Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

mánudagur, ágúst 29, 2005

Síðustu tímarnir

Þá er runninn upp síðasti dagurinn á fróni í langan langan tíma, og alveg klikkað að gera hjá mér. Djammið á laugardaginn var í einu orði frábært! Góður stemmar hér á Langholtsveginum, kjóllinn dreginn fram og mátaður, hringt á dominos til þess að panta bíl í bæinn, nokkrar fleygar setningar úr Nýju lífi æfðar, rætt um atvinnumöguleika í minnkabúi.... Þegar í bæinn var komið var tekinn trylltur dans á celtic með FRÁBÆRUM trúbardor sem spilaði allt sem við skvísurnar báðum um, enda átti Bryndís í miklum erfiðleikum með að draga okkur þaðan. Á leiðinni á Hressó var svo gæinn í fallega 70´s skíðagallanum myndaður í bak og fyrir með aðalmódelum gengisins, einnig hringt nokkur símtöl við mismikla ánægju þeirra sem hring var í. Á Hressó var dansað af sér rassgatið, hitt gamla vestmannaeyinga, ásamt reykjavíkurliði, tekinn einn pöbbarúntur með Dröfn, þar sem kúbufarinn tönglaðist á því að hún ætlaði sko að skrifa um það í blöðin að við hefðum ekki fengið inngöngu á Rex, bíð spennt eftir þeim pisli. Aftur skundað á Hressó og dansað meira, sópað út með ruslinu og drifið sig heim með leigubíl, án þess að þurfa einu sinni að koma nálægt leigubílaröðinni :) greyið leigubílstjórinn þurfti að hlusta á mig alla leiðina tönglast á því að hann væri riddarinn á hvíta hestinum... var svo glöð að hafa sloppið við röðina.
Á sunnudegi var risið mjög seint úr rekkju og þrifið eftir partý næturinnar. Um kvöldið haldið í kveðjuleiðangur á pöbbana og kvatt skólafélaga og aðra skemmtilega vini, þar sem tekin voru loforð af mönnum um að mæta fljótt til Köben til þess að djamma með Rönnslunni. Í dag hefur allt verið á milljón, reddleiðangrar um allan bæ og pakkað og pakkað í töskur, skil ekki alveg hvernig ég á að komast með þetta allt út.... Í kvöld er planið að fara út að borða með ma og pa, knúsa 2 bestustu bless og vonandi ekki fara mjög seint að sofa þar sem að ég þarf að vakna upp úr 5 til þess að bruna á völlinn, það verður sennilega gífurlegur ferskleiki sem mætir mönnum í afgreiðslunni á vellinum...

Vonandi líður ekki mjög langur tími þar til ég kemst á netið næst, en þangað til segi ég bara bless elskurnar mína, verið hress, ekkert stress og bless bless!

laugardagur, ágúst 27, 2005

Brjálað að gera!

Það verður að segjast að þessi dagur hefur verið nokkuð vel nýttur, engin leti á þessum bæ. Vaknaði um 11 í sól og blíðu austur í bústað, vel út hvíld og tilbúin að takast á við átök dagsins...Eftir að hafa skellt í sig morgunverði og knúsað alla bless, var brunað í borgina því það var nokkuð margt sem átti eftir að gera fyrir kvöldið.
Eftir stutt hvíldarstopp á Langholtsveginum var haldið í innkaupaleiðangur, snyrtidót, matur og snakk fyrir kvöldið, og ekki mátti gleyma að koma við í mjólkurbúðinni. Þar voru gerð svakaleg innkaup, átti í erfiðleikum með að bera djös. körfuna, og samt er ég nú nokkuð mössuð enda lyftaragella! Þegar komið var að kassanum tók ekki betra við. Ég rogast að kassanum með báðar hendur fullar (búin að fara í byggt og búið og bónus þannig að það var ekki bara vín...) og þar afgreiddi mig einhver gjæi af sólheimum eða eitthvað, alla vega að deyja úr hamingju með lífið og fer að spyja mig hvort ég sé að fara á svaka fyllerí, og ég get svarið það held hann hafi sungið fyrir mig upphæðina sem ég þurfti að borga fyrir búsið, það vakti ekki neina svaka lukku hjá mér þar sem að sú upphæð var vægast sagt mjög HÁ! Var fegin að sleppa þarna út og burt frá greyið stráknum, eins gott ég hitti hann ekki í kvöld, hann gæti fengið einn á hann...
Eftir þessar raunir þurfti auðvitað að koma við í fleiri búðum þar sem ekki fékkst allt í bónus... Að þessu loknu var svo skellt sér í einn lampatíma til þess að reyna að má út sólbrúnkuFÖR sumarsins, svo hægt væri að vera fínn um kvöldið.
Nú er klukkan hálf átta og ég ekki enn farin í sturtu, hvað þá farin að græja eitthvað til fyrir þetta blessaða partý... en þetta hlýtur að allt að reddast eins og venjulega.

En eitt er á hreinu, ÞAÐ VERÐUR DJAMMAÐ Í KVÖLD! :)

föstudagur, ágúst 26, 2005

Helgin hafin!

Jæja þá er síðasta helgi mín á klakanum í langan tíma gengin í garð. Var að koma heim eftir síðasta vinnudaginn minn í álverinu, ekki laust við að maður eigi eftir að sakna misskrýtinna vinnufélaga þegar maður verður komin út til Danmerkur, en ég kem vonandi aftur til þeirra næsta sumar, ef þessar elskur vilja fá mig...
En nú er bara verið að pakka niður í smá tripp austur í bústað þar sem amma og afi ætla að halda smá kveðjuveislu fyrir Rönnslu, uummm grill og bjór, það verður ljúft. Svo verður bara brunað í bæinn á morgun, farið í ríkið og undirbúningur fyrir aðalpartýið settur í fullan gang. Ekki laust við að það sé komin smá tilhlökkunarfiðringur í magan, alltaf gaman þegar djamm er framundan :)

En verð að fara að finna mig til, mamma og pabbi farin að reka á eftir mér, þið verðið róleg í kvöld svo þið hafið úthald í að djamma með mér á morgun, þið vitið að það þarf nokkuð gott úthald til þess að halda í við mig :)

Partý Partý

Jæja þá er lítur fyrsta partýtilkynningin dagsins ljós hér á síðunni (vonandi verðar þær nokkrar, kannski þó á dönsku).

Blásið verður til veislu og hátíðarhalda fyrir fræga og fallega fólkið, semsagt ykkur, á Langholtsvegi 147 næstkomandi laugardag. Þetta verður mitt síðasta djamm á klakanum í LANGAN tíma og má því búast við miklu stuði hjá partýhaldaranum. Eitthvað áfengi verður í boði hússins, en ætlast er til að fallega og fræga fólkið sé það múrað að það geti að einhverju leyti splæst í vín fyrir sig og sína, einnig er verið að spara fyrir danska bjórnum, öll framlög eru vel þegin :)
Gleðin hefst upp úr kl 21:00, hressleiki er skilyrði fyrir inngöngu og munið að fyrstir koma fyrstir fá....áfengi!

Fyrir þá sem hafa planað eitthvað annað þetta kvöld minni ég á að hafa símana með sér því að þeir skulu ekki láta sér detta í hug að þeir sleppi við að djamma með mér og knúsa mig bless, heldur mun ég hafa upp á þeim í bænum!

Fallega og fræga fólkið er vinsamlegast beðið um að láta mig vita í kommentakerfinu hvort það komi, eða hvort ég þurfi að leyta að því í miðbænum á laugardagsnóttina...over and out!

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Nau nau nau

Hvað haldiði að hafi gerst! Rannslan neyddist til að trana sér fram hér í blogheiminum.

Þar sem áætlað er að flytja búferlum til Kaupmannahafnar og hefja þar sambúð með danska bjórnum var þessi afdrifaríka ákvörðun tekin svo vinir og vandamenn gætu fylgst með.

Hér fáið þið að heyra allt það helsta sem mun gerast hjá henni í Köben þó eitthvað verði nú látið liggja milli hluta.

Lofið henni að vera dugleg að kommenta svo hún sakni ykkar ekki jafn mikið.

Jæja elskurnar mínar þá er komið að því að kveðja í þessum fyrsta netpistli... en munið bara.. ÉG ER MEÐ LYFTARAPRÓF!