Ryksugupirringur
Þetta hélt ég að kæmi nú aldrei fyrir mig, að pirrast yfir því að geta ekki ryksugað! En jújú, Rannslan fór í búð í dag og keypti nauðsynleg hreingerningarefni til þess að geta þrifið hjá sér hátt og lágt, enda kominn tími á það fyrir nokkru síðan. Þegar Rannslan kemst loks heim með græjurnar og startar þrifunum er komið vel fram yfir kvöldmat, og þar sem að allt átti nú að vera skínandi hreint og fínt hjá Rönnslunni tóku þessi þrif nokkuð langan tíma. Eins og allir þeir sem hafa gilt vottorð til þrifa vita þrífur maður allt áður en farið er að ryksuga... svo loks þegar Rannslan var búin að strjúka allt og pússa og ætlaði að fara að ryksuga var klukkan eiginlega orðin of margt til þess að hægt væri að bjóða nágrönnunum upp á hið yndisfagra tónverk ryksugunnar... þannig að nú situr Rannslan í skínandi fínu herbergi og bíður morgundagsins til þess að geta sett punktinn yfir i-ið og ryksugað!
Já veit, þetta er nú ekki líkt mér...en getið þá rétt ímyndað ykkur hvað ég hef mikið að gera hér úti...fyrst ég er farin að pirra mig yfir því að geta ekki ryksugað, og ég sem hef aldrei þolað ryksugur!!!