Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

laugardagur, júlí 14, 2007

Íslenskt sumar

Já er ekki kominn tími á eins og eitt gott blogg héðan af Klakanum.... Búin að hafa það rosa gott hér heima, enda búin að vera næstum bongóblíða frá því ég lenti á Fróni. Dagskrá sumarsins hefur verið þéttskipuð og sé ég ekki fram á að það breytist neitt...sem er nokkuð gott því á meðan er maður ekki að telja dagana í heimferð til Köben. Fyrstu helgina eftir að ég kom var skundað í flotta útskriftarveislu hjá Hjördísi vinkonu og svo 2 útskriftarpartý um kvöldið, en vinkonurnar eru víst orðnar svo svaðalega menntaðar...en Dröfn vinkona var einnig að útskrifast. Þetta kveld heppnaðist mjög vel, eftir fjörugt tjútt á Brávallagötunni og í fjórfalt viðskiptafræðinga partýi hjá Hjördísi var skundað í bæinn og tjúttað af sér rassinn.
Næstu helgi var svo komið að því að djamma með núverandi og eldri vinnufélögum úr Straumsvíkinni, þó svo að kvöldið hafi ekki byrjað mjög gæfulega með því að vinnupartýið var blásið af... En Rannslan lét það ekki á sig fá og var fljót að redda partýi á Brávallagötunni með eðal skvísum, þaðan var svo að sjálfsögðu skundað í bæinn og hann tekinn með trompi, vinnufélagarnir leitaðir uppi, kíkt á Ný dönsk og svo á Celtic, auðvitað dansað alls staðar, bæði á gólfi og stólum :o)
Næstu helgi var brunað norðu á Siglufjörð og tekið á því á fjörugu ættarmóti, gist í tjaldi og alles. Auðvitað var mesta fjörið hjá okkur, mútta og pabbi með miðnætur kökuboð og tónlistin blöstuð í jeppanum þannig að flestir voru komnir í góðan dansfíling þarna úti á grasbalanum. Þetta var alveg æðisleg helgi, hitti gamla ættingja sem maður hefur ekki séð í áraraðir og uppgötvaði nýja og skemmtilega, enda er maður komin af svo frábærri ætt :o)

Um síðustu helgi var komið að því að heimsækja Eyjarnar eftir rúma 11 mánaða fjarveru!! Brunað á Bakka með tvíeykinu Aldísi og Hjördísi, komumst loks yfir á Paradísareyjuna efir 2 tíma bið...en það var alveg þess virði. Sigurbjörg dró okkur stöllur á föstudagsdjamm, sem endaði í að við þrjár tjúttuðum með Sigurjóni og Þorvaldi til að verða 6 um morguninn, gömul djömm á Vestmannabrautinni voru riðfjuð upp, vorum fræddar um öll nöfn eyjanna, enda eru þau eitthvað farin að gleymast eftir langa fjarveru....heimtaður staðgreiðsluafsláttur af pizzu sem aldrei komst til skila...ásamt mörgu öðru skemmtilegu...frábært kvöld í alla staði. Daginn eftir var svo skundað í Skvísusund eftir góða upphitun heima hjá Sigurbjörgu. Þvílíkt stuð, Skvísusundið fullt af fólki og fékk maður nettan þjóðhátíðarfíling,, dansað og sungið hástöfum...því var stungið að mér hvort ég ætlaði ekki að leggja fyrir mig sönginn efitr að ég hafði tekið lagði með Jarli og félögum....held ég láti það vera svo a af tillitsemi við ykkur hin. Á sunnudagskvöld var svo flogið á Bakka og brunað í bæinn eftir frábæra helgi á Eyjunni fögur. Eftir þessa helgi losnar maður ekki við þjóðhátíðarspenninginn, enda ekki nema 20 dagar í að hátíðin verði sett!! Þetta verður frábært, verst að það vantar einn aðila til að gera hátiðina fullkomna, en hann er fastur í Baunalandinu í sumar. En hann sleppur ekki við að mæta í dalinn að ári...það er alveg á hreinu :o)
Næstu helgi er svo planað að fara norður í Skagafjörð með viðskiptamafíunni í river rafting. Taka útilegupakkann á þetta og undirbúa sig fyrir þjóðara :o) Hlakka mikið til.
Helgina fyirr þjóðara verður svo haldið á ættarmót hjá pabba ætt ...eflaust góð skemmtun. Svo er það bara þjóðari og loks KÖBEN.
En best að hætta þessu blaðri og skella sér út í sólinna og reyna ná sér í smá frekknur og njóta einu dagskrálausu helgarinnar í sumar :o)
Hafið það gott í góða veðrinu í sumar, rannslan kveðjur í bili.


3 Comments:

At júlí 18, 2007 1:26 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir kvöldið og stuðið!!!enda stutt í meira stuð;)
svo er ekkert í boða að láta kallinn sleppa næst.. hann bara kemur!!!!!!!!!!!!!

 
At júlí 19, 2007 7:30 e.h., Blogger Ranna said...

JEBB hann hefur fengið skipun um að taka þessa helgi frá á næsta ári... og þá er sko engin afsökun tekin gild!!

 
At september 04, 2007 12:16 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Góðan daginn vina mín!

Þú ert náttúrulega löngu farin héðan og komin og farin frá sólarlöndum. koddu nú með fréttir!

p.s Systa er að drepast úr hausverk í rassgatinu og bröbb svíður í miltað.

Kveðja af Dunhaganum,
Dröfn og Systa.

 

Skrifa ummæli

<< Home