Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

miðvikudagur, desember 06, 2006

Danskur desember

Þá er liðin upp háannatími danskra julefrokosta hér í Köben. Maður er hættur að kippa sér upp við að sjá reikandi, og dafrandi eldra fólk eftir kl 18 á daginn, sem reynir hvað það getur að ná í leigubíl eftir skemmtun og drykkju dagsins, fólk sem dags daglega er voða dannað og fínt í lestinni á leið til vinnu. Það virðist einnkum vera áberandi að fólk milli 40 og 60 ára taki aðal djamm ársins á julefrokost i desember, veit ekki hversu vel það endar alltaf, heyrði einhverstaðar að það væri alltaf einhver rekinn hvern einasta mánudag í desember hér í dk. Greinilegt að einhverjir sleppa alveg fram af sér beilslinu. En nóg um danska julefrokosti, þar til um næstu helgi þegar ég fer í 2 svoleiðis, skulum vona að ég verði hvorki rekin úr bekknum mínun eða blokkinni minni...kannski lítil hætta á því þar sem Rannslan er jú alltaf svo hrikalega dönnuð á djamminu :o)
Annars er frábær helgi liðin, nóg að gera í lærdóm og "djammi". Smári Jökull var í Köben og var kíkt í búðir og á djamm með honum. Skelltum okkur í 2 íslendingapartý á föstudagskvöldinu, og var annað þeirra eins og skemmtistaður, svo troðið var af fólki þarna, skilst það séu partý þarna hverja helgi :o) Fór svo með krökkunum í Jólatívoli, en er orðin svo gömul að ég fór bara í eitt tæki, en nýtti tímann í að skoða jólaskraut og fínerí ;o)
En það styttist óðfluga í að ég komi heim, 10 dagar! Er samt ansi hrædd um að ég þurfi að fjárfersta í ýmiskonar öryggisbúnaði áður en ég kem heim á klaka miða við fréttirnar sem berast úr Borg óttans, meðal þess er skothelt og stunguhelt vesti og svo gamlar og góðar fiskvinnsluheyrnahlífar! Ég meina hvað er málið með að bíta eyrað af einhverjum út af rifrildi, mætti Tyson á staðinn eða hvað??
Hvernig er eiginlega Ísland í dag???