af fleiru sem ég man ekki, enda rennur þetta soldið svona saman í eitt.
Annars er það helst að frétta að Halla litla sys er farin til Spánar í spænskuskóla, eða segir okkur það, grunar samt að þetta verði nú að mestu djamm og skemmtilegheit ef hún er eitthvað skyld mér... Allavega er hún komin með blogg þar sem hægt er að fylgjast með því hvernig spænskan sýjast inn viku fyrir viku, ásamt sennilega einhverju af spænskum bjór ;)
Hér í danaveldi er skítakuldi, kaldara en heima á klaka, og búið að kyngja niður snjó í dag með meðfylgjandi skemmtilegheitum í samgöngum, enda danir ekki alveg þeir bestu í vetrarveðrunum...Skólinn byrjaði í dag, allt að komast á fullt þar... Annars býð ég bara eftir fimmtudeginum þegar Eyrún vinkona ætlar að heiðra mig með nærveru sinni og djamma með mér ALLA helgina :) Það er svo Þorrablót Íslendingafélagsins á laugardaginn, þar sem ég hef grun um að það verði slett sæmilega úr klaufunum...
En ætla að fara segja þetta nóg í bili og drífa mig í að setja upp nýja myndasíðu svo ég geti hent inn nokkrum myndum...
Bestu kveðjur frá Baunanum í Danmörku