Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Prófblogg

Þessir dyggu lesendur mínir sem enn nenna að kíka hingað inn stöku sinnum er víst orðnir eitthvað frekar leiðir á dönskum julefrokostum, (ætli ég sé búin að eyðileggja þá skemmtun hjá þeim fyrir lífstíð?) þannig að ég er tilneydd að skrifa eins og einn leiðinlegan prófbloggpistil hér í janúar-próflesturs-leiðindunm mínum hér í Köben! Ábyrgist þó ekki að hann verði áhugaverður þar sem líf mitt er allt annað en áhugavert þessa dagana...
Allavega var lent á danskri grundu stundvíslega 1. janúar, þar sem hefja skyldi próflestur fyrir próf þann 4. janúar, sem gekk bara svona glimrandi vel...eða skulum vona það allavega... Hef svo haldið til á bókasafni CBS þá klukkutíma úr deginum sem ég hef verið vakandi, og nýtt þá í að lesa fyrir næstu 2 próf, sem verða allsvakleg, meðal annars munnleg aftaka!! Mun djamma í 2 vikur ef ég lifi hana af, allir Klakabúar velkomnir að joina mér í því djammi, ef af því verður...annars komið þið bara í jarðaförina mína...getið djammað eftir hana. Hugsanir mínar snúast því að mestu um radd- og gómvandamál, og það afhverju danir geta ekki teppalagt bókasöfnin hér, nei nei bara alltaf einhver fjandans gólfdúkur, þannig að þegar allar dönsku gellurnar koma á fínu stígvélunum sínum inn á bókasafn, glimur um allt, eða ef einhver hreyfir stól, glimur líka um allt!! Ætti að setja það í lög að það væri skylda að hafa teppi á bókasöfnum, eða skylda alla fólk til að koma á strigaskóm en ekki STÍGVÉLUM á próftímum!!!! Get alveg orðið geðveik á þessu!
En ætla ekki að kvelja ykkur meir á þessum lærdómsþönnkum mínum, ekki holt fyrir nokkrun mann að lesa þetta!
Hlakka hinsvegar geggjað til að fá ykkur skvísur hingað út til mín, lofa því að það verði ekkert "síðasta lest fer heim á miðnætti" þar sem þið komið bara á skikkanlegaum Djammtíma!! Ætti auðveldlega að geta platað hjólataxanna, þar sem þeir þekkja mig ekkert eftir að ég klippti mig, þannig ég er ekki lengur í straffi þar :o)
En best að tapa sér ekki í djammpælingum fyrr en eftir próf...sem klárast 19. janúar :o) Verð fyrst viðræðuhæf þá ef ég lifi klukkustunda danska munnlega aftöku (próf) af...
Kv. danska prófbaunin