Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

fimmtudagur, mars 15, 2007

Danir í menningarsjokki

Sá mig neydda til að koma með eins og eitt fréttaskeyti úr danmörkinni, eftir að mér fóru að berast póstar um það hvort ég væri enn á lífi! Jújú Rannslan lifir enn góðu lífi hér í Köben, svosem ekki mikið fréttnæmt héðan eftir að íslensku skonsurnar yfirgáfu borgina. Þarf auðvitað ekki að taka það fram að þessir 5 dagar sem þær dvöldu í borginni voru hreint út sagt frábærir í alla staði! Enda eðalskvísur þar á ferð, margar skemmtilegar sögur til af þeirri ferð, en ætla þó að taka þann pól í hæðinni að vera ekki að birta þær hér á alheimsnetinu, annars kom kúbufarinn Dröfn með hinn fínasta pistil um dk ferðinna. Er þó ekki frá því að köbenbúar og þá aðalega danskir drengir séu enn í hálfgerðu menningarsjokki eftir framgöngu íslensku skonsanna hér í Köben, við erum víst ekki eins dannaðar og dönsku dömurnar, og ég sem hélt ég væri að verða svo dönsk... Best að halda sig bara við íslenska brussuskapinn, enda erum við íslensku miklu hressari og skemmtilegri en þessar dönnuðu dömur :o)
Eftir að skonsurnar yfirgáfu borgina var slakað á í nokkra daga og reynt að sinna blessuðum skólanum sem skildi...En ranna var ekki lengi í afslöppun, matarboð, stelpnapartý með singstar og þess á milli var kollegíbarinn aðeins heimsóttur...þannig að það er ljóst að þessi marsmánuður sem átti að vera svo rólegur og afslappandi hefur eitthvað farið fyrir ofan garð og neðan hvað það varðar...
En nóg af djammsögum í bili...nú situr Rannslan sveitt við ba-verkefni samhliða djamminu, þannig að það er ljóst að eitthvað verður að víkja...spurning hvað það verður ;o)
Styttist svo í að Baunin komi heim á klaka, á flug heim 29. mars þar sem ég mun eyða páskunum heima, ásamt því að taka starfsnámið mitt. Verð heima þar til 15. apríl, allir að koma sér í gang með að plana skemmtilega dagskrá fyrir dönsku Baunina :o)
Segi þetta nóg í bili af fréttum úr sumarveðrinu í Köben.
Venlig hilsen, danska Baunin :o)

14 Comments:

At mars 15, 2007 11:22 e.h., Blogger dröfn said...

mikið var segi ég nú bara!
mér sýnist þú nú bara haft það gott síðan við fórum, ekkert þunglyndi og ekki neitt! :) sem þýðir það að þú hefur ekkert legið í íslenska namminu.. vona samt að þú hafir náð að gúffa íslenska lambakjötinu í þig.. (alveg er ég viss um að það hafi litið betur út en kjötið hjá herra kebab)

hlakka hrikalega til að fá þig heim á klakann, það verður bara stöööööð! svo er náttúrulega alveg kominn tími á kokteilkvöld, svolítið langt síðan síðast. þú þarft því ekki að örvænta rannslan mín, það verður alveg hreint slegist um þig!

p.s. þú kannski kíkir við á mexibar áður en þú kemur og stelur einum áfengislistanum. þá er þessu reddað!

 
At mars 16, 2007 10:38 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég segi nú bara eins og dröfn mikið var!! í alvörunni ég hélt í alvörunni að þú sætir heima með einhvern aðskotahlut fastan í hálsinum á þér;)

það hafa verið umræður um að fara til eyja um páskana en nú langar mig bara á koktaildjamm með þér og rifja upp danska takta;)

það verður partý á Brávallagötunni þann 30. til að fagna vorboðanum frá danmörku;)

 
At mars 17, 2007 12:25 f.h., Blogger dröfn said...

sko bara, að sjálfsögðu redda brávellingar þessu á örskots stundu. en ekki hvað?

heyrðu, svo gleymdi ég alltaf að segja þér að vegna gífurlegs umfangs sands sem fylgdi mér alla leið frá strikinu í kóngsins og til íslands væri nú kannski ekkert svo galið að þú tækir kílóin með þér aftur heim. beachbar getur bara ekki annað en saknað þess. þetta er alveg heill hóll sko!! þá getur barinn kannski farið að fúnkera eðlilega á ný.

 
At mars 19, 2007 3:53 e.h., Blogger Hjördís said...

sko ég verð á tjúttinu 30. svo ég verð game í partý... eruði til í að taka við mér fullri um kvöldmataleiti á brávallagötunni!! Síðan er árshátíð hjá mér daginn eftir... gala gala!!

en djö gargaði ég úr hlátri að muna eftir dröfn að tapa sér yfir kebab kjötinu. hahahahahahah

 
At mars 19, 2007 10:27 e.h., Blogger dröfn said...

hahah.. já oj. þetta lítur náttúrulega út alveg eins og kúkur á priki. vantaði bara fluguna á sveimi í kring.. þetta er allavega ekki það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég er svöng... brrrrrr..

mér lýst afskaplega vel á 30. mars. nýjustu fregnir eru að systa verður í bænum líka og aldrei að vita nema sara sannleikur láti sjá sig ef vel gengur þarna fyrir norðan að læra.. það yrði eflaust met ef við skonsurnar náum allar að hittast. *hér skal krossleggja putta* túrúls

 
At mars 20, 2007 1:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég hlakka til að fá þig heim kelling verður mikil gleði í langholtinu skal ég segja þér og mikið sem þarf að ræða um ;)
Kossar og knús úr fyrirlestri í lífeðlisfræðilegri sálfræði uppáhaldinu þinu ;)
þúst randkerfið og medullan og allt það heheh :P

 
At mars 23, 2007 9:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hææ(;
það verður gaman að fá þig heim! hehe
vona nú að þú komist í ferminguna heh (; :)
*knúúús til köben*
allir í drápu biðja að heilsa!

 
At apríl 05, 2007 11:13 e.h., Blogger Bókaklúbbur said...

Rannsý mín - tékkaðu á síðu bókaklúbbsins góða og láttu okkur vita hvaða dagsetning hentar þér. Við viljum að sjálfsögðu fá fjarmeðliminn okkar á fund!
Skál í boðinu,
Helga.

 
At apríl 11, 2007 2:32 f.h., Blogger Hjördís said...

Bloggaðu nú fyrir vinkonu þína ;)

 
At apríl 16, 2007 8:43 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

já segi það, komdu með eins og eitt blogg :) og svo verðum við að plana hitt fljótlega, ég er farin að sakna þín ógurlega. kv.E

 
At apríl 17, 2007 6:22 e.h., Blogger Hjördís said...

jæja bíttu þá bara í þig !! :)

 
At maí 07, 2007 11:22 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið!!!

 
At maí 15, 2007 2:10 e.h., Blogger Hjördís said...

Hvar ertu kona ?? :O

 
At maí 16, 2007 2:16 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

RANNVEIG !!
ég heimsótti flutningadeildina í gær !
Þeir sögðu að þú kemir ekki fyrr en 7. júní ?!
er þetta satt??

 

Skrifa ummæli

<< Home