Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

miðvikudagur, september 28, 2005

Ryksugupirringur

Þetta hélt ég að kæmi nú aldrei fyrir mig, að pirrast yfir því að geta ekki ryksugað! En jújú, Rannslan fór í búð í dag og keypti nauðsynleg hreingerningarefni til þess að geta þrifið hjá sér hátt og lágt, enda kominn tími á það fyrir nokkru síðan. Þegar Rannslan kemst loks heim með græjurnar og startar þrifunum er komið vel fram yfir kvöldmat, og þar sem að allt átti nú að vera skínandi hreint og fínt hjá Rönnslunni tóku þessi þrif nokkuð langan tíma. Eins og allir þeir sem hafa gilt vottorð til þrifa vita þrífur maður allt áður en farið er að ryksuga... svo loks þegar Rannslan var búin að strjúka allt og pússa og ætlaði að fara að ryksuga var klukkan eiginlega orðin of margt til þess að hægt væri að bjóða nágrönnunum upp á hið yndisfagra tónverk ryksugunnar... þannig að nú situr Rannslan í skínandi fínu herbergi og bíður morgundagsins til þess að geta sett punktinn yfir i-ið og ryksugað!
Já veit, þetta er nú ekki líkt mér...en getið þá rétt ímyndað ykkur hvað ég hef mikið að gera hér úti...fyrst ég er farin að pirra mig yfir því að geta ekki ryksugað, og ég sem hef aldrei þolað ryksugur!!!

þriðjudagur, september 27, 2005

Dönsk áramót?

Eftir miklar pælingar síðustu daga er Rannslan að komast á þá skoðun að best sé fyrir hana að halda áramótin hér úti í Danmörku. Aðalástæðan er sú að ég þarf að fara í próf 3. janúar!! Í skólanum er prófatími í janúar, og eina prófið sem ég fer í er sett á 3. janúar.... svo er bara frí allan janúar því að kennsla byrjar ekki aftur fyrr en í febrúar, svaka stuð. Ég hef því komist á þá skoðun að það sé betra að halda bara áramótin hér úti, þar sem að ég kemst hvort eð er ekki til Eyja eins og ég hef alltaf gert, og litlar líkur eru á að maður djammi mikið í Reykjavík vitandi að það bíður flugferð til danmerkur og lærdómur eftir manni þegar maður vaknar eftir skemmtun næturinnar. Ég held því bara að ég muni koma hingað út aftur 30. des, læra fyrir prófið, skála í dönsku kampavíni fyrir nýju ári, læra meira, taka prófið og svo reyna að fá ódýrt flug heim á klakann og eyða janúarmánuði heima með ykkur! Annars er samt ekkert ákveðið í þessum málum ennþá.... Get ekki alveg ímyndað mér hvernig verður að halda áramót annars staðar en í eyjum, hvað þá hér úti í Baunalandi...
p.s. er byrjuð að safna fyrir flugi heim í janúar og eru öll framlög vel þegin.... :)

mánudagur, september 26, 2005

Afmæli

Vil óska elskulegri systur minni henni Höllu Ósk innilega til hamingju með afmælisdaginn! Litla systir er nú orðin 19 ára gella, Knús og kossar úr baunalandi dúllan mín ;o)

sunnudagur, september 25, 2005

Danir

Ég get nú bara ekki orða bundist yfir því hvað danir eru hallærislegir! Fór í þetta blessaða nýbúapartý í gær sem haldið var fyrir allt Kollegíið. Skulum athuga það að það var ekkert búningaþema en maður hefði nú alveg geta haldið að það hafi átt að vera, þvílíkur klæðnaður á sumu þessu liði! Danir virðast líka vera fastir í tónlist 9. áratugarins! Skemmti mér ágætlega við að virða gesti partýsins fyrir mér, vona að ég verði ekki orðin svona eftir 4 ár í danaveldi...

laugardagur, september 24, 2005

Næturferð

Er alltaf að sjá það betur og betur hvað það er hentugt að hafa pöbbinn hérna í næsta húsi :) Nýtti mér það í nótt, þegar Eva og Jökull komu hér við hjá mér upp úr hálf tvö, á leið heim úr innflutningspartýi hjá vinum sínum. Við vorum ekki lengi að ákveða að skella okkur í einn kaldan fyrir svefninn úti á pöbb. Þar var spjallað við barþjón frá Chile, færeying og einn bauna meðan ölinu var rennt niður. Svo sefur maður auðvitað alltaf miklu betur eftir að hafa innbyrgt einn næturöl :)

föstudagur, september 23, 2005

Heitt og gott

Það var aldeilis sofið vel í nótt, enda var gærdagurinn vel nýttur. Fyrri parturinn var notaður í lærdóm, þar sem að blessað málfræðiverkefnið var klárað og lesið aðeins upp (öruggast að tilkynna hvað maður er duglegur að læra, svona fyrir mömmu og Hjördísi...), farið niður í skóla og verkefninu skilað, borguð gomma af peningum fyrir blessaða líffræðibókina sem loksins var komin. Þá var haldið heim á leið og drifið sig yfir til Jökuls og Evu að hjálpa þeim við að flytja. Þar voru svo borðaðar dýrindis skinkuormapítsa og chillifrikadellapítsa (án efa skrítnustu pítsur sem ég hef fengið) og þessu auðvitað skolað niður með ísköldum bjór. Síðan var setið á spjalli fram á kvöld og fengið sér smá gammeldansk í stóru tána...
Annars var ég að frétta af einhverju kuldakasti heima á fróni, get látið ykkur vita að hér er enn 20 -22 stiga hiti og sól, einstaklega notarlegt að hjóla um á stuttermabolnum í blíðunni, þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu að þið pantið ykkur ferð hingað út í sólina til mín... :)

miðvikudagur, september 21, 2005

Afmæli

Ef það er eitthvað danskt lag sem ég kann núna þá er það danski afmælissöngurinn! Ég er búin að vera tæpar 3 vikur í skólanum og það eru 3 búnar að eiga afmæli, september greinilega afmælismánuður dana. Sú sem á afmæli kemur svo alltaf með eitthvað nammi handa öllum bekknum og svo syngja allri þennan svaka langa afmælissöng fyrir afmælisbarnið, og þá líður mér alltaf eins og ég sé komin aftur á leiksóla, get svarið það...
En fyrst við erum að tala um afmæli þá átti hún Hjördís vinkona afmæli í gær, fær hér bestu afmælisóskir, las á síðunni hennar að dagurinn hefði verið frábær þó svo að það hafi vantað mig... sem er gott, maður er þá ekki ómissandi :)
En aðalástæður fyrir miklu bloggleysi undanfarið er að Rannslan hefur verið niðursokkin í danska málfræði, vonandi að það sé að kvikna eitthvað ljós þar, er komin með alveg nóg í bili. En best að fara að klára blessaða málfræðiverkefnið sem á að skila á morgun...

sunnudagur, september 18, 2005

Búningapartý

Hvað er málið með dani og búninga þegar kemur að partýum. Var í partýi í gær hér í blokkinni til þess að bjóða alla nýbúa velkomna og þar mætti helmingurinn í hinum furðulegustu búningum! Það voru 2 hjúkkur á svæðinu, ein lögga, 1 sadómasógella, öryggisvörður sem breyttist síðar um kvöldið í dragdrottningu og svo var ein frönsk kók light gella.... Er farin að hallast að því að þetta fylgi partýmenningunni hér...
Annars var kvöldið mjög skemmtilegt, hér búa greinilega allraþjóða kvikindi þannig að í gær var töluð danska, íslenska og enska, mjög alþjóðlegt eitthvað. Enduðum á kollegíbarnum hér í Kagsaa, kemur sér vel að hann er við hliðina á blokkinni minni. Gott að vera búin að kynna sér aðstæður þar sem að það á víst að vera svaka partý þar næstu helgi fyrir alla nýbúa kollegísins.
Annars hefur dagurinn að miklu leyti farið í eintóma leti og sjónvarpsgláp, týbískur þynnkudagur :)

föstudagur, september 16, 2005

Úbbs

Úbbs gleymdi að klukka!
Búið að klukka svo marga bloggara sem ég þekki (þekki nú ekki marga) en klukka Smára Svíþjóðarfara, Hjalla, Hönnu Guðnýu, Óla Jóa og Laugu!

Klukk!

Jæja búin að fá upplýsingar um hvernig þessi klukkleikur virkar, þannig að hér koma 5 stykki af usless upplýsingum um mig:

1. Ég hef alltaf verið frekar lofthrædd, sérstaklega í stigum. Það tók t.d. mikið á að labba upp stigana í effelturninum í París um árið með Írisi og Hjördísi... En þetta er nú samt að lagast með aldrinum, held samt að álversvinnan mín í sumar hafi bætt þetta svakalega þar sem að þar var ég klifrandi upp og niður langa og mjóa stiga í skipunum, held ég sé bara næstum laus við lofthræðsluna...

2. Ég elska kisur en er hins vegar ekki eins hrifin af hundum. Ég gæfi mikið fyrir að geta haft hjá mér eina litla hér úti í danmörku. Það má reyndar hafa gæludýr hér á Kollegíinu en ég gæti ekki tekið hana með heim um jól og sumur, og þekki engan enn sem komið er sem væri til í að taka hana í fóstur í fríum...

3. Ég á alveg ótrúlega auðvelt með að sofna hvar og hvenær sem er, ef ég er þreytt er ekkert mál fyrir mig að sofna sitjandi á stól og ég sofna nær undantekningarlaust strax þegar ég legst á koddan, ekki mikið koddaspjall á þessum bæ, þá er ég löngu sofnuð.... Sef líka yfirleitt mjög fast, hef svarað í símann og talað við fólk án þess að muna eftir því, eða um hvað ég var að tala...

4. Ég er alveg hörmulegur kokkur, enda var það mottó mitt að ná mér í einhvern kokk áður en ég myndi flytja að heiman. Það tókst ekki, en vona að einhver kunni að elda hér á Kollegíin sem ég get troðið mér upp á, get vaskað upp í staðin. Mér hefur tekist að brenna pítsu sem ég átti að fylgjast með í ofninum (heimabakaða pítsan hennar Hjördísar, hún var ekki mjög ánægð), mér tókst líka að klúðra því að sjóða vatn, það er víst frekar erfitt að klúðra því, en tókst það samt...

5. Er algjör matargikkur, borða ekki kartöflur (nema franskar), ekki ost (nema bræddan á pítsu og samlokur), ekki tómata, ekki fisk (nema harðfisk, rækju og humar), og margt margt annað. Það er t.d. ekkert langt síðan ég byrjaði að borða papriku, lauk og svoleiðis, borðaði einu sinni bara kál og gúrku-ekkert annað grænmeti. Er samt aðeins að koma til...

Morgunvakning

Shit hvað það er ekki þægilegt að vera vakin kl 8:30 á föstudagsmorgni, þegar maður má sofa út og hefur verið að hanga á netinu langt fram á nótt kvöldið áður. Kom hér kall í morgun til þess að lesa af mælunum á ofnunum, var búin að fá einhverja tilkynningu um þetta en auðvitað búin að steingleyma þessu... Þannig að það tók mjög mygluð og þreytt gella, með sína frægu morgunhárgreiðslu (þið þekkið þetta sem hafið séð mig nývaknaða) á móti greyið manninum sem kom til að lesa af... Hann var hinn hressasti og bauð góðan dag, en ég sá að hann bjóst ekki alveg við svona mikilli morgunmyglu hjá einni manneskju...Z...ZZ...ZZZ...

Kaffihúsahittingur

Ohh var að koma heim frá kaffihúsahittingi inni á Kongens nytorv, þar sem við íslensku stelpurnar sem erum í talmeinafræðinni hittumst yfir bjór. Þetta var nú frekar fyndið, þekkjumst ekkert en gjörsamlega spjölluðum á okkur gat (ef hægt er að segja það), gaman að heyra í þeim sem eru komnar lengra og geta miðlað smá reynslu til okkar nýgræðinganna... en annars var best að komast aðeins út, fá sér einn stórann Carlsberg Classic og spjalla á íslensku!
Á morgun verður svo farið á kynningu í skólanum og sennilega haldið í eitthvert teiti um kvöldið sem tutorarnir okkar ætla að halda fyrir okkur, þannig að morgundagurinn lofar góðu...

fimmtudagur, september 15, 2005

Rigning

Jahérna held ég þurfi að fjárfesta í regnhlíf! Það er búið að vera fínasta veður hér í dag, nema það koma af og til skúrir, og þá engir venjulegir skúrir heldur hellidemba! Ég sem ætlaði að skella mér í hjólatúr og skoða mig um, það er spurning hvort maður hættir sér út...

Annars var ég að henda inn örfáum myndum í gær af skólanum, ætla að reyna að setja fleiri inn í dag, ef ég nenni...

Hei hei

miðvikudagur, september 14, 2005

Spes danir

Hversu furðulegt er að segja Heij þegar maður hittir einhvern og Heij Heij þegar maður kveðjur! Danir eru sko alveg sér á báti...

En lenti í því að labba inn í vitlausa íbúð í kvöld, frekar vandræðalegt. Var svo upptekin við að tala í síman þegar ég var að labba yfir til Evu og Jökuls í mat, að ég fór upp vitlausan stiga og labbaði inn í ókunnuga íbúð. Var fljót að biðjast afsökunar og drífa mig út, veit ekki hvað aumingja konan hefur haldið! En íbúarnir hér að Kollegíinu verða bara að gjöra svo vel og fara að venjast því að Rannslan er flutt á svæðið, getur stundum verið svoldið utanviðsig...

mánudagur, september 12, 2005

FLUTT INN!

Haldiði ekki bara að Rannslan sé flutt inn í herbergið sitt á Kagså Kollegíinu!!! Fékk lyklana afhenta í dag eftir að ég kom heim úr skólanum. Þannig að það var ekkert annað að gera í stöðunni en að bruna í Ikea og kaupa rúm, skrifborð og hillur, heim aftur og flytja allar töskurnar og farangurinn frá Jökli og Evu yfir í herbergið MITT, skrúfa saman húsgögn, stinga ísskápnum í samband (verst að eiga ekki til bjór til að stetja í kæli), og nettengja tölvuna. Þið verðið að viðurkenna að þetta gerist nú ekki mikið betra!
Rannslan svífur allavega á rósrauðu skýi eins og er, þar til hún finnur könguló...

sunnudagur, september 11, 2005

Flutningar

Loks nennir maður að setjast niður og blogga eitthvað smá héðan úr baunalandi! það er gjörsamlega búið að vera crasy að gera hjá mér hér síðustu daga... Skólinn byrjaður fyrir alvöru og þar er sko ekkert elsku mamma takk fyrir, heldur er bunað á mann námsefni og meira segja byrjað að tala um prófafyrirkomulag!!! hvað er það eiginlega?? maður er rétt svo að átta sig á því að maður sé búinn í sumarfríinu og sestur á skólabekk að nýju, danir greininlega svona bráðlátir, get nú samt ekki sagt að þeir séu mjög skipulagðir!
Fyrir utan það að það sé brjál að gera í skólanum hef ég verið að flytja á milli hverfa hér í Köben, og sé fram á frekari fluttning á næstu dögum... Er núna flutt inn til Evu og Jökuls á Kagsaa kollegíet í Herlev. Þau voru svo elskuleg að leyfa mér að gista hjá sér með allt mitt hafurtask, sem er nú ekki lítið, þar til ég fæ herbergið mitt hér á kollegíinu. Var að frétta á föstud. að ég fengi það sennilegast á morgun! :)
Fyrir utan allt þetta eru líka búinn að vera svakalegur gestagangur, Bryndís, Eva og Erla komu til Köben á þriðjudag og fara heima á morgun. Er nú ekki búin að ná að hitta þær jafn mikið og ég vildi en náði þó að taka smá djammrúnt með þeim á fimmtudag og kíkja í búðir á þriðjudag með þeim. Pabbi kom svo hingað á fimmtudag til þess að fara á fund í vinnunni. Get ekki sagt annað en að ég held ég eigi allra besta pabba í heimi! Hann gerði sér bara lítið fyrir og leigði sér bílaleigubíl til þess að geta farið með mér í búðir og versla inn húsgögn í herbergið mitt! Við versluðum reyndar ekki húsgögn á fimmtudaginn, en skoðuðum bara og völdum það sem ég ætla að kaupa eftir að ég fæ herbergið. En tækjapabbi splæsti auðvitað í ísskáp og sjónvarp með dvd-spilara handa litlu stelpunni sinni, alveg æðislegur, TAKK TAKK pabbi!
Svo fór helgin í það að djamma, hvað annað... fór í upp í sveit með bekkjafélögunum í smá skólaferðalag, gistum í stórri hittu. Þar var djammað frá föstudegi til sunnudags, getu nú samt ekki sagt að danir séu mjög sterkir djammarar, en þetta var samt ágætt. Íslenski djammarinn hafði hljótt um sig og fylgdist með djammtöktum dananna og reyndi að taka sem mest inn af djammtaktík. En get ekki sagt að það hafi verið dýrt að djamma þarna þar sem að bjórinn kostaði 30 kr ísl, og skotið 50 kr... Þema helgarinnar var vörubílstjórar þannig að við vorum allar klæddar sem sveittir og ógeðslegir trukkadriverar, með hár á bringunni, órakaðar í framan og viðbjóðslegum kallasvitalyktaeyði var sprautað yfir alla, svo voru snæddir hamborgarar með klámblað í annarri og öl í hinni, vona að ég geti sett inn myndir svo þið fáið að sjá stemmarann á liðinu...
En best að fara að ljúka þessu, er á leið að hitta Bryndísi og co, ætlum að borða saman í kvöld og fá okkur nokkra öl þar sem að þær skvísur eru á leið heim á klakann snemma í fyrramálið, uuuhuuu uuuhhhuuu... veit að það verður erfitt að kveðja þær... en ég treysti bara á ykkur hin að drífa í að plana ferð hingað út til mín!
Bjórkveðjur úr Köben :)

laugardagur, september 03, 2005

Á lífi!!

Loksins komst ég í netsamband, en tid verdid af afsaka ad tad er ekki íslenskt lyklabord hér! Tá er ég komin til Danmerkur, ferdin gekk bara vel, tó svo ad ég hafi verid med 36,8 kiló af farangri plús eitt stykki hjól! Geri adrir betur... Ég gisti til ad byrja med hjá gømlum hjónum sem pabbi kannast eitthvad vid, ég hef aldrei séd tau ádur. Tau búa í bæ fyrir utan kaupmannahøfn sem heitir Ishøj, eru mjøg inndæl en tala enga ensku! tannig ad tad er sko mikid buid ad reyna á danska heilabúid mitt tessa sídustu daga. Get ekki sagt ad ég sé sleip í dønskunni, rugla henni mikid saman vid týskuna mína sem ég notadi úti í austurríki um árid. En ég skil tó svona ef talad er hægt og ég get horft framan í fólkid...sem er sko ekki alltaf mjøg audvelt, en tetta hlýtur ad koma med tímanum. Tad eru búnir ad vera kynningardagar í skólanum, tar sem vid sem erum ad byrja í talmeinafrædinni erum búin ad fá kynningu á øllu náminu, skólanum og bara flest øllu sem vid turfum ad vita, tad eru 5 stelpur á ødru ári sem sjá um tessa kynnisdaga, verst ad madur skilur ekki mjøg mikid. Tad eru reyndar 2 íslenskar stelpur med mér í bekk, sem er MJØG gott :) Tetta er algjørt stelpufag, en tad eru 2 kallar med okkur, já kallar teir eru sko vel yfir 30 bádir...

Nú ætla ég ad leyfa ykkur íslendingunum adeins ad øfundast ut i mig, tar sem ad tad er sko buid ad vera frábært vedur hér sídan ég kom, sól og blída allan tíman, madur er ad stikkna í kvarttbuxum og stuttermabol, 22-25 stig. Vonandi ad tetta verdi svona eitthvad áfram, verst ad ég skildi øll strandarføtin eftir heima. Svo held ég bara ad sambúd mín med danska bjórnum gangi nokkud vel, hef allavega ekki enn upplifad bjórlausan dag í baunalandi... :) Bjórinn á kaffihusinu í skólanum kostar 100 kr íslenskar... tannig ad ekki er madur ad fara á hausinn vid ad fá sér adeins í adra tánna...

Í gær fór ég á mitt fyrsta danska djamm, eftir skólasetninguna fórum vid krakkarnir í talmeinafrædinni saman út ad borda og svo var kíkt á barinn á eftir... tetta var bara nokkud fínt, tó ad tetta hafi ekki verid neitt íslenskt djamm. Turfti líka ad taka lestina heim um hálf tólf tar sem ad tær hætta ad ganga kl hálf eitt, turfti svo ad taka leigubíl heim af lestarstødinni tar sem ad strætóinn minn hætti ad ganga kl 9!!! Greinilega ekki gert rád fyrir neinu helgardjammi í tessum bæ...

En segji tetta gott i bili, tid fáid betri frettir af mér tegar ég kemst í netsamband í minni tølvu, og kannski nokkrar myndir med ef Hjørdís verdur elskuleg ad hjálpa mér ad setja tær inn ;)
Bestu kvedjur frá Baunanum