Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

föstudagur, nóvember 28, 2008

Danskt grasekkjulíf

Þá er loks kominn tími á eins og eitt blogg héðan frá grasekkjunni á Kagså... Verður að viðurkennast að bloggið var eiginlega nær dauða en lífi eftir kreppuna ógurlegu sem ríður yfir Klakann, en grasekkjan ákvað að athuga hvort ekki væri hægt að blása smá lífi í þetta.
Ekki er nú mjög mikið að frétta af mér, ekki mikið sem gerist hjá dönskum grasekkjum þessa dagana nema próflestur og skóli... það er þó hellingur búinn að gerast síðan síðasta blogg var skrifað. Atlinn búinn að koma í heimsókn til grasekkjunnar sinnar, Kagsåfest haldin með pompi og prakt þar sem gert var óspart grín af útrás Íslendinga og kreppunni ógurlegu! Rannslan skrapp svo stuttan túr til Íslands núna í nóvember, hitti vini og ættingja ásamt að fara í frábæra bústaðarferð með vinahópnum hans Atla. Frábær ferð í alla staði þó svo að stutt væri stoppað, enda ekki margir dagar sem maður hafði á Klakanum :o)
Það styttist svo óðum í að Rannslan haldi heim fyrir jól, en ég flýg heim 13. des. Þá er planið að taka góða próflesturstörn fram að jólum, halda jól í nokkra daga, aftur próflestur, halda áramót og drífa sig svo út 1. janúar og í þetta skiptið með kallinn í farteskinu. 5. janúar verður svo fyrsta próf þessarar annar.... þannig dagskráin verður nokkuð þétt næstu vikur...
Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í bili, skelli inn nokkrum myndum hér með blogginu, en ekki af miklu að taka þar sem ég hef verið einstaklega löt við að mynda grasekkjulífið hér í Köben.
Sendi bestu kveðjur úr próflestri og dönskum jólalögum.... jább aðal reglan mín um að byrja ekki að hlusta á jólalög fyrr en 1. des hefur verið brotin, en telst nú ekki með þar sem þetta eru mest dönsk jólalög ;o)
Smá fíflagangur ;o)

Sæt og fín hér, smá uppstilling hjá Atla


Íslensk kreppa og útrás hyllt á Kagsåfest :o)Eva Ösp, Inga og Ranna á Kagsåfest

fimmtudagur, september 18, 2008

Köbenlíf...

Jæja lesendur góðir þá er víst íslenska sumarið á endan og Rannslan snúin aftur til Köben, en þó karlmannslaus.... Jamm Atli verður víst heima á Klaka þessa önnina að vinna og Rannslan því dönnuð, dönsk grasekkja fram að jólum... En best að hætta þessu væli, ekkert gaman að velta sér uppúr því.
Síðan Rannslan kom til Köben hefur nú ýmislegt gerst, skólinn byrjaður á fullu og líst mér bara nokkuð vel á komandi önn sem mun snúast um heyrnarfræði og lestur, nokkuð spennandi fög þar á ferð. Einnig hefur mikið verið að gera í matarboðum og hittingi, þessar fáu íslensku hræður sem Rannslan þekkir og eru eftir hér í Köben hafa verið ansi duglegar að púkka uppá dönnuðu grasekkjuna með ýmiskonar uppákomum. Þar ber helst að nefna Hildi frænku og Kristínu skólafélaga, matarboð, búðarferðir hafa verið nokkuð tíðar síðustu daga, Rönnslunni til mikillar ánægju ;o)


Síðustu helgi komu svo hinar heimsfrægu Skonsur (vinkonuhópurinn minn) hingað til Köbenhavn. Þær gistu á gamla góða Saga hótel og ákvað ég að slá til og gista bara með þeim yfir helgina þar sem maður býr í svoddan útnára hér í Herlev, ekkert gaman að vera skrölta ein heim hvert einasta kvöld... Þessi ferð þeirra skonsa heppnaðist með miklum ágætum, strikið og Köbmagergade þræddar upp og niður, þó ekki hafi verið verslað nein ósköp enda blessað gengið í hæstu hæðum.

Smá sýnishorn úr verslunarleiðangri...þreyttar skonsur ;o)

Barir borgarinnar voru auðvitað einnig þræddir og athugað hvort nokkuð væri athugavert við bjórinn og kokteilana, svo virtist þó ekki vera eins og meðfylgjandi mynd sýnir :o)

Á sunnudeginum var svo skellt sér í hámenningarlega túristaferð í Cristjaníu þar sem að allar búðir borgarinnar voru lokaðar. Skonsurnar voru yfir sig hrifnar af fríríkinu og var mikið skoðað, en þó ekki fjárfest í neinu...

Drollurnar flugu síðan heim á leið á sunnudagskvöld og Rannslan hélt þreytt og ánægð upp í sveitina í Herlev, alveg búin á því eftir mjög svo annasama helgi.

Svo er það bara skólalíf þessa dagana hér í Köben, einnig er Rannslan duglega að telja niður í 17. október, en þá ætlar Atli að heiðra grasekkjuna með nærveru sinni í rúmlega heila viku!! Ekki nema 29 dagar eftir :o)

Ætla að skella nokkrum myndum inn í Almbúm hér til hægri á síðunni, en held ég hafi ekki nennu í það í kvöld, kemur inn á allra næstu dögum. Þess skal getið að ég gerðist svo kræf að stela þessum myndum hjá þeim yfirskonsum Dröfn og Hjördísi þar sem að myndavélin okkar Atla er heima á Klaka. Vonum að þær fyrirgefi mér stuldinn ógurlega...

Segjum þetta gott í bili af fréttum úr Köben, vonandi líður ekki of langur tími þar til næsta fréttaskot kemur inn ;o)

Ein settleg og fín af okkur Hjördísi, svo ég standi nú undir nafni sem DANNAÐA grasekkjan í Köbenhavn.

þriðjudagur, maí 06, 2008

Það er komið sumar, sól í heiði skín...


Sælt veri fólkið! Langt síðan síðast, en nenni ekki að vera afsaka það....aðeins bloggleti í Rönnslunni um að kenna. Síðan síðasta færsla var skrifuð hefur nú margt skemmtilegt gerst hér hjá okkur skötuhjúum í Köbenhavn en þar sem gamla liðið er víst farið að kalka aðeins, enda orðin í heild 53 ára!! mun ég aðeins segja frá því nýlegasta.Undanfarna daga hefur verið æðislegt veður hér, bongóblíða uppá hvern einasta dag! Við Atli nýttum okkur góða veðrið og ákváðum að slá til smá afmælisveislu og bjóða vinum og vandamönnum í sólarkaffi hér í garðinum hjá okkur. Þjófstörtuðum reyndar afmælisveislunni með matarboði kvöldinu áður, þar sem Siggu og Arnari var boðið í ekta íslenskt lambalæri og með því ;o) Eftir matinn var spilað bíóbrot, mjög skemmtilegt bíómyndaspil, þar sem leikararhæfileikar okkar fengu að nóta sín ;o)

Daginn eftir var svo komið að afmæliskaffiboðinu mikla, höfðum við skötuhjú staðið í ströngu við bakstur síðustu 2 daga og er óhætt að segja að veitingarnar hafi runnið ljúft niður með nokkrum lítrum að bjór ;o) Við fengum helling af skemmtilegum gjöfum, m.a. bodsja-sett (kann ekkert að stafsetja þetta), tómatplöntu, grillbók, íslenskt nammi og margt fleira skemmtilegt.

Daginn eftir var svo ákveðið að taka góðan heilsuhjólatúr í góðaveðrinu niður í bæ og Atli prufukeyrði nýja 300 kr hjólið sitt. Við hjóluðum til Arnars og Rögnu og skelltum okkur með þeim á mjög skemmtilegan loppemarket í Bellahøj, þar sem ýmislegir furðuhlutir voru skoðaðir.

Frammundan er svo bara gott veður, (ca. 21-23 stiga hiti), skóli hjá Atla og verkefnaskila hjá Rönnslunni. Rannslan flýgur svo heim á Klaka þann 18. maí og skilur Atlan eftir hér í Köben, en hann þarf víst að klára prófin og kemur ekki heim á sker fyrr en 27. júni.

Skellti inn myndum frá Apríl og afmælisveislunni góðu í Almbúm 8 hér hægra megin á síðunni. Væri voða gaman að fá smá komment á myndirnar :o)

Hilsen úr brakandi blíðu í Köben!

fimmtudagur, mars 27, 2008

Marsfréttir úr Dk

Godt dag, Godt dag!! Hvordan har vi det så í dag.... Hvað segir fólkið. Loksins nennir Rannslan að setjast niður og skrifa smá fréttapistil handa Klakabúum. Af okkur Atla er allt gott að frétta, búið að vera nóg að gera í mánuðinum, heimsóknir og ferðalög ásamt vinnu og skóla. Mánuðurinn byrjaði á því að við fengum mömmu og pabba í heimsókn til okkar. Það var auðvitað frábært, farið í tuskubúðir með múttu á meðan pabbi og Atli kíktu á græjurnar. Elduðum góðan mat og kíktum út að borða á Nyhavn með Hildi frænku og Mads kærastanum hennar, mjög vel heppnað kvöld!
Á laugardegi fyrir páska tókum við Atli okkur til og tókum okkur dagsreisu til Svíþjóðar. Byrjuðum á að fara upp til Helsingør sem er hér í Danmörku, löbbuðum þar út og kíktum í búðir. Fórum svo yfir til Helsingborg í Svíþjóð með ferjunni. Þar var margt skemmtilegt að skoða, fórum meðal annars á Elvis kaffihús/matsölustað og fengum heimsins stærsta hamborgara með djúsí feitum frönskum (ekki skrítið að kóngurinn hafi dáið snemma). Löbbuðum svo um bæinn, fórum upp í kastala þar sem útsýnið var frábært, sáum m.a. yfir til Danmerkur! Frá Helsingborg var svo haldið til háskólabæjarins Lundar, þar skoðuðum við auðvitað háskólann og Dómkirkjuna þeirra. Að lokum var brunað til Malmö þar sem ýmislegt var skoðað, m.a. risastórt eggjalistaverk, Turn torso byggingin og margt fleira. Eftir þetta ferðalag var svo lestin tekin heim til Herlev. Myndir af ferðinni eru komnar inn í Albúm 7 ásamt fleiri myndum af okkur hér í dk.
Á Páskadag var svo haldið í heljarinnar dinner til Bjössa niður á Amager. Þar voru saman komnir 11 Íslendingar í páskamat þar sem deilt var niður á fólk hvað það ætti að koma með, við Atli sáum um að koma með Íslenskt læri og var það einkar vinsælt. Þetta var rosa gaman og ekki laust við að maður hafi borðað yfir sig...
Annars er held ég ekki mikið að frétta af okkur skötuhjúum, vika í að Rannslan haldi í helgarferð uppá klaka :o) Verður ljúft að koma heim og hitta familíið og vinina.
En segi þetta nóg í bili, endilega kíkið á myndirnar sem ég sett í albúm 7, væri líka gaman að fá komment á þær :o)

mánudagur, mars 03, 2008

Íslandsferð í apríl

Sælt veri fólkið, kominn tími á að segja smá fréttir héðan úr Köben. Af okkur er allt gott að frétta, Rannslan loks byrjuð í skólanum og líkar bara vel, gott að brjóta aðeins upp vinnuna með smá skóla. Annars eru helstu fréttir að Mútta og Pabbi ætla að koma í heimsókn til okkar Atla yfir helgina og hlakkar mig ekkert smá mikið til! Loksins fær maður að sýna þeim Kagsåhöllina okkar :o)
Þar sem Rannslan er orðin svo múruð eftir alla vinnuna ákvað hún að skella sér í smá helgarferð heim til Íslands, enda orðið alltof langt síðan maður hefur hitt vinkonurnar og tekið almennilegt Klakadjamm :o) Rannslan mun mæta á Klakann 3. apríl og dveljast til og með 7. apríl, býst við móttökunefnd og lúðrasveit á flugvellinum :o)
Annars bara allt gott að frétta, Atli gerði sér lítið fyrir og rúllaði upp fótboltamóti sem þeir tóku þátt í síðustu helgi. Að launum fyrir fyrsta sætið fékk hann flugmiða heim og til baka, nokkuð góður kallinn :o)
Held ég hafi voða lítið annað að segja í bili héðan úr Danmörkinni, bara farið að vora hér hjá okkur, allavega enginn snjór og læti eins og heima. Væri nú voða gott ef sumarið kæmi bara snemnma til okkar hér í Köben :o)

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Nýjar myndir

Komnar nýjar myndir í almbúm 6 hér til hægri á síðunni. Njótið myndanna :o)

þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Nóg af fréttum :o)

Sælt veri fólkið! Búin að liggja í mikilli bloggleti síðan í fyrra....en þar sem Tuðklúbburinn Jóhannes er komið í málið, var ekki annað þorandi en að bæta úr þessu bloggleysi. Af okkur skötuhjúum er bara allt gott að frétta. Héldum áramót hér úti, voða rólegt og kósý.

Prófin dundu svo á okkur í janúar, og gekk nú bara nokkuð vel að komast í gegnum þau :o)
Atli byrjaði aftur í skólanum í byrjun febrúar, en Rannslan byrjar ekki fyrr en í lok febrúar. Rannslan er einnig farin að vinna, þar sem að það verður eitthvað lítið af skóla hjá henni þessa önnina (skortur á kúrsum í skólanum). Er að vinna við það sem kallast hjemmeplæje uppá dönskuna, væri hægt að þýða það sem heimaaðhlynning, þó ekki hlynna að sjúklingum, heldur er þetta gamalt fólk sem þarf hjálp með einhverja ákv. hluti. Rönnslunni líkar þetta bara mjög vel, vinnutíminn góður, búin kl 3 á daginn og hef þá frí það sem eftir er af deginum.
Það er búið að vera nóg að gera í félagslífinu hjá okkur Atla (enda svo hrikalega vinsæl hér í dk), síðasta helgi var undirlögð af matarboðum, vinaboðum og afmælisboðum! Ekki frá því að maður hafi verið hálf eftir sig eftir helgina. Við Atli enduðum svo þessa svaka helgi á því að fara saman út að borða á sunnudagskvöldinu í tilefni af því að við erum búin að vera saman í 1 ár!! ;o)

Rannslan lét svo gamlan draum rætast og keypti sér nýtt hjól, þetta er hin fínasta glæsikerra og er nú brunað um allt eins og vindurinn, Atli rétt heldur í við gelluna.Held að þetta séu helstu fréttir af okkur hér í dk, man allavega ekki eftir fleiru í bili. Gæti meira en vel verið að ég hendi inn nokkrum myndum af lífinu hér í Köben næstu daga, ættuð að geta skoðað þær í albúmi 6 þegar þær verða komnar inn.Vona að þetta nægi bloggþyrstum lesendum í bili og að Tuðklúbburinn Jóhannes dragi sig í hlé...

Hilsner fra Köben.