Jæja þá er maður LOKSINS búin að skila af sér gömlu 2 íbúðunum, ný máluðum og sótthreinsuðum. Enda hlutum við náð fyrir augum inspektorsins og vorum rukkuð um mjög lítið!! Vúhú
Við höfum svo verið að koma okkur smám saman fyrir í nýju 52 fm höllinni okkar, setja upp myndir og koma hlutunum á sinn stað. En held að höllin sé að verða bara nokkuð sæmileg útlits eftir að farið var í eitt stykki IKEA ferð og keyptar mubblur. Veit þó ekki hvort farið verið í IKEA á næstunni, þar sem að þessi IKEA ferð gekk næstum frá Atla greyinu, bæði andlega og líkamlega. Ég fæ allavega fjandsamlegt augnarráð þegar ég missi útúr mér að við þyrftum kannski að kíkja þangað við tækifæri...
Hendi inn myndum við tækifæri af pleisinu, svo þið getið séð herlegheitin en vil benda æstum lesendum og komandi gestum á að það er betra að panta gistingu í tíma, þar sem að nokkuð líklegt að gistiplássið muni rjúka út eftir að við komumst í þessa lúksus höll :o)
Ég var víst búin að lofa ykkur Spánarpistlinum sem alltaf gleymdist að skrifa. Spánarferðin var æði. Flugum til Alicante og vorum í sumarhúsi rétt fyrir utan torrevecha (veit ekkert hvernig á að skrifa þetta, skrifa bara eins og ég segi það, verðið að afsaka slæma spænskukunnáttu). Þar vorum við í 10 daga með Siggu og Arnari, gerðum heilan helling, fórum á ströndina, böðuðum okkur í fjallafossum fyrir ofan Benidorm, fórum í vatnsleikjagarð, skemmtigarðinn Teramitica þar sem munaði minnstu að Rannslan dræpist úr hræðslu í ægirlegustu rússibanaferð sem vitað er til, Atli var farinn að íhuga að hringja í 112, en Rannslan skreið þó saman í lokin og harkaði af sér.
Við fengum frábært veður og náðum að baka okkur vel í sólinni. Eftir þessa 10 daga fóru Sigga og Arnar heim, en þá gistum við í 4 nætur á 4 stjörnu lúxus hóteli rétt fyrir utan Benidorm. Slöppuðum vel af þess síðustu daga, keyrðum eftir strandlengjunni, fórum á markað og borðuðum góðan mat. Gott að hlaða batteríin fyrir komandi fluttinga!
Ætla að henda spánar-myndunum inn við tækifæri en myndin hér fyrir ofan ætti að lýsa Spánarstemmaranum ágætlega :o)
Annars hef ég ekki mikið meira að segja í bili. Skólinn kominn á fullt og maður svona að koma sér í lærdómsgírinn eftir sumarfrí og fluttninga. Bíð svo bara eftir að stelpurnar komi í heimsókn í nóvember. Er búin að taka frá gistiplás yfir ykkur dömur mínar, þið munið fá stofuna alveg útaf fyrir ykkur.
Segi þetta gott í bili af fréttum úr Köben, skal reyna henda inn myndum af íbúðinni og Spáni fljótlega.
Danska baunin kveður, yfir og út!