Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

föstudagur, desember 09, 2005

Jólaskap

jæja til þess að bæta upp bloggleysi mitt undanfarnar vikur, er hér komin önnur færlsa. Rannslan komst í jólaskapið á einstaklega furðulegan hátt hér í Köben, búin að hækka sjónvarpið í botn og hlusta á danskara keppa í dönskum "Það var lagið" þætti, syngjandi hástöfum dönsk jólalög :o) En það virkaði fyrir mig...
Annars lennti ég í ansi skondnum í fyrradag þegar ég var að læra á bókasafninu. Var þar með Önnu, og við ákváðum að setjast ekki inn í lessal heldur á rými þar sem eru nokkur borð og ekki þarf að vera alveg hljóð. Eins og 2 stelpum sæmir var auðvitað spjallað "aðeins", og við tökum báðar eftir að einn strákurinn sem sitir þarna er alltaf að stara á okkur, þannig að við hugsum með okkur að best væri að lækka bara í sér... svo seinna um daginn kemur hann gangandi að mér og spyr á okkar ylhýra móðurmáli hvort ég sé til í að líta eftir tölvunni hans, mér varð svo mikið um að hann skildi tala íslensku að ég skildi ekki það sem hann sagði og Anna þurfti að svara fyrir mig! Þetta var ekkert smá furðulegt, var bara búin að ákveða að þetta væri dani og hann myndi tala dönsku við mig, þannig að þegar hann spurði mig svo á íslensku, get ég svo svarið að ég skildi bara ekki neitt!!
Annars bíð ég ekkert smá spennt eftir að koma heim, vika þar til ég kem, get gjörsamlega ekki beðið!!!

þriðjudagur, desember 06, 2005

Komin Desember!

Jæja það er víst kominn desember og ár og aldir síðan ég bloggaði síðast, 10 dagar eða svo! Enda farin að fá skammir frá litlu systur... Engin sérstök ástæða fyrir því að lítið hefur verið bloggað, nema helst að það er ekki mjög mikið áhugavert að blogga um þessa dagana.
Dagurinn í dag var þó alveg met hvað óheppni mína varðar! Sko á sunnudaginn týndi ég lyklakortinu mínu að blokkinni sem ég bý í (svona lyklakort eins og maður fær á hótelum og í klefana í Herjólfi)... ekki alveg nógu gott, en ég var búin að sjá aukalyklakort hér uppi í eldhúsi og ætlaði bara að stela því, í gær ætlaði ég svo að setja það í póstkassann minn svo ég myndi nú ekki týna því líka, en setti það í vitlausan póstkassa, og það varð auðvitað að vera póstkassi fyrir íbúð sem engin býr í þessa stundina!! þannig að í dag varð ég að fara til Húsvarðarins hér á Kollegíinu, ljúga að honum að ég hefði sett "mitt" kort óvart í vitlausan póstkassa og fá hann til að opna, sem hann gerði, en svo þegar ég fer að prófa kortið passar það auðvitað ekkert í hurðina, er bara kort úr einhverri annarri blokk!!! þannig að ég þarf að fara á fimmtudag og segja honum að ég hafi týnt blessuðu kortinu, hann heldur örugglega að ég sé eitthvað hrifin af sér, alltaf hjá kallinum!! Ekki mjög myndarlegur kall þannig að það verða bara að vera hans hugarórar...
Allaveg svo dreif ég mig loks út í morgun eftir þetta bras með húsverðinum, en nei nei fór út á inniskónum, og var ekki með lykil til að komast afur inn!! þannig að ég fór á inniskónum niður á bókasafn að læra, fékk ekki fáa hneykslunarsvipi frá stígvélasjúkum dönum í rigningunni! svo þegar ég kom á bókasafnið fattaði ég að ég hafði gleymt peysu, og það er sko alltaf ógeðslega kallt á bókasafninu, þannig að ég var að læra á inniskóm í stuttermabol í skítakulda!! maður má sko ekki vera með úlpuna inni á lesrými í bókasafninu!! frekar pirrandi dagur!!
En yfir í eitthvað léttara, tók jólakæruleysi á lærdóminn um helgina, skellti mér í búðarráp báða dagana, verslaði jólagjafir og annað skemmtilegt, fór svo á jólamarkað niðurá Nyhavn, alveg ótrúlega jólalegt,.. missti mig aðeins í verslun á jóladóti, var bara komin í svo svakalegan jólagír... en það var ljúft að sleppa aðeins frá bókunum, get ekki neitað því :o)
En nú er það bara harkan sex í lærdómi þar til að ég tek flugið til Íslands, það nálgast óðfluga, 11 dagar í dag!! Fæ þó smá pásu, þar sem að það er julefrokost á laugardaginn hérna í blokkinni minni og svo er annar julefrokost fyrir bekkinn á flöstudeginum áður en ég kem heim, eins gott að vera stilltur þar svo maður missi ekki af fluginu til Íslands morguninn eftir...
En Rannslan kveður í bili úr taugastrekkjandi próflærdómi