Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

sunnudagur, apríl 30, 2006

Loksins kominn MAÍ :o)

Jebb jebb það er víst alveg á hreinu að það er kominn tími á eins og eitt stykki danskt fréttaskeyti... Held þessi bloggleti mín tengist því að ég hef verið að bíða eftir að aprílmánuður kláraðist...þannig að nú eru vonandi bjartari tímar framundan í blogginu með hækkandi sól í maímánuði :o)
Það eru víst nóg af fréttum af Rönnslunni, spurning hvar maður eigi að byrja á þessu og hvað sé prenthæft hér á netinu... ;o)
Allavega... Rannslan skellti sér í klippingu um daginn til íslenskrar konu sem sér um að klippa íslendingana hér á kollegíinu, jebb veit þetta er eins og lítið þorp hér :o) Allavega var ég orðin svo ógeðslega leið á síða faxinu sem ég var komin með að ég ég fékk mér stutt, og leyfði henni svo að ráða litavalinu á hárinu...úkoman var rauðbrúnt :o) Ég er allavega mjög sátt og hef ekki enn fengið neikvæð komment á þetta þannig að þetta getur ekki verið mjög slæmt :o)
Eftir frekar djammlausan seinnipart aprílmánuðs, að undanskildu einu föstudagskvöldi hjá Evu og Jökli (saga kvöldsins ekki birtingarhæf hér á alheimsnetinu), sér Rannslan fram á bjarta tíma í maímánuði! Næstu helgi lendir Bryndís hér á danskri grunudu og ætlar að aðstoða Rönnsluna við að trylla lýðinn yfir afmælishelgina okkar, en eins og alþjóð veit eigum við báðra afmæli 7. maí :o)
Fimmtudeginum efti að Bryndís fer ætlar Rannslan svo að leggja land undir fót og skella sér til Höllu sys sem býr þessa dagana á Salamanca á Spáni :o) Þar hefur yngri útgáfa Rönnslunar semsagt haldið til síðustu mánuði undir þeirri yfirskrift að hún sé þar til þess að læra spænsku...en þar sem að ég þekki nú mitt heimafólk er það vitað mál að hún hefur haldið uppi djammstuði þar síðan hún kom ásamt 2 öðrum eyjadömum, skilst að þær séu orðnar vel þekktar í borginni :o) Þar mun Rannslan dveljast fram á sunnudag, og geri ráð fyrir því að ærlega verði slett úr kaufunum á börum borgarinnar, milli þess sem verslunargötur borgarinnar verða þræddar :o)
Þá hafið þið það lesendur góðir, Maímánuður verður semsagt skemmtanamánuðurinn mikil, allavega fyrrihlut hans... reikna nú svo með því að trappa þetta aðeins niður þegar ég kem heim frá Spáni þar sem að þá fer að líða að prófum, og yndislegur próflesturinn mun taka við... En reikna nú samt með að taka eins og eitt tjútt á eurovison, enda kollegíið morandi í íslendingum og ef ég þekki þá rétt verður slegið upp eins og einu stykki eurovisionpartýi :o)
Held ég segi þetta gott í bili, best að fara undirbúa sig andlega fyrir danskan fyrirlestur sem ég á víst að halda kl 9 í fyrramálið...þegar hann verður búinn verður bara gleði gleði fram til 15. maí!!!
P.s. hér er búið að vera sól og blíða síðustu daga, þó svo að hitinn hafi kannski ekki verið voða hár nú um helgina, þannig að sumarið er komið til Köben og kominn tími á að fara fjárfesta í sólarvörn, tala ekki um þegar maður skreppur niðureftir til Spánar... Vona að þið hafið það gott í svalanum heima á klaka ;o)

laugardagur, apríl 15, 2006

10 ára fermingarafmæli!

Jebb í dag þann 14. apríl eru liðin heil tíu ár frá því að Rannslan fermdist, sjæse hvað þetta líður alveg ógeðslega hratt, manni finnst maður bara vera orðin eldgamall þegar maður sér þessa tölu 10 ár!!! Finnst nú ekki vera svona agalega langt síðan ég skundaði í borgarferð með múttu að finna fermingardress, hanska, sálmabók og ekki má gleyma gífurlega glæsilegum fermingarskóm, eða ætti kannski frekar að segja klossum! Amma fékk alveg fyrir hjartað þegar hún sá uppáklædda dömuna á fermingardaginn í kjól (sem gerðist aldrei á þessum tíma, lítið fyrir kjóla), búin að fara í þessa fínu greiðslu hjá Ástu frænku og smá föðrun með og svo á þessum klossum við! Hún sagði nú ekki mikið, en mikið fannst mér það fyndið þegar ég sá svipin á þeirri gömlu... Kannski ekki hægt að ljá henni það þar sem þetta voru algjörir hippaklossar, örugglega hækkun um heila 10 cm, sem mér stubbinum fannst nú ekki leiðinlegt, verst bara hvað þeir voru ógeðslega þungir!
En þetta var það allra heitasta í tískunni í á þessum tíma og veit ég að ég var ekki sú eins sem fermdist í þessum gæða klossum :o) Þessir skór hafa svo hin síðustu ár einkum verið notaðir við hippadress þegar ég skelli mér á hippaballið heima í eyjum...
Það eru semsagt komin heil 10 ár frá þessum degi... og ég semsagt að fara á árgangsmót í sumar, sem er nú eiginlega það eina skemmtilega við þetta :o) Hlakka ekki lítið til, og eins gott að þessi danski skóli tímasetji prófin mín þannig að ég komist til eyja helgina 23.-25. júni! Annars fer ég í mál við hann, það er alveg á hreinu, ætla ekki að missa af því partýi :o) Annars er þessi dagur nú líka mjög merkilegur fyrir þær sakir að einmitt fyrir 10 árum á fermingardaginn minn fæddist yndislegasti köttur sem uppi hefur verið, hún Doppfríður Olsen, eða Doppa mín :o) Hefði hún semsagt orðið 10 ára í dag ef hún væri enn á lífi...
Annars er það helst að frétta úr danmörkinni að páskarnir hafa nú bara verið tiltölulega rólegir hjá Rönnslunni...fyrir utan páskafrokostinn hjá bekknum mínum sem haldinn var á miðvikudag. Þá hittumst við öll heima hjá einni í dýrindis mat og öli, en danir hafa nú ekki mikið djammþol, þannig að þar sem partýinu var startað kl 17 var því bara slúttað kl 12...Gengur ekkert að kenna þessum dönum að djamma..þannig að ég skellti mér bara heim á Kagsaa og kom við hjá Konna í síðasta öl og spjalli :o)
Held ég hafi ekki meir af fréttum í bili...enda fátt sem gerist hér hjá mér þessa dagana, tel bara dagana þar til Bryndís vinkona kemur hingað út til mín, 21 dagur! :o) og svo eru ekki nema 110 dagar í þjóðhátíð ;o)

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Kaffiprófið

Hehe tók þetta skemmtilega kaffipróf á síðunni hennar Magneu, og hér er það sem kom út úr því... Ég er semsagt Kaffe Latte (þó svo að ég drekki ekki kaffi)
Læt fylgja með lýsinguna sem kom með... nú verðið þið lesendur góðir að segja mér hvort að sé eitthvað til í þessari lýsingu, finnst hún ansi skondin ;o)

Þú ert svo mikið sem...
Latte!
Þú ert skapstór og íhaldsamur einstaklingur sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Undir vissum kringumstæðum leyfirðu þér að prófa nýjungar, en þó aðeins að vel athuguðu máli.
Þú samanstendur af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.


Þið getið tékkað á hvernig kaffi þið eruð á þessari slóð: http://www.froskur.net/annad/kaffi/

sunnudagur, apríl 02, 2006

Búið að ráða bót á djammleysinu ;o)

Sælir lesendur góðir, það er víst kominn tími á fréttaskeyti úr Danmörkinni :o)
Af mér er allt það fínasta að frétta, nóg að gera í skólanum, maður er svona aðeins farin að leiða hugann að prófum og prófundirbúiningi, svona svo maður fari ekki yfirum af prófstressi í maí höfum við vinkonurnar ákveðið að byrja snemma á þessum leiðindum og taka góða törn núna í apríl...
Annars hefur Rannslan ákveðið að virkja aftur upp gömul sundgen og reyna að vera duglega að skella sér í sund, fór um daginn með Kristínu í sund og það var alveg æði, fann strax gamla sundæfingarfílinginn þegar ég kom inn í húsið og fann sundlyktina í loftinu. Áttaði mig þó fljótlega á því að ég var ekki alveg í sama forminu og í gamladag, tók því bara létt á því á fyrstu æfingu en stefnan er sett á að endurheimta sem mest af fyrra formi...sjáum svo bara til hvernig það gengur ;o)
Á föstudaginn voru Eva og Jökull svo elskuleg að bjarga mér frá djammleysi síðustu vikna og halda party (samt ekkert spes fyrir mig...) Frábært kvöld, sem byrjaði með æðislegum mexikóskum mat og svo djamm og gleði fram eftir kvöldi, var nú samt ekki að nenna í bæinn, heldur vorum bara í partýi fram á morgun ;o)
Held ég hafi lítið meir af fréttum, nema að Rannslan er orðin löggildur bílstjóri hér í Köben, skellti mér í smá bílferð á föstudaginn á bílum þeirra Evu og Jökuls, eitthvað sem ég hélt ég myndi seint gera, ekki alveg besti bílstjórinn hvað þá hér úti þar sem eru HJÓL út um allt, og þau eiga þar að auki forgang allsstaðar!! En ég lifði það af og það sem meira er, keyrði engann hjólreiðamann niður í þessari ferð ;o)
Hef ákveðið að vera með niðurtalningu í þjóðara í hverri færslu sérstaklega fyrir hann Skúla fúla :o) En þar sem að ekki er enn komin dagsetning á prófin mín og ég veit því ekki enn hvenær ég kem heim, hef ég ákveðið að telja bara niður í þjóðhátíð, eitthvað verður maður að hafa... en nú eru aðeins 123 dagar :o)
Rannslan kveður í bili úr vorinu í Köben...