Síðustu tímarnir
Þá er runninn upp síðasti dagurinn á fróni í langan langan tíma, og alveg klikkað að gera hjá mér. Djammið á laugardaginn var í einu orði frábært! Góður stemmar hér á Langholtsveginum, kjóllinn dreginn fram og mátaður, hringt á dominos til þess að panta bíl í bæinn, nokkrar fleygar setningar úr Nýju lífi æfðar, rætt um atvinnumöguleika í minnkabúi.... Þegar í bæinn var komið var tekinn trylltur dans á celtic með FRÁBÆRUM trúbardor sem spilaði allt sem við skvísurnar báðum um, enda átti Bryndís í miklum erfiðleikum með að draga okkur þaðan. Á leiðinni á Hressó var svo gæinn í fallega 70´s skíðagallanum myndaður í bak og fyrir með aðalmódelum gengisins, einnig hringt nokkur símtöl við mismikla ánægju þeirra sem hring var í. Á Hressó var dansað af sér rassgatið, hitt gamla vestmannaeyinga, ásamt reykjavíkurliði, tekinn einn pöbbarúntur með Dröfn, þar sem kúbufarinn tönglaðist á því að hún ætlaði sko að skrifa um það í blöðin að við hefðum ekki fengið inngöngu á Rex, bíð spennt eftir þeim pisli. Aftur skundað á Hressó og dansað meira, sópað út með ruslinu og drifið sig heim með leigubíl, án þess að þurfa einu sinni að koma nálægt leigubílaröðinni :) greyið leigubílstjórinn þurfti að hlusta á mig alla leiðina tönglast á því að hann væri riddarinn á hvíta hestinum... var svo glöð að hafa sloppið við röðina.
Á sunnudegi var risið mjög seint úr rekkju og þrifið eftir partý næturinnar. Um kvöldið haldið í kveðjuleiðangur á pöbbana og kvatt skólafélaga og aðra skemmtilega vini, þar sem tekin voru loforð af mönnum um að mæta fljótt til Köben til þess að djamma með Rönnslunni. Í dag hefur allt verið á milljón, reddleiðangrar um allan bæ og pakkað og pakkað í töskur, skil ekki alveg hvernig ég á að komast með þetta allt út.... Í kvöld er planið að fara út að borða með ma og pa, knúsa 2 bestustu bless og vonandi ekki fara mjög seint að sofa þar sem að ég þarf að vakna upp úr 5 til þess að bruna á völlinn, það verður sennilega gífurlegur ferskleiki sem mætir mönnum í afgreiðslunni á vellinum...
Vonandi líður ekki mjög langur tími þar til ég kemst á netið næst, en þangað til segi ég bara bless elskurnar mína, verið hress, ekkert stress og bless bless!