Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Kommunikationshandicap

Verð bara að deila með ykkur reynslu minni af einum furðulegasta skólatíma sem ég hef setið um æfina, og er ég nú samt ýmsu vön frá síðustu önn hér úr baunalandi! Ég mætti semsagt í minn fyrsta tíma í Kommunikationshandicap í dag, sem myndi þýðast yfir á íslensku sem samskiptafötlun, eða fötlun sem hefur áhrif á samskipti. Tíminn byrjaði nokkuð vel þar sem að ég var alveg í skýjunum yfir að skilja loks kennarann almennilega, þar sem að fyrir áramót var ekki nokkur leið fyrir mig að skilja hvað kom út úr þessum gamla, danska barka...danskan greinilega öll að koma :o)
En Ranna var ekki lengi í Paradís! Eftir stutta kynningu á námskeiðinu var útdeilt eyrnatöppum til okkar og við beðin um að stinga þeim í eyrun og hafa allan tímann, til þess að geta upplifað hvernig heyrnardaufir upplifa umhverfi sitt! og ég sem var svo ánægð með að skilja fjand... kallinn heyrði nú varla neitt sem hann sagði og hvað þá skildi! En þetta var ekki það eina... Eftir smá stund dró hann upp nokkur stykki bambusprik og svona augnleppa (eins og gamlar kellur nota til að geta sofið í birtu, svona stór leppi með teygju sem maður setur aftur fyrir haus). Allavega nú áttum við að skipta okkur niður í hópa, 3 og 3 saman, einn átti að vera blindur og heyrnalaus (semsagt skella augnleppunum á sig, eyrnatöppunum í eyrun og hafa bambusstafinn að vopni, hann gengdi víst hlutverki blindrastafs...), einn átti að vera heyrnalaus (semsagt troða eyrnatöppum í eyrað) og svo var einn sem fékk að hafa öll skynfæri í lagi, hann átti að sjá um að gæda þann blinda og heyrnalausa, við áttum svo að skipta reglulega um hlutverk. Svo var þessum hópum sagt að drífa sig út að labba um skólann og skólalóðina, get svarið það að mér hefur sjaldan liðið jafn kjánalega, út um allan skóla æddu misklárt fatlaðfól, klessandi á, berjandi bambusstöfum (blindrastöfum) til og frá um gólfin, hrópandi í tíma og ótíma HA HA, HVAD SIGER DU?!! Enda 2 í hópnum heyrnadaufir með eindæmum... Hallast samt að því að af þessu þrennu hafi verið best að vera blindur og heyrnalaus, maður sá þá allavega ekki furðusvipina á öðrum skólafélögum sem vissu vart hvað á sig stóð veðrið þegar þeir voru óvart lamdir með bambursstaf eða rekist allharkalega utan í þá!! En það er ekki hægt að segja annað en að þetta nám mitt sé MJÖG fjölbreytt og áhugavert! :o)

Að lokum vildi ég óska uppáhaldsfrænkunni minni heima henni Birnu Steingrímsdóttur til hamingju með 13 ára afmælið! Ótrúlegt hvað tíminn flýgur, finnst eins og það hafi verið í gær þegar hún mætti í heimsókn til eyja í pysjuveiðar og var dregin í heilsugöngur með Bínu frænku... Færð allavega koss og knús frá Rönnu frænku í Köben :o)

Bið að heylsa í bili, fatlað fól í baunalandi

10 Comments:

At febrúar 08, 2006 8:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

bwaaaaahahahaha sé þetta alveg fyrir mér :)

kiss kiss til Birnu ef hún les þetta :)

 
At febrúar 09, 2006 3:33 e.h., Blogger Regnhlif said...

Hahahaha. Guð þetta bjargaði alveg tímanum í sögulegri hljóðkerfisfræði!!

 
At febrúar 09, 2006 4:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

takk æðislega fyrir uppáhaldsfrænka og Hjördís:D .. og hafðu það nú gott í Baunalandi!;)

 
At febrúar 10, 2006 4:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hehehe!! þetta hefði ég verið til í að sjá : )
annars.. skemmtið þið rúna & tommi ykkur rosalega vel um helgina, ég verð með ykkur í huganum!!
þetta verður bara eins og í hér áður, þið thjúttið og kúrið svo öll saman upp á hóteli.. : )

 
At febrúar 11, 2006 12:26 f.h., Blogger Ms.Garfield said...

Ég hefði verið til í að BORGA fyrir að sjá þetta!!! :lol:

 
At febrúar 12, 2006 5:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

þvílík snilld sem þetta nám þitt er.. ég verð að komast í svona! :D

Vonandi hefur þú það gott!

 
At febrúar 12, 2006 10:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Alltaf jafn mikil snilld ad lesa um skolatimana tina hehhe
En ég er allavega á lífi hér á Spáni
kvedja Halla sys

 
At febrúar 13, 2006 1:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

takk fyrir frábæra helgi!!!
verðum að gera þetta aftur fljótlega;)

 
At febrúar 15, 2006 6:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jiminn eini ! Þetta hefur nú verið fyndið. Og ekki heyrir þú nú vel fyrir esskan :-)

Kv. Smári Jökull

 
At febrúar 16, 2006 11:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hlakka til að hitta þig um helgina lendi um hádegi 17.02. verðum í sambandi,
kv. fru Olsen

 

Skrifa ummæli

<< Home