Pottapartý og stuð :o)
Jæja best að koma með smá fréttir úr sólinni hér í Köben ;o)
Allt fínt að frétta, búin að vera bongó blíða síðustu daga, ekki amalegt að vera á stuttermabol og kvartbuxum fram á kvöld... Þessi einmuna veðurblíða var líka vel nýtt á föstudagskvöldið, þegar Rannslan skellti sér á óvænt en skemmtilegt djamm hér á Kagså. Skellti mér á Kollegíbarinn með 3 strákum sem búa hér á kollegínu, fengið sér bjór og spilað fótboltaspil... hljómar þetta nokkuð strákalegt djamm?? Allavega var Rannsla mjög fegin þegar Eva kom fljúgandi inn um bardyrnar, eftir stutt djamm í bænum :o) Mikið stuð og mikið blaðrað það sem eftir var af kvöldinu, stungum strákana af í smá stelpupartý en enduðum svo kvöldið á að taka eitt gott pottapartý heima hjá Evu með stelpum og strákum ;o) Þar var Rannslan í því hlutverki að draga fólk ofan í pottinn í fötunum og sprauta á þá sem ætluðu ekki að hætta sér ofaní...Fínasta upphitun fyrir Búlgaríuferðina mína sem ég legg í á fimmtudaginn, grunar að það verði nóg af sundlaugar og pottapartýum þar, allavega nóg af djammi og tjútti, hlakka alveg geggjað mikið til!!!
Hilsen, Potta-Baunin