Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

mánudagur, febrúar 06, 2006

Risin úr dvalanum!


jæja sælir lesendur góðir (ef það eru einhverjir eftir), þá er maður mættur aftur til baunalands og víst mál til komið að rísa upp úr Íslandsbloggleysis-dvalanum!!
Eins og flestir vita hef ég verið heima á Klaka síðan 7. jan í "jóla" fríi. Var svo ljónheppin að fá vinnu þennan tíma, þannig að það kom inn smá peningur sem var þó að mestu notaður í djamm og djúserí, þar sem að ég þurfti að vinna upp allmargar djammlausar helgar frá því úr danmerkurdvölinni. Held ég sé bara ekki frá því að það hafi að mestu tekist að vinna það djammleysi upp á þessum rúmum 3 vikum á klakanum, allavega var mamma gamla farin að hallast að því að ég kæmist bara ekkert aftur út, þar sem að það væri svo mikið að gera í djamminu hjá mér! En það rétt slapp. Allavega var þessi tími sem ég átti heima alveg frábær, byrjaði á því að skella mér á tónleika 7. jan í Laugardagshöllinni, beint í partý á Brávallagötuna og svo í bæinn, heimferðin gat ekki byrjað betur, og hér eftir var ekki aftur snúið, æðislegt að hitta stelpurnar, kíkja í partý, fara í frábært þjóðhátíðarupphitunarpartý sem Smári Jökull og vinir hans héldu (sjá mynd fyrir ofan), vera fastagestur á hinu Huggulega Hressó, skella sér í vísindaferð með viðskiptafræðinni, fara í drykkjukeppni á Pravda, kíkja í nokkur Vökupartý, skreppa á Stælinn, taka nokkra Laugara ásamt fullt fullt af fleiru sem ég man ekki, enda rennur þetta soldið svona saman í eitt.
Annars er það helst að frétta að Halla litla sys er farin til Spánar í spænskuskóla, eða segir okkur það, grunar samt að þetta verði nú að mestu djamm og skemmtilegheit ef hún er eitthvað skyld mér... Allavega er hún komin með blogg þar sem hægt er að fylgjast með því hvernig spænskan sýjast inn viku fyrir viku, ásamt sennilega einhverju af spænskum bjór ;)
Hér í danaveldi er skítakuldi, kaldara en heima á klaka, og búið að kyngja niður snjó í dag með meðfylgjandi skemmtilegheitum í samgöngum, enda danir ekki alveg þeir bestu í vetrarveðrunum...Skólinn byrjaði í dag, allt að komast á fullt þar... Annars býð ég bara eftir fimmtudeginum þegar Eyrún vinkona ætlar að heiðra mig með nærveru sinni og djamma með mér ALLA helgina :) Það er svo Þorrablót Íslendingafélagsins á laugardaginn, þar sem ég hef grun um að það verði slett sæmilega úr klaufunum...
En ætla að fara segja þetta nóg í bili og drífa mig í að setja upp nýja myndasíðu svo ég geti hent inn nokkrum myndum...
Bestu kveðjur frá Baunanum í Danmörku

4 Comments:

At febrúar 07, 2006 12:15 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ooh eins gott að það er bara mánuður í heimsókn til danaveldis :D

það var já heldur betur tekið á því í djamminu :S

 
At febrúar 07, 2006 10:45 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég er að koma til þín elskan!!! bara smá skóli og svo verður djammað alla helgina;) þú gistir bara hjá mér niðrí bæ svo þú þurfir ekki að fara að taka lest og svona!!!

 
At febrúar 07, 2006 12:30 e.h., Blogger Ranna said...

Vúhú!!! Þetta líst mér vel á! Það verður sjoppað og djammað 24-7 :)

 
At febrúar 07, 2006 5:34 e.h., Blogger dröfn said...

pjáááásuuuuuuurrr!!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home