Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

laugardagur, mars 25, 2006

Hækkandi hiti og Þjóðhátíð :o)

Best að láta aðeins vita af sér hér úr Danmörkinni, þó svo að það sé svosem ekki mikið að frétta af mér hér úti. Er svona að aðlaga mig að rólegra lífi eftir allan gestaganginn hjá mér síðustu vikur... hef allavega enn komist lifandi í gegnum 2 djammlausar helgar, þannig að þetta hlýtur að hafast. Verð að þrauka aprílmánuð, svo skilst mér að Bryndís sé á leið hingað út til mín yfir afmælið okkar :o) og jafnvel Hjördís líka :o) Þannig að það er hægt að lifa á tilhlökkun fyrir því!
Annars er það helst að frétta að það er eitthvað farið að vora hér hjá okkur í baunalandi eftir þennan ógeðis kulda sem hefur herjað á okkur að undanförnu, núna stígur hitinn bara og er vanalega svona í kringum 5 gráður, sem maður er hæst ánægður með eftir eintómar frotstatölur... Þannig að Rannslan fer bráðlega að pakka niður vetrarfatnaðinum og taka fram sandala og hlýraboli :o)
Annars datt ég í þennan þvílíka þjóðhátíðarfíling þegar ég sá að það var byrjað að skrifa inn þjóðhátiðarfréttir á þjóðhátíðarsíðuna www.dalurinn.is, bara búin að vera hlusta á þjóðhátíðarlög og rifja upp endalaust skemmtilegar minnigar frá síðustu þjóðhátíðum, eins og svipinn á Jóa Löggu þegar hann tapaði sér, þegar mér var hent upp á stóra svið, við skvísurnar í þjóðhátíðarbúningunum, bekkjabílapartý og endalaust meir...get hreinlega ekki beðið eftir næstu hátíð en það eru nú samt bara 131 dagur í setningu næstu þjóðhátíðar :o)
Rannslan kveður í bili, farið að gera ykkur reddý fyrir næstu þjóðhátíð!

miðvikudagur, mars 15, 2006

Verslað í Köben

Jæja jæja komið að því að blogga um dvöl Hjördísar hér í Köben... Hjördís mætti á svæðið á hádegi á fimmtudag þar sem ég tók á móti henni á Hovedbanegaarden, hún alveg ótrúlega klár að rata alein þangað uppeftir frá flugvellinum, enda er hún víst með Gps radar í rassg...! Mikið var Rannslan nú fegin að hitta loks Hjördísi sýna, það virðist hins vegar koma yfir mig mikill klaufa- og ljóskuandi þegar ég er með Hjördísi og var það ekki lengi að koma í ljós, mér tókst að labba harkalega á handriði á lestarstöðinni (skil ekki hvernig ég missti af því, það er sko risastórt!) og fá risastóran marblett og þar að auki hrinja næstum niður stigan að klósettunum, og auðvitað lá Hjördís alveg í kasti...þetta var víst það sem koma skyldi um helgina, Rannveig að fara á kostum í klaufaganginum og ljóskukommentunum ;o)
Við tókum þá ákvörðun að skella töskunni hennar Hjördísar bara í geymslu á lestarstöðinni og halda beinustu leið á strikið að kíkja í búðir :o) Þar var sko labbað og labbað og skoðað og skoðað og keypt og keypt... eftir þennan mikla verslunarleiðangur var farið að leita eftir einhverju að eta, ákváðum við að skella okkur á kínverskan veitingarstað... God sáum strax eftir því þegar við komum inn, frekar sjabbí eitthvað svona, stólarnir og borðin að hrynja í sundur en það sem var það allra fyndnasta var að á "Matseðlinum" sem aðeins bauð upp á að kaupa 3 rétti saman, eða hlaðborð... stóð að maður ætti vinsamlegast að taka aðeins eins mikið og maður borðaði ef maður færi í hlaðborð því að ef maður skyldi eftir mat yrði maður rukkaður tvöfalt!!! Eftir þessa lestningu laumuðum við okkur út við lítinn fögnuð hjá gamla barþjóninum...Voru fljótar að finna betri stað þar sem við fengum þennan dýrindis mat, þar sem að við vorum hálf dasaðar eftir allt verslunarröltið var haldið heim á leið í rólegheitin... þurftum reyndar að snúa við á miðri leið þar sem greyið taskan hennar Hjördísar gleymdist á Hovedbane...
Á föstudeginum skelltum við okkur svo í Field's að versla meira, og fórum beint þaðan yfir til Malmö til Smára, sú ferð varð ansi skrítin og skemmtileg, skelltum okkur strax í partý upp á Kollegí til Smára, þar voru komin saman allra þjóða kvikindi en vildi svo vel til að við vorum 5 íslendingar :o) Þar fór rannsla ljóska á kostum við mikinn fögnuð Hjördísar og Smára, en náði þó ekki að toppa hinn sænska Erik, sem gerði hosur sínar óspart grænar fyrir Hjördísi, stelandi úr glasinu hennar, einstaklega vel málaður um augun og huggulegur, en því miður lukkaðist þetta þó ekki hjá þeim :o( Síðar um kvöldið var síðan haldið á skemmtistað, furðuleg tónlist þar en þó ekki eins furðuleg og klæðnaðurinn á drengjum staðarins og furðuleg lykt sem sveif um loftið (fremur vond). Strákar í Svíþjóð klæðast víst aðeins NÍþröngum gallabuxum, niðurþröngum og alles(innvíðum eins og Íris myndi orða það), held að það séu ekki mikil not fyrir tólin á þeim eftir að hafa klæðst þessu allt kvöldið! Við stöllur ákváðum að drífa okkur svo bara heim með lest um nóttina, fengum þennan fína indverska leigubílstjóra sem tjáði okkur að hann væri frá Reykjavík, snæddum kebab og franskar með sesonal í nýstingskulda, en strákarnir á kebabstaðnum vorkenndu okkur svo mikið að þeir komu með ofn til þess að við gætum hlýjað okkur á höndunum, algjörar dúllur... Í lestinni til baka gerðist eitt alveg óborganlegt atriði...við vorum sestar inn, að enda við að klára matinn okkar, fullt af fólki komið inn í vagninn og lestin að leggja af stað, haldiði þá ekki bara að einn farþeginn lyfti pennt upp löppinni og gjörsamlega þrumi þessu rosa prumpi yfir vagninn þannig að allt nötraði!!! God, ég hélt að ég yrði ekki eldri! og þessi ógeðis fýla sem kom um 15 mín seinna, á ekki orð til að lýsa henni, maðurinn hefur verið byrjaður að rotna að innan hlýtur að vera!
Jæja upp rann laugardagur, við vöknuðum snemma til að ...versla en ekki hvað! Skelltum okkur á strikið, hittum svo Smárann sem kom yfir til Köben til að sækja veskið sitt sem hafði gleymst í töskunni hennar Hjördísar kvöldinu áður, fórum svo heim og fundum okkur til fyrir djamm kvöldsins. Áður en haldið var í bæinn fórum við til Evu og Jökuls þar sem Tópaspelinn sem Hjördís kom með var kláraður, tókum svo leigubíl í bæinn með þennan frábæra 60 ára leigubílstjóra sem var með hnakkatónlistina í botni allan tímann og gólaði hástöfum með, hef sjaldan lent í öðru eins! Þó svo að mikið hafi verið búið að velta fyrir sér á hvaða staði við ættum að fara var raunin sú að aðeins var farið á einn stað, tjúttað og sprellaði við dani, Rannslan komin upp á bekki að dansa, Hjördís fékk á meðan þá skemmtilegu spurningum hvort hún væri gift og hvort það væri ástæðan fyrir því að hún laðaði að sér alla þessa kallmenn! Ekki heyrt það fyrr að það laði að kallmenn... hittum líka íslenska stráka sem tóku stjórnina í tónlistarmálum og skelltu sér upp á svið til að taka lagið þar sem hljómsveit staðarins var víst ekki alveg að gera sig, ansi gott og fróðlegt djamm, tókum þó engan hjólataxa, enda kannski heilsu okkar fyrir bestu :o)
Sunnudagurinn var notaður í almenna þynnkuleti, skellt sér í þynnkuborgara á makkann og komið svo heim að pakka, Hjördís hélt svo heim á leið á mánudagsmorgun... Vona þó að það verði stutt í næstu ferð hennar hingað út, fullt sem við eigum eftir að gera, t.d. kanna alla þessa djammstaði sem við vorum búnar að planleggja að kíkja á...
En nú er víst kominn 15. mars og kominn tími til að fara hægja á sér í djamminu og byrja að lesa eitthvað af viti fyrir þennan skóla... Hér í baunalandi er ennþá SKÍTAKULDI, danir eiga bara ekki orð yfir þessu veðurfari, það byrjaði aftur að snjóa í dag, gamli snjórinn ekki einu sinni farinn!! Vona að það fari nú eitthvað að hlýna hér hjá mér svo ég geti farið að monta mig af veðurblíðunni við ykkur klakabúa, en kveð í bili enda bloggið orðið endalaust langt... over and out - Rannslan ;o)

miðvikudagur, mars 08, 2006

Ekki dauð enn...

jæja jæja þá nennir maður loksa að setjst niður og blogga nokkrar línur, enda lesendurnir greinilega ekki mjög ánægðir með frammistöðu mína í blogginu... Þessi undarlega bloggleti er greinilega farin að herja á mig aftur... en ég er bara fegin á meðan það er ekki einhver önnur leti, en best að hætta þessu tuði og koma sér að fréttunum.
Eins og ég sagði frá í kommentakerfinu skellti ég mér í skíðaferð með foreldrunum til Austurríkis, gott að eiga svona foreldra sem dekra við mann hægri vinstri og bjóða manni í skíðaferð ;o) Allavega var alveg magnað að koma aftur til Austurríkis eftir 4 ára fjarveru, þýskan rifjaðist fljótt upp, bjórinn alveg æðislegur þarna og fólkið líka (nóg af sætum strákum!). Það var verið á skíðum með mömmu og pabba frá klukkan 9 á morgnanna til 4 á daginn, þvílík sæla, svo var bara stoppað í skíðakofunum í brekkunum og fegnið sér einn öllara, eina bratwúrst eða vínarsnitsell og svo skellt í sig einni (stundum fleirum) Marillu (skíðaskot) áður en haldið var af stað í brekkurnar á ný. Ég féll alveg fyrir þessu fríi og segi bara við ykkur hin sem þekkið mig að ég er hætt við allar sólarlandaferðir, nú verður bara safnað í skíðaferð og skellt sér í djammskíðaferð í austurrísku alpana, hef mjög góða reynslu af þeim eftir þessa ferð. Frábær skemmtun, æðislegar brekkkur, skíðaskóli fyrir þá sem ekkert kunna, með ótrúlega sætum skíðakennurum, spurning um að skella sér einn dag, bara til þess að njóta útsýnisin :o), nóg af skíðakofum til að bæta á smurolíu (bjór eða skot), æðisleg tyrólamúsik í kofunum, þegar maður kemur niður er svo brjálað partý, þannig að þið hafið enga afsökun, nú verður bara skellt sér í skíðaferð! Grunar líka að það verði alveg óborganlega fyndið fyrir mig að sjá ykkur pjásurnar á skíðum ;o)
Skellti mér svo einnig eitt kvöldið í sleðaferð lengst upp í fjall, var svona hópferð með dönsku ferðaskrifstofunni sem við fórum með, það áttu að vera 2 og 2 saman á litlum sleða, ma og pa skelltu sér auðvitað saman á sleða þannig að ég var bara ein, en fékk fljótlega stórann og stæðilegan herramann með mér á sleðann minn, hann var það stór að hann hafði of langar lappir til að stýra sleðanum, þannig að ég var sett undir stýri. Ómæ ómæ..það gekk nú ekkert allt of vel í fyrstu en svo fór þetta að ganga, rendum á þvílíkri ferð að ég var að skíta í mig úr hræðslu, gargandi á íslensku hægri vinstir í mesta panikkinu, og greyið strákurinn skildi ekki neitt, enda danskur... en komst þó lifandi frá þessu þó að tæpt væri, öll krambúleruð, teygði og toguð eftir nokkrar veltur á sleðanum. Við prófum þetta bókað þegar þið komið með mér í skíðafríið :o)
Annars lítið að frétta hér úr danaveldi nema að það er SKÍTA kuldi hér, 10 stiga frost eða eitthvað, ekki gaman, en hins vegar mun skemmtilegra að Hjördís vinkona er að koma hingað út til mín á MORGUN (hún var víst búin að heimta að ég skrifaði eitthvað um konuna hennar... en hef ekkert heyrt af henni..). Planið er auðvitað að djamma og versla, og svo senniega kíkja yfir til Malmö á Smárann (Sála) sem verður einmitt þar þessa sömu helgi, annars verður þetta bara látið ráðast, hef ekki áhyggjur af því að okkur leiðist neitt...verða sennilegar einhverjar skemmtilegar sögur eftir helgina, hins vegar spurning um hvort að þær verði prenthæfar ;o)
Bestu kveðjru frá skíðasjúklingnum sem er fastu í danaveldi þar sem engar skíðabrekkur finnst!

P.s. henti inn nokkrum myndum í albúm 2 frá því að ma og pa voru hér, og frá Austurríki.