Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

þriðjudagur, maí 06, 2008

Það er komið sumar, sól í heiði skín...


Sælt veri fólkið! Langt síðan síðast, en nenni ekki að vera afsaka það....aðeins bloggleti í Rönnslunni um að kenna. Síðan síðasta færsla var skrifuð hefur nú margt skemmtilegt gerst hér hjá okkur skötuhjúum í Köbenhavn en þar sem gamla liðið er víst farið að kalka aðeins, enda orðin í heild 53 ára!! mun ég aðeins segja frá því nýlegasta.



Undanfarna daga hefur verið æðislegt veður hér, bongóblíða uppá hvern einasta dag! Við Atli nýttum okkur góða veðrið og ákváðum að slá til smá afmælisveislu og bjóða vinum og vandamönnum í sólarkaffi hér í garðinum hjá okkur. Þjófstörtuðum reyndar afmælisveislunni með matarboði kvöldinu áður, þar sem Siggu og Arnari var boðið í ekta íslenskt lambalæri og með því ;o) Eftir matinn var spilað bíóbrot, mjög skemmtilegt bíómyndaspil, þar sem leikararhæfileikar okkar fengu að nóta sín ;o)

Daginn eftir var svo komið að afmæliskaffiboðinu mikla, höfðum við skötuhjú staðið í ströngu við bakstur síðustu 2 daga og er óhætt að segja að veitingarnar hafi runnið ljúft niður með nokkrum lítrum að bjór ;o) Við fengum helling af skemmtilegum gjöfum, m.a. bodsja-sett (kann ekkert að stafsetja þetta), tómatplöntu, grillbók, íslenskt nammi og margt fleira skemmtilegt.

Daginn eftir var svo ákveðið að taka góðan heilsuhjólatúr í góðaveðrinu niður í bæ og Atli prufukeyrði nýja 300 kr hjólið sitt. Við hjóluðum til Arnars og Rögnu og skelltum okkur með þeim á mjög skemmtilegan loppemarket í Bellahøj, þar sem ýmislegir furðuhlutir voru skoðaðir.

Frammundan er svo bara gott veður, (ca. 21-23 stiga hiti), skóli hjá Atla og verkefnaskila hjá Rönnslunni. Rannslan flýgur svo heim á Klaka þann 18. maí og skilur Atlan eftir hér í Köben, en hann þarf víst að klára prófin og kemur ekki heim á sker fyrr en 27. júni.

Skellti inn myndum frá Apríl og afmælisveislunni góðu í Almbúm 8 hér hægra megin á síðunni. Væri voða gaman að fá smá komment á myndirnar :o)

Hilsen úr brakandi blíðu í Köben!