Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

föstudagur, maí 05, 2006

Sól sól skín á mig :o)

Loksins er sumarið almennilega komið hingað til Köben!!
Búin að vera um 20 stiga hiti síðan í gær, og hefur bara farið hækkandi ;o)
Rannslan búin að njóta góða veðursins í botn, skellti mér með stelpunum niður á Nyhavn eftir skóla, fengum okkur ís og sleiktum sólina þar með fullt fullt af léttklæddu fólki :o) Settumst svo niður í Rosenborghave og sleiktum sólina, þvílík sæla...gerist bara ekki betra :o) Held ég sé loks búin að taka Köben almennilega í sátt eftir síðust daga, hún er búin að sýna sínar allra bestu hliðar :o) Ekki er verra að Bryndís er að koma hingað út til mín á morgun og ætlar að njóta góða veðursins með mér, hér mun því verða verslað, svalað þorsta með nokkrum köldum inn á milli, fengið sér ís og legið í sólinni, skellt sér svo á pöbbarölt á kvöldin :o)
Hljómar þetta ekki vel? ;o)