Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

föstudagur, nóvember 28, 2008

Danskt grasekkjulíf

Þá er loks kominn tími á eins og eitt blogg héðan frá grasekkjunni á Kagså... Verður að viðurkennast að bloggið var eiginlega nær dauða en lífi eftir kreppuna ógurlegu sem ríður yfir Klakann, en grasekkjan ákvað að athuga hvort ekki væri hægt að blása smá lífi í þetta.
Ekki er nú mjög mikið að frétta af mér, ekki mikið sem gerist hjá dönskum grasekkjum þessa dagana nema próflestur og skóli... það er þó hellingur búinn að gerast síðan síðasta blogg var skrifað. Atlinn búinn að koma í heimsókn til grasekkjunnar sinnar, Kagsåfest haldin með pompi og prakt þar sem gert var óspart grín af útrás Íslendinga og kreppunni ógurlegu! Rannslan skrapp svo stuttan túr til Íslands núna í nóvember, hitti vini og ættingja ásamt að fara í frábæra bústaðarferð með vinahópnum hans Atla. Frábær ferð í alla staði þó svo að stutt væri stoppað, enda ekki margir dagar sem maður hafði á Klakanum :o)
Það styttist svo óðum í að Rannslan haldi heim fyrir jól, en ég flýg heim 13. des. Þá er planið að taka góða próflesturstörn fram að jólum, halda jól í nokkra daga, aftur próflestur, halda áramót og drífa sig svo út 1. janúar og í þetta skiptið með kallinn í farteskinu. 5. janúar verður svo fyrsta próf þessarar annar.... þannig dagskráin verður nokkuð þétt næstu vikur...
Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í bili, skelli inn nokkrum myndum hér með blogginu, en ekki af miklu að taka þar sem ég hef verið einstaklega löt við að mynda grasekkjulífið hér í Köben.
Sendi bestu kveðjur úr próflestri og dönskum jólalögum.... jább aðal reglan mín um að byrja ekki að hlusta á jólalög fyrr en 1. des hefur verið brotin, en telst nú ekki með þar sem þetta eru mest dönsk jólalög ;o)




Smá fíflagangur ;o)

Sæt og fín hér, smá uppstilling hjá Atla


Íslensk kreppa og útrás hyllt á Kagsåfest :o)



Eva Ösp, Inga og Ranna á Kagsåfest