Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Vor í lofti?

Þá er maður víst komin aftur í baunalandið eftir frábæra dvöl á Klakanum góða. Get þó ekki sagt annað en að maður hafi verið í smá taugaáfalli þegar stigið var úr 9 stiga hita í Köben inn í 7 stiga frost og rok! En maður var fljótur að aðlagast því, greynilega ekki orðin of dönsk. Starfsþjálfunin gekk vonum framar, allir voða ánægðir að frétta af 3 talmeinafræðinemum sem koma vonandi fljótt til starfa, enda er vöntunin víst svaklega heima. Maður gengur þá allavega garenterað í vinnu :o)
Það hefur sjaldan verið svona mikið að gera hjá mér á Klakanum, heimsóknir út og suður, partý, djamm, bíóferð, bókaklúbbur, innflutiningspartý...Frábær ferð í alla staði þó svo að ég hafi næstum orðið úti fyrstu helgina mína heima, en pabbi reddaði því auðvitað :o)
Hér í danaveldi er allt við sama heygarðshornið, 8-10 stiga hiti, ansi notalegt eftir kuldan heima. Hér er enn verið að slá gras, þannig það er nettur vorfílingur í loftinu...sýnist kuldaboli allavega ekkert vera á næsta leyti :o) Eina er að maður er alveg að kafna í skólanum þessa síðustu daga fyrir jólafrí og prófi, hlaðið á mann aukatímum vegna veikinda, verkleg klinik líka og svo eru maður að reyna koma sér almennilega í gang í jólaprófalestrinum... 2 Julefrokostar, verslunar og djammleiðangur með Smára og Eygló og Jólatívolí er eitt af því sem bíður... Einhverstaðar þarna á milli reynir Rannslan að kreysta út tíma til að versla jólagafir áður en haldið er aftur heim á klaka. Þannig það er ekki hægt að segja annað en að það sé full dagskrá næstu 2 vikur..dagarnir ættu þá ekki að vera lengi að líða :o)
Segjum þetta nóg í bili, best að nýta tímann í eitthvað annað en blogg og meira blogg..
Med venlig julehilsen úr Baunalandi :o)

mánudagur, nóvember 06, 2006

Ég hlakka svo til!

Þá er það komið á hreint hvenær ég kem heim á Klaka! Flýg heim 16. nóv og verð þar til 27. nóv! Mamma og Pabbi splæstu í flug handa fátæka námsmanninum sínum, á náttúrulega bestu mömmu og pabba í heimi! :o)
Þannig það eru bara 10 dagar í Rönnsluna...mun vera að mestu í starfsnámi hjá Bryndísi Guðmundsdóttur hjá Talþjálfun Reykjavíkur en sennilega líka eitthvað á heyrnar og talmeinastöðinni (þetta er spes fyrir þig Emilía mín).
Fyrir utan það að vera í starfsnáminu hef ég nú hugsað mér að hitta mann og annan, vona að ég finni eins og eitt gott partý (er Brávallagatan eða H26 ekki game???), nokkrar kaffihúsaferðir og fullt af rúntum, ætti auðveldlega að ná þessu þar sem ég næ nú 2 íslenskum helgum ;o)
Annars er allt fínt að frétta hér úr Köben, í veðurfréttum er það helst að þessi fimbulkuldi sem hefur herjað á Baunabúa er að mestu farinn, en komin rigning í staðin...veit ekki alveg hvort er betra...jú ætli rigningin hafi ekki vinningin þar sem ég þarf ekki lengur að SKAFA af hjólinu mínu á morgnana!
Annars er Rannslan bara að komast í nettan jólafíling þrátt fyrir rigninguna, danskar búðir eru að verða fullar af jóladagatölum, jólasmákökum, jólanammi og bara allsherjar jóladóti...enda kannski ekki skrítið þar sem allir danir eru svo tilboðssjúkir og skipulagðir í öllu að þeir eru búnir að öllum jólainnkaupum í nóvember, hvort sem það er jólaskraut eða jólagjafir...Get þó ekki sagt að ég hafi smitiast af þessu...er ennþá sami íslendingurinn í mér og kaupi allt á síðustu stundu...

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Bbbbbrrrrrrrrrrrrrr

bbbbbbbbbbbrrrrrrrr ég hefði sko betur sleppt því að vera monta mig af þessu góða peysuveðri sem var hér í Köben! Varla búin að setja þá færslu inn þegar fór svoleiðis að hellirigna hér, og svo núna í dag vaknaði ég upp við brjálað rok og snjókomu!! hvað er að gerast?? Þetta veðurfar hefur að sjálfsögðu sett allar samgöngur úr skorðum hér í dk, sama hvort það er á vegum, sjó eða járnbrautirnar...Segi bara thank god að ég þurfti ekki að stíga fæti mínum út fyrir dyr í dag, hefði þá sennilega orðið fyrir kalkskemmdum, skulum vona að þetta batni eitthvað í nótt, þar sem ég þarf að mæta í skólann á morgun :o/
Annars er Rannslan orðin fræg í blokkinni fyrir frammúrskarandi eldamennsku :o) Búið að troða mér í einhvern matarklúbb, þannig ég eldaði þennan dýrindis kjúllarétt á mánudagskvöldið fyrir mig og nokkra sambýlendur mína og er skemmst frá því að segja að þetta vakti mikla lukku. Þannig að nú hlustið þið ekki legnur á kokkasögur af mér frá Hjördísi, það hafa bara verið einhverjir byrjenda örðuleikar á H26 ;o)
Er enn að býða eftir fastri dagsetningu á Íslandsför nú í nóvember, vona að það komi í síðasta lagi í næstu viku...en þó er ekkert því til fyrirstöðu að þið farið að plana fleiri partý og heimsóknir fyrir mig :o)
Knús úr kuldanum og bilnum í Köben, Rannslan