Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

laugardagur, nóvember 26, 2005

Mugison!

Jæja það er nokkuð ljóst að það er farið að styttast í jólin! Köben er allavega að komast í jólafílinginn, búið að skreyta fullt í miðbænum, jólaljós út um allt, jólalög í búðum og fullt af fólki í bænum að skoða og kaupa jólagjafir. Fyndið hvað maður fatta þetta einhvernvegin ekkert þegar maður er svona fastur með nefið í bókunum alla daga... en það eru víst að koma jól! Var í bænum áðan með stelpunum að skoða jólagjafir og virða fyrir mér miðbæinn, ekki frá því að maður hafi komist í smá jólafíling :o)
Annars er það hels að frétta að ég fór á alveg magnaða Mugison - tónleika á Vega í gær. Fór með stelpunum sem eru með mér í skólanum ásamt nokkrum krökkum í viðbót, á tónleikunum voru eiginlega bara íslendingar og nóg af þeim, enda búa ekki svo fáir hér í Kóngsins Köben. Tónleikarnir voru hreint út sagt frábærir, Mugison fór alveg á kostum, flaug á hausinn í síðasta laginu og var klappaður 2x upp, gerist sennilega ekki mikið betra. Dreif mig svo bara heim um 12 þar sem að maður var ekki alveg í djammgírnum, lenti í heljarinnar lestarveseni þar sem að ekki ein, heldur 2!!! lestar sem áttu að ganga heim voru bara stopp á Hovedbanen! Frekar fúlt svona, ekki nóg með það, heldur voru engir leigubílar við lestarstöðina og þurftum við því að labba í kulda og trekki út að Ráðuhústorgi og taka leigubíl þar! Get svarið að ég var frosin í gegn, það er nebblega orðið alveg ógeðslega kallt hér í Baunalandi núna...
Annars eru síðustu dagar í kennslu að skella á, og við tekur lærdómur og meiri lærdómur...ekki alveg það skemmtilegasta, er alveg komin með NETT ógeð af þessum skóla í bili, en ég lifi á því að það styttist í að ég komi heim, 21 dagur! :o)

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Gengin í barndóm

Jæja merkilegt hvað maður bloggar orðið sjaldan hér, bloggletnin alvega að fara með mig, eða maður ætti kannski bara að segja að almenn leti herji ámig þessa dagana! Annars róleg og þægileg helgi liðin og skólinn tekinn við aftur, er einhvernvegin ekki mjög upplögð í þennan endasprett sem eftir er af skólanum, farin að telja dagana þar til ég kemst heim í dekrið :o)
Annars er það hels að frétta að Rannslan yngist greinilega bara með hverjum deginum hér í Köben, var allavega að kaupa mér klippikort í lestar og strætó í gær, og var selt barnakort! Erum sko að tala um að það er fyrir 16 ára og yngri... Já þannig að ég ferðast bara á barnakorti þessa dagana! Ekki hægt að segja að ellikellingin sé búin að ná mér ennþá :o)
Var búin að lofa ykkur smá lýsingu á kennurunum mínum, skemmtilega fyndnir karakterar.
Mads sem kennir mér málfræði er yngstur af þeim, ný skriðinn úr skóla og hefur alveg óstjórnlegan áhuga á málfræði, kallar sjálfan sig Málfræðinördið, og ég get alveg tekið undir það... Hann er nú svona í hallærislegri kanntinum í útliti og klæðaburði, reyndar ótrúlega líkur Harry Potter! Oft frekar utanvið sig, greinilega svo mikið að gera í málfræðirannsóknum að það gefst enginn tími til að fara í klippingu, þar sem að hann er kominn með MIKINN lubba, eins og ég segi, Danir eru alltaf í tískunni....En hannmá eiga það að hann er góður kennari og ég skil hann nokkuð vel, fær auka plús fyrir það :o)
Frúin sem kennir mér hljóðfræði heitir Birgitt og er sko búin að kenna þetta fag í 30 ár eða eitthvað... Líkt og Mads þá er þetta hennar líf og yndi, hefur alvega ótrúlegan áhuga á kennslunni, sem kemur sér mjög vel fyrir okkur. Hún er alveg ótrúlega fyndin í útliti, fyri það fysta er hún alveg pínupínu lítil og svo mjó að hún er innfallin, er að meina það...er svona hokin! Svo er hún með alveg rosa þykkt og mikið grátt hár, sem nær akkúrat niður að kjálka, það er svo þykkt að maður sér ekkert framan í hana nema að horfa beint framan á hana, annars sér maður bara gráan hárvegg... Svo er hún oft hlaðin risastórum hringjum og armböndum, klædd í skærgræna jakka og með buxurnar girtar upp að brjóstum og auðvitað með belti til að halda þeim uppi, til að setja punktinn yfir i-ið er hún svo með alveg eldrauð gleraugu, mjög smart!
En það verður framhaldsþáttur í þessum kennaramálum, fáið lýsingu á hinum 2 í næstu færslu...
Rannslan kveður í bili úr tískulandinu...

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Ekta Bauni eða hvað!

Elsku Íslendingar fjær og nær, innilega til hamingju með daginn! Eins og allir alvöru íslendingar vita er 16. nóv dagur íslenskrar tungu og var hann auðvitað haldinn hátíðlegur af Rönnslunni í Köben. Annars hlaut ég mína fyrstu eldskírn sem ekta Dani í dag, hélt fyrirlestur á dönsku fyrir bekkinn með 2 öðrum dönum, og það sem meira er að ég komst lifandi frá því!!! Vona að danirnir hafi að mestu skilið mig, en þeir urðu þó að sætta sig við íslenskar áherslur og framburð þar sem að ekki var séns að Rannslan gæfi það eftir á þessum eðaldegi móðurmálsins! Ekki nóg með að vera búin að halda fyrirlestur á baunamáli heldur kaus ég í gær til borgarstjórnarkostningar hér í Köben. Jájá Rannslan er svo rosalega mikilvægur þegn að hún fékk sennt spes Valgkort (eins og reyndar aðrir danir) stílað á hana. Þannig að í gærkvöldi var sett á sig húfu og vetlinga, þar sem að það er aldeilis farið að vetra hér í danmörku, og brunað á hjólum með 4 dönum úr blokkinni á kjörstað og atkvæði greidd. Hef aldrei á ævi minni séð eins langa kjörseðla, þetta var bara á við hálfa klósettrúllu... 2 stykki takk fyrir, eitt fyrir kommúnuna og svo eitt fyrir landspólitíkina (held ég, ekki alveg með þetta allt á hreinu). Allavega nokkuð ljóst að ég er að verða að ekta Bauna!
Annars lítið að frétta héðan, nema að helgin varð mun skemmtilegri en ég hafði búist við. Var búin að búa mig undir lærdóm og aftur lærdóm, en endaði á óvæntu djammi á föstudag á barnum, og svo eftirpartýi til kl 7 :o)
Laugardagurinn fór svo að mestu í svefn og leti. Um kvöldið var svo skellt sér út að borða á Pitsa Hut og snætt eina bestu pitsu sem ég hef smakka, sjúklega góð alveg. Kíkti svo í bíó á The ledgend of Zorro, bara nokkuð góð mynd.
Annars lítið meir að segja í bili, verð að valda tískulögguaðdáendum mínum vonbrigðum með því að sleppa tískuþættinum í dag. En í staðinn mun ég fljótlega setja inn lýsingu á kennurunum mínum, sem eru margir hverjir frekar skrautlegir í háttum og klæðaburði.

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Blogg blogg!

Jámm sælir lesendur góðir, það er víst nokkuð ljóst að það er kominn tími á blogg þegar "duglegasti" bloggari Danmerkur er farinn að reka á eftir bloggi hjá manni!
Allavega er nú bara allt fínt að frétta hér úr Köben, mestmegnis sama rútínan sem maður lifir þessa síðustu og allra verstu daga, skóli, læra, skóli og læra meira... Annars gerðist ég pössunarpía í síðustu viku og passaði fyrir Evu og Jökul, frábært orðspor mitt var greinilega undarlega fljótt að spryrjast út þar sem að áður en ég vissi af var ég komin með 2 börn í pössun ;o)
Annars uppgötvaði ég flotta verslunarmiðstöð hérna rétt hjá mér á föstudaginn, þegar ég fór með Evu og Jökli í Lyngbystorcenter. Veit ekki alveg hversu gott það er að hafa uppgötvað hana svona snemma, peningarnir verða eflaust fljótir að fara ef ég held mig ekki í hæfilegri fjarlægð... fullt af flottum búðum og sko nóg af skóbúðum handa Rönnslu skófíkli! En síðasti föstudagur ver einmitt svo kallaður J-dagur hér í baunalandi, en það er sá dagur sem að Jólabjórinn frá tuborg kemur á markaðinn, á mínútunni 20:59. Mér skilst að þetta sé einhver svaka partýdagur hér í landi, allavega búið að aulýsa þetta hér um alla borg og margir sem fóru í bæinn að djamma. Ég skellti mér nú bara á blessaðann Kagsaabarinn þar sem að það var rigning og leiðindarveður, en get sko svarið það að það voru færri en venjulega á barnum, og þeir eru nú yfirleitt ekki margir gestirnir þar! Greinilegt að allir skunda í bæinn á þessum degi. Þannig að það var bara tekið því rólega og fengið sér smakk af Jólabjórnum og spilað pool, þar sem ég gjörsamlega RÚSTAÐI lærimeistara mínum 3-0, geri aðrir betur!! Annars verð ég nú að halda uppi heiðri mínum sem tískulögga danmerkur og fræða ykkur um frábæra stígvélanotkun dana, sem er nú alveg sér kafli út af fyrir sig! Sko mér finnst nú allt í lagi að nota regnhlíf og vera kannski í regnjakka þegar er helli rigning, en það er ekki nóg fyrir danina, margir klæða sig upp í heilgalla (bæði regnbuxur og regnjakka) eins og maður gerði á leikskólanum í denn og svo er það greinilega almenn tíska hér að drífa sig í STÍGVÉL þegar það er smá bleyta úti! og þvílík stígvél, svona lág í allavega litum, og það er sko ekkert verið að setja buxurnar yfir svo þetta sé minna áberandi, heldur er þeim bara troðið ofaní!!!! Alveg sérlega smekklegt. Ég fékk sko ekkert smá undarlega augnargot um daginn þegar ég skrapp út á pósthús í adidas sanddölunum mínum í rigningunni, það var bara eins og ég hefið komið frá Mars! Greinilega ekki alveg í rétta fótabúnaðinum, en get sko sagt ykkur að ég myndi ekki láta sjá mig dauða í þessum stígvélum nema í mesta lagi á blautri þjóðhátíð!!
En tískulögga dana kveður í bili, lofa að það verður styttra í næst blogg þar sem að hún Dröfn skoraði á mig að svara einhverjum spurningarlista... Nenni því ekki núna en fer í það næstu daga.
Bless í bili og passið ykkur á dönsku stígvélunum!

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Á lífi!

Já ég er á lífi hér í Köben þó svo að ekkert hafi verið bloggað í rúma viku. Búin að vera einstaklega löt við að blogga og eru aðalástæður þess að mikið er búið að vera að gera í skólanum og svo hef ég þjáðst af ótrúlega mikilli heimþrá síðustu daga, og ákvað bara að sleppa því að blogga svo ég gæti hlíft ykkur við heimþráarvælinu í mér...annars er nú ekki mikið að frétta, nema bara skóli og aftur skóli. Fékk reyndar sendan pakka að heiman með fullt af íslensku nammi, harðfisk, Séð og Heyrt og nýja disknum frá Sálinni, æðislegt að fá svona íslenskar gæðavörur af fróni. Helgin var bara nokkuð róleg, aldrei þessu vant, fór í heimsókn og mat til Evu og Jökuls á laugardag sem endaði með því að Eva dró mig með sér á barinn, eitthvað Hrekkjavökupartý þar í gangi... greinilegt að íbúarnir í minni blogg voru þeir einu sem tóku það alvarlega og mættu uppábúnir á barinn, ég sveikst þó undan að mæta í nornabúning og með skott....Dagurinn í dag var vel nýttur í lærdóm, þar sem skundað var á bókasafnið í morgunsárið og setið og lesið fram á kvöld, ég og Birkir komum svo við á pítsastað á heimleiðinni til að næra útúrlesinn heilann, það væri nú ekki frásögufærandi nema fyrir það að inn á matsölustaðinn kom þessi svaka strákahópur og þar fékk ég en og aftur staðfestingu á sórundarlegri fatatísku dana... Við erum að tala um það að einn strákurinn var í gallabuxum með gullitað risastórt M á rassinum, það var bara eins og einhver hefði málað mcdonalds merkið á rassinn á honum!!! Ég var svo forviða að ég gat ekki hætt að glápa á rassinn á greyið drengnum....þvílík hörmung, vildi eiginlega að ég hefði verið með myndavél, þetta var svakalegt...
Annars lítið meir að frétta, skal reyna að vera duglegri að blogga, búin að fá ófáar skammir undanfarið fyrir bloggleti, annars bið ég bara að heilsa hér úr danaveldi í bili og vona að þið hafið það gott í frostinu á fróni :)