Ætli það sé nú ekki löngu kominn tími á eins og eitt blogg héðan úr danaveldi. Verður að segjast eins og er að maður er svo svakalega upptekinnn þessa dagana að lítill tími hefur gefist til að setjast við tölvuna... En nú verður bætt úr því. Rannslan er líka komin með splúnku nýja tölvu beint frá USA, þannig að nú er engin afsökun fyrir því að blogga ekki oftar.
En hvar skal byjra?? Það er alveg heill hellingur sem hefur gerst síðan ég bloggaði síðast, m.a. búin að fara í 2 skemmtilegar "utanlands"ferðir :o)
En hefjum pistilinn á skemmtilegu 31 árs afmælispartýi sem við Atli fórum í til hennar Evu Hlínar. Stúlkan ákvað að halda almennilega uppá afmælið að þessu sinni þar sem 30 afmælisveislan seinkaðist víst um heilt ár, því var fagnað tvöfalt í kk 236! Heljarinnar stuðpartý, gómsætur matur og íslensk tónlist... gerist bara ekki betra. Íbúðin troðfull af skemmtilegum íslendingum, dansaður trilltur dans í stofunni við íslenska slagara, eldhúsbar Evu stóð fyllilega fyrir sínu og svo var skroppið út í garð ef þurfti að spjalla eða tékka á sofandi börnum ;o) Tókum fullt fullt af skemmtilegum myndum en mun setja þær inn í albúmið sem komust í gegnum ritskoðunina :o)
Fimmtudaginn eftir afmælispartýið alræmda skellti Rannslan sér í stelpuferð til Osló með 7 eðalkvennsum af Kagså. Tókum risa stóra ferju seinni part fimmtudags frá Köben. Komumst að því að við vorum víst ekki mjög high class þar sem okkar káetur voru á neðsta dekki, meira að segja undir bílaþilfarinu!! En það kom ekkert að sök, mottóið var bara að komast í partý á efsta þilfarinu með heita potti og alless.... Ferjan var semsagt með nokkrum veitingastöðum þar sem mannskapurinn fór út að borða, börum, diskóteki, búðum til að sjoppa og svo sundlaug með heitum potti. Við skvísurnar nýttum auðvitað þetta allt saman , þó í mismiklum mæli...ætli barinn hafi ekki haft vinninginn ;o) Eftir gott djammkveld skreið frejan í höfn í Osló kl 9 um morguninn, við skvísur vorum auðvitað ferskarstar allra, búnar að taka morgunverðahlaðborð og alles. Tókum svo skoðunarferð um Oslóborg með rútu, shoppuðum og skoðuðum okkur um í geðveiku veðri. Klukkan 17:00 var svo siglt úr höfn í Osló til baka til Köben. Þá tók við góður heitapottur, fínt út að borða og djammerí með nokkrum færeyingum og Grænlendingum....veit ekki alveg hvernig við náðum að enda á djammi með þeim!! Ritskoðaðar myndir eru í albúminu, en myndavélin varð batteríislaus seinna kvöldið þannig að þær eru ekki mjög margar...
Má til með að segja aðeins frá einu djammi sem við Atli tókum með Arnari skólabróður Atla og Rögnu kærustunni hans. Eftir strembna lærdómsdaga var ákveðið að sletta aðeins úr klaufunum þar sem það var nú einu sinni menningarnótt Kaupmannahafnar. Skelltum okkur niður á Nørrebro þar sem þau búa og drukkum nokkra öl og snæddum ljúffenga tyrkjapizzu. Ragna var víst alveg með það á hreinu að það yrði flugeldasýning á Ráðhústorginu kl 12 á miðnætti. Eftir að hafa fengið 2 íslenska drengi á neðri hæðinni í lið með okkur var ákveðið að skella sér niður á Ráðhústorg, þar sem við vorum orðin frekar sein eins og íslendinga er siður, var ákveðið að skella sér á hjólum. Þar sem að við Atli höfðum engin hjól var ákveðið að strákarnir myndu reiða okkur stelpurnar... og ó my god!! Þetta varð auðvitað að keppni milli strákanna, brunað áfram um götur Kaupmannahafnar með 2 gólandi stelpur á böglaberaranum, held samt að ég hafi haft vinninginn. Allavega áttu hinir 2 strákarnir erfitt með að fylgja okkur eftir þar sem þeir hlógu svo mikið af mér! Við Ragna sáum náttúrurlega ekki neitt, brunað niður kannta og hraðahindranir, getið ýmindað ykkur hvað það var þægilegt að hoppa á óbólstruðum böglaberanum, svo var svingað fram hjá hjólum og bílum og við heppnar að missa ekki fætturnar við hné!! Við vorum víst heldur ekki vinsælustu ferðalangarnir á götunum, heppin að mæta ekki löggu, þar sem að er víst sektað fyrir að reiða hér í Köbenhavn. En þetta hafðist þó á endanum, þó svo að rassinn væri mjög aumur við komuna á Ráðhúspladsen, renndum inn á torgið 5 mín í 12. En komumst svo að því eftir mikla bið að það var víst engin flugeldasýning, þó svo að Ragna haldi því enn fram að hún hafi séð þetta auglýst...eitthvað að rugla saman við menningarnótt í Reykjavík... En við ákváðum þá bara að skella okkur á pöbbarölt og skemmta okkur þar. Þetta varð hið fínasta kvöld, þó svo að strengirnir í lærunum og rassinum hafi ekki verið eins skemmtilegir daginn eftir!
Mánudeginum eftir þetta hjóladjamm okkar, leigðum við Atli bíl og skelltum okkur yfir til Þýskalands. Það var haustfrí í skólanum og við fundum billigan bíl, Fiat punto, svo ákveðið var að skella sér í smá reisu. Vorum 2 daga í Hamborg í rosa góðu veðri. Fundum ódýrt hostel, en þurftum að gista í herbergi með einum öðrum. Þegar við komum lá bakpokinn hans, smápeningur, óhreinir sokkar og nærur undir rúmi.... okkur leist ekki beint á blikuna en drifum okkur bara út að skoða borgina. Þegar við komum til baka um kvöldið sáum við að hann hafði komið við, en ekkert haft fyrir því að taka saman dótið sitt. Við fórum því að sofa, bíðandi eftir að herbergisfélaginn léti sjá sig....en hann kom ekkert um nóttina...virðist hafa náð sér í dömu, gott að hann kom ekki með hana upp í herbergi til okkar :o) Í Hamborg var margt skemmtilegt að skoða, rosa flott borg með mörgum stórfenglegum byggingum, sem voru eiginlega of stórar til þess að ná á mynd. Eitt óborganlegt atriði átti sér stað þegar við ákváðum að skella okkur í smá siglingu um borgina með eins konar fljótabát, bátnum stýrði ekta þýsk kona, stór og feit, með risastór brjóst og eldrauðan varalit. Þegar leggja átti í túrinn, brunaði kellan af stað án þess að leysa landfestar, og kipptist allhressilega í bátinn og allt hristist og skalf. Þýska kellan gólaði uppyfir sig á Þýsku og bað alla viðstadda þráfaldlega afsökunar á þessu...þegar hún hafði loks náð að losa kaðalinn með hjálp einhvers herramanns, kom hún inn aftur og átti að halda ferðinni áfram. Þá áttaði sú þýska sig á að allt kaffið hennar hafði helst niður í öllum hamaganginum og gólaði hún ekki minna en áður yfir því, auðvitað alltsaman á þýsku. Við Atli lágum í kasti ásamt flestum öðrum bátsverjunum... Sú þýska var þó fljót að jafna sig á þessu og fengum við hinn fínasta túr eftir þetta...en við áttum bágt með að hætta að hlæja að greyið konunni. Eftir 2 daga í Hamborg brunuðum við niður til Köln þar sem við hittum Tobi gamlan skólafélaga Atla og kærustuna hans. Fórum fínt út að borða á Bruggeríi og smökkuðum frábæran bjór, er á því að bjórin í þýskalndi sé nú aðeins betri en sá danski, þó hann sé nú góður. Daginn eftir fór Tobi með okkur í skoðunarferð um Köln, þar sem við sáum meðal annars Dómkirkjuna þeirra sem er allsvakaleg...og skelltum okkur svo í súkkulagðiverksmiðju/safn þegar fór að rigna. Þar var borðað yfir sig af súkkulaði og kökum svo að enginn hafði lyst á mat um kvöldið. Kynntumst vel þýskum siðum og vorum dugleg að smakka á þýska matnum, fengum okkur auðvitað þýskar bratwurst með karrýsósu, og Atli var svo hugaður að fá sér svínslöpp með húð og öllu. Heimildamyndir eru í albúminu.... Eftir 2 daga í Köln var brunað heim og bílnum skilað. Lágum svo í leti það sem eftir var af haustfríinu en á morgun tekur skólinn við á ný.
Annars býð ég bara eftir að Halla sys komi til Köben, ekki nema 10 dagar í skvísuna. Hlakka til að fá hana þar sem hún hefur aldrei komið í heimsókn hingað út til mín. Svo eru það bara skonsurnar eftir tæpan mánuð, þannig það verður nóg að gera hjá mér í nóvember í gestagangi. En segi þetta nóg í bili, enda orðið heljar langt blogg. Hendi inn myndum á morgun, hef ekki orku í það núna :o)
Hilsen úr Danmörkinni, Baunin