Danskt próf!
Jæja komst lifandi frá fyrsta prófinu mínu á danskri grund, þó svo að það hafi nú verið ansi tæpt með heilsuna eftir prófið. Orsakaðist það að mestu af lestrarþreytu og stessi, enda lítið sofið nóttina fyrir próf. Þurfti að leggja af stað rétt fyrir sjö til þess að vera komin rúmlega átta niður í skóla, því að fyrir skrifleg próf í þessum skóla mínum þarf maður að vera mættur í seinasta lagi hálftíma fyrir próf! Skildi það þegar ég kom á staðinn, því það er sko ekkert einfallt mál að taka próf í þessum skóla get ég sagt ykkur! Allt er skrifað í þríriti, þannig að við fengum fullt af kalkpappírsörkum í þríriti sem prófið skildi vera skrifað á, þú varðst að skrifa með bláum eða svörtum kúlupenna og muna að skrifa fast svo allt komi nú í gegnum öll þrú afritin! Ekki mátti skrifa neitt á spássíur svo hægt væri að ljósrita prófið ef á þyrfti að halda seinna, ekki alveg að ná ástæðunni fyrir því... Á hverja þríritsörk þurfit að merkja nafn og cp-númer ásamt blaðsíðufjölda, í lokin átti svo að taka hverja einustu örk í sundur (11 stykki hjá mér) og raða saman í bunka gulum, bleikum og hvítum blaðsíðum, setja hvern lit í sitt umslag og merkja vel... Þetta ásamt mörgum öðrum leiðbeiningum þurfti að koma til skila, og tók það alveg hátt í hálftíma, þannig að þetta var ástæðan fyrir því að mæta hálftíma áður en prófið byrjaði! Það verður seint sagt að þessi skóli minn sé mjög tæknilega sinnaður, rússnesk skriffinnska hvað...
Mér fannst einngi skondið hvað allir krakkarnir mættu með mikið af hjálpargögnum með sér, þetta var semsagt gagnapróf. Ég var að skammast mín fyrir að taka 3 orðabækur með mér + glósur og kennslubækur sem voru fyrir þessi 2 fög sem prófað var úr. En nei hefði nú ekki þurft að hafa áhyggjur af því að ég yrði mér til skammar, danirnir mættu með minnst 3 stykki af orðabókum hver, ásamt glósum og ýmisskonar kennslubókum sem ég hreinlega hef ekki grænan grun um hvar þau grófu upp! Sumir voru með svoleiðis staflana af bókum að þau hefðu getað klifið upp á næstu hæð, minnti mig einna hels á gömlu kallana á þjóðdeildinni heima á Hlöðunni... Ein mætti með ferðatösku á hjólum undir öll herlegheitin! Greinilegt að það átti að nýta allt mögulegt, efast samt stórlega um að þau hafi haft tíma til að kíkja í allar þessar bækur meðan á prófinu stóð!
Annars gekk prófið ágætlega vona ég, veltur held ég mest á því hvort kennararnir skilji dönsku svörin mín... Var allavega kominn með ágætis krampa í hendina þegar prófið var búið, enda búin að sitja sveitt við í 5 tíma, frá 9-14!!
Nú er bara verið að klára smá í ritgerð sem átti að vinnast um jólin, en af einhverjum furðulegum ástæðum gafst ekki tími til, svo er það bara pakka á föstudagskvöld og flug heim á laugardag, þeas ef þetta fxxxxxxs flugfélag getur einhvertíma farið í loftið á réttum tíma! Ef allt gengur upp er svo stefnan sett á tónleika í laugardagshöll um kvöldið með Bryndísi og fleiri góðum félögum ásamt því að kíkja í nokkra kalda á brávallagötunni seinna um kvöldið, allavega hin fínasta dagskrá :o)
Lofa svo að fara vinna í þessum myndamálum mínum, ætla að fá Hjördísi til að hjálpa mér að setja nokkrar myndir inn þegar ég kem heim, meðal annars úr afríska áramótapartýinu :o)